Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Qupperneq 22
Plastlaus september 6. september 2019KYNNINGARBLAÐ Sævar Þór Halldórsson, 34 ára landfræðingur hjá Þjóðskrá Ís-lands, tekur nú þátt í Plastlaus- um september þriðja árið í röð. Hann býr með konu sinni og þriggja ára syni á Akureyri þar sem þau vinna mark- visst að því að minnka plastnotkun á heimilinu. „Ég hef alltaf verið tengdur náttúruverndarsamtökum og unnið á friðlýstum svæðum. Það er skemmti- leg áskorun að lifa plastlausum lífsstíl í heilan mánuð. Þetta var smá átak fyrsta árið en úrvalið á plastlausum vörum er orðið töluvert betra í dag,“ segir Sævar. Það hlýst margt gott af því að taka þátt í svona átaki. „Maður kynnist nýjum plastlausum lausnum sem hjálpa manni að minnka plast- notkun alla hina mánuðina. Þú lærir líka fljótt hvað það er ótrúlega margt sem kemur í óþörfu einnota plasti. Plastið er frábært efni þegar það er nauðsynlegt, en það er allt of mikið notað í tilgangsleysi.“ Lyktin venst furðufljótt Sævar bendir á að til séu fjölmargar stórsniðugar plastlausar lausnir: „Bambustannburstar og plastlaust tannkrem virka til dæmis mjög vel. Bambusinn endist jafn lengi og plastið og tannkremstöflur eru frábær lausn á plasttúpunum sem tannkremið kemur vanalega í. Við notuðum svo nær eingöngu fjölnota taubleyjur fyrir soninn. Þetta var miklu minna mál en ég hélt, því þetta er bara ein auka vél á þriggja daga fresti. Lyktin við að skola kúkableyjur venst furðufljótt og á milli véla liggja bleyjurnar í edikvatni sem drepur alveg lyktina. Við erum heppin að eiga góða að þegar kemur að plastlausum lífsstíl. Tengdaforeldrarnir rækta gúrkur, tómata og annað grænmeti í gróður- húsinu sínu. Systir konunnar saumar barnaföt. Svo smalaði frúin fyrir vina- fólk og fékk að launum heilan kinda- skrokk sem við eigum nú í frystinum. Skrokkurinn kom í strigapoka sem við nýtum undir garðúrgang. Við erum með lítinn matjurtagarð þar sem við ræktum til dæmis kryddjurtir og rótargrænmeti. Og hverfisfiskibúðin selur fisk í umhverfisvænum umbúð- um eða maður getum komið með eigin umbúðir, sem við og gerum.“ Sævar lumar á fleiri ráðum þegar kemur að því að minnka plast á heim- ilinu. „Eitt sem ég hvet alla foreldra til að prófa er að þegar kemur að barnaafmælum, að biðja fólk um að gefa notaðar gjafir. Það er ótrúlegt magn af leikföngum á flóamörkuð- um. Fólk á líka sjálft oft fullt af dóti og fötum sem þeirra börn eru hætt að nota. Hvers vegna ekki að gefa þess- um hlutum framhaldslíf? Börnin eru hæstánægð með bangsa sem búið er að elska áður, Lego-kubba sem aðrir hafa leikið sér með og snjógalla sem hefur farið ótal salíbunur niður sleðabrekkuna. Sama gildir um full- orðna. Flóamarkaðirnir eru stútfullir af fallegum bókum og munum sem gaman er að gefa og þiggja.“ Leiðir til að minnka plast: Áður elskaðir bangsar, tannkremstöflur og heimabakað brauð Sævar Þór Halldórsson, Erla Dóra Vogler og Askur Bragi Sævarsson Vogler Fóru úr 60 kílóum á mánuði niður í 140grömm! Fjölskyldan á Álftanesi hefur vakið athygli fyrir ótrúlegan árangur í minnkun á sorpi. Þau halda úti stórskemmtilegri bloggsíðu sem og Facebooksíðu þar sem þau ræða skrefin sem þau tóku og eru enn að taka í sorpminnkun. Eftir að hafa unnið markvisst að ruslminni lífsstíl þegar þau bjuggu í Sviss, fluttu þau aftur heim í júlí síðastliðinn og héldu uppteknum hætti. „Í Sviss náðum við að minnka óflokkaða sorpið okkar úr 60 kílóum á mánuði niður í 140 grömm. Og eftir fyrsta mánuðinn okkar á Íslandi náðum við sama markmiði. Hins vegar var mikil aukning í pappír í endur- vinnslutunnunni sem kom mest- megnis til vegna auglýsingapésa sem flæða inn um lúguna,“ segir Þóra Margrét Þorgeirsdóttir. Minnka plastmagnið enn meir fyrir Plastlausan september Íslendingar skilja eftir sig eitt mesta magn af sorpi í heimi og er aug- ljóslega margt sem má betur fara. Fimm manna fjölskylda á Íslandi lætur frá sér um 13 kíló af plasti á mánuði. „Við náðum plastmagn- inu niður í 1,5 kíló og ég veit að við getum gert betur. Okkar plast samanstendur mikið til af skyrdoll- um, snakkpokum og nammibréfum. Í september getum við minnkað þetta með því að poppa meira og kaupa frekar sælgæti úr nammi- barnum. Einnig ætlum við að setja upp límmiða á bréfalúguna til að afþakka allan fjöldapóst.“ Þóra með flokkunardallana. Mannskepnan framleiðir gífurlegt magn af rusli og neyslan hefur bein neikvæð áhrif á vistkerfið. Það kostar orku að framleiða, flytja og endurvinna allar þær umbúðir sem falla til við kaup á einni mjólkur- fernu. Við sjáum eingöngu hluta framleiðsluferlisins þegar við setj- um fernuna í endurvinnslutunnuna á meðan annað er falið. Þar má telja til plastið sem mjólkurfernurn- ar koma í á leiðinni í búðina, orkan sem fer í að fæða nautgripina, flutning á vörunni og margt fleira. Það er ekki nóg að flokka rusl og endurvinna, heldur þarf að ganga einu skrefi lengra og byrja á að minnka sorpið sem fellur til við neyslu heimilisins. Hvað er hægt að gera? „Það er þrennt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að minnka sorpið. Hætta að kaupa óþarfa, minnka umbúðir og hætta að kaupa einnota. „Ef þessar þrjár reglur eru hafðar í huga við inn- kaup þá minnkar ruslið sjálfkrafa, í öllum sorptunnum heimilisins. Það fer vissulega aukinn tími í skipulagningu búðarferða við að leita uppi umhverfisvænni eða umbúðarlausar vörur, og stund- um eru þessar vörur örlítið dýrari. En það borgar sig þegar upp er staðið, bæði fyrir umhverfið og líka budduna. Sérstaklega ef við setjum okkur þau markmið að kaupa frekar notað það sem vant- ar. Internetið gerir okkur auðvelt með að gefa húsgögnum, raftækj- um, fötum og fleiru framhaldslíf og í leiðinni spörum við ótrúlegar fjárhæðir. Í leiðinni komum við í veg fyrir allt það magn af umbúðum og flutningi sem hefði farið í það að kaupa þetta allt nýtt. Við sáum líka stórkostlega breytingu þegar við byrjuðum að nota taubleyjur á yngsta fjölskyldumeðliminn í stað einnota plastbleyja.“ Þetta er ekkert vandamál Það er auðvelt að tileinka sér sorpminni lífsstíl. „Það þarf að byrja smátt og taka viðráðanleg skref í lærdómsferlinu. Hægt er að byrja á að taka 3–5 atriði í einu og bæta svo við smátt og smátt. Svo fer maður að sjá enn fleiri tækifæri til þess að minnka sorpið. Þetta kemur allt með kalda vatninu og við getum þetta öll,“ segir Þóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.