Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Qupperneq 36
36 6. september
Bandaríkjamaðurinn Alfred Packer (1842–1907) naut þess vafasama heiðurs að vera annar tveggja Bandaríkjamanna sem dæmdir voru fyrir mannát.
Í nóvember árið 1873 lagði hópur manna, 21 í allt, af stað frá Provo
í Utah. Förinni var heitið til gullleitarsvæðisins Breckenridge í
Colorado. Ekki var á vísan að róa hvað veður áhrærði og í febrúar,
1874, ákvað meirihluti leiðangursmanna að láta staðar numið um
sinn, í Montrose í Colorado.
Sex manns hunsuðu ráðleggingar sér reyndari manna og héldu för
sinni áfram og hugðust fara til Gunnison. Þeirra á meðal var Alfred
Packer.
SAKAMÁL
O
ft er haft á orði að vegir
Guðs séu órannsakanlegir
og engin ástæða til að bera
brigður á þá fullyrðingu, sé
maður þannig þenkjandi. Slíkt hið
sama má segja um vegi réttlætis-
gyðjunnar og eru þess mýmörg
dæmi.
Saga þessi hefst að kvöldi
fimmtudags, 28. september
árið 2000, á heimili Camm-fjöl-
skyldunnar í Georgetown í Indi-
ana-fylki í Bandaríkjunum.
Í bílskúr fjölskyldunnar fundust
lík eiginkonu Davids Camm, Kim,
og tveggja barna, Brads, sjö ára, og
Jill, fimm ára. Þau höfðu öll verið
skotin til bana.
David Camm, sem var fyrrver-
andi fyrrverandi fylkislögreglu-
maður, fann líkin þegar hann,
að eigin sögn, kom heim eftir að
hafa leikið körfubolta við kirkju í
grennd við heimilið.
Reyndi endurlífgun
Samkvæmt dómskjölum hafði
David verið í körfubolta frá klukk-
an sjö um kvöldið til klukkan 20
mínútur yfir níu. „Síðan ók hann
heim og fann Kim, sem hann
ályktaði samstundis að væri dáin,
liggjandi við hlið Bronco-bifreið-
ar hennar. Síðan sagðist hann
hafa litið inn í bílinn og séð Jill og
Brad. David Camm hélt að Brad
væri hugsanlega á lífi og tók hann
úr bílnum, lagði hann á gólf bíl-
skúrsins og reyndi endurlífgun.“
Sagðist David hafa hringt í lög-
regluna og síðan hlaupið heim til
afa síns, sem bjó hinum megin
götunnar, og sagt honum tíðindin.
Skothvellir í kvöldkyrðinni
Sunnudaginn 1. október var David
handtekinn og kærður fyrir þrjú
morð. Talið var að dauða Kim og
barnanna hefði borið að skömmu
eftir 21.15. Vitni sagði að á milli
21.15 og 21.30 hefði það heyrt þrjá
hvelli, sem hugsanlega hefðu ver-
ið skothvellir.
Þann 3. október sagði annað
vitni að það hefði heyrt þrjá skot-
hvelli nálægt heimili Camm-fjöl-
skyldunnar skömmu eftir þann
tíma sem David fullyrti að hann
hefði hætt að leika körfuknattleik
með vinum sínum.
Deilt um blóðbletti
Fyrstu réttarhöld í máli Davids
Camm hófust um miðjan janúar
árið 2002 í Floyd-sýslu. Það var
mat réttarmeinafræðings að Kim
og börnin hefðu verið myrt um
átta leytið um kvöldið.
Ákæruvaldið fullyrti að blóð-
blettir á skyrtu Davids umrætt
kvöld hefðu komið til er hann
skaut fjölskyldu sína. Verjandi vís-
aði því á bug og sagði það tilkomið
vegna þess að David hefði athugað
lífsmörk barna sinna.
Ellefu vitni báru að David hefði
verið í körfubolta frá klukkan 19.00
til 21.00.
Vitlaus símhringingaskrá
Skrá yfir símhringingar sýndi að
David hafði hringt heiman frá sér
klukkan 19.19 sem benti til þess
að frásögn vitna væri ekki áreið-
anleg. Starfsmaður símafyrirtæk-
isins sagði aftur á móti að símtalið
hefði átt sér stað klukkan 18.19, en
vegna tölvubilunar virtist sem það
hefði átt sér stað klukkutíma síðar.
Engu að síður varð það niður-
staða kviðdóms að David væri sek-
ur og hann fékk 195 ára fangelsis-
dóm 11. apríl árið 2002.
Óviðeigandi vitnisburður
kvenna
Áfrýjunardómstóll ógilti þann
dóm í ágúst 2004. Talið var að vitn-
isburður tólf kvenna hefði haft
áhrif á niðurstöðu kviðdóms á
David Camm. Sögðust konurnar
annaðhvort hafa átt í sambandi
við hann eða að hann hefði leitað
eftir nánari kynnum við þær.
Í nóvember, sama ár, lagði sak-
sóknari, Keith Henderson, fram
ákæru á hendur David Camm að
nýju.
Málið tekur nýja stefnu
Í febrúar árið 2005 féll grunur á
Charles nokkurn Boney. Það hafði
verið vitað síðan 2003 að lífsýni úr
óþekktum karlmanni hafði fundist
á peysu sem fannst á vettvangi.
Árið 2005 var lífsýninu rennt í
gegnum gagnagrunn og í ljós kom
að það tilheyrði Charles.
Charles þessi var vafasamur
pappír og að sögn fyrrverandi
eiginkonu hans hafði hann barið
hana, hótað að drepa hana og not-
að rafbyssu á hana. En hún trúði
samt á sakleysi hans í þessu máli.
„Ég veit að hann á í vandræðum
með skapið,“ sagði hún.
Fingraför á bílnum
Charles viðurkenndi að hafa átt
peysuna, en hann hefði losað
sig við allan fangelsisfatnað sinn
þegar hann losnaði úr fangelsi,
þremur mánuðum áður en morðin
voru framin. Hann hefði farið með
fötin til Hjálpræðishersins.
Peysan hafði í sjálfu sér ekki
haft mikla þýðingu ein og sér, en
einnig fundust fingraför Charles á
bíl Davids.
Charles sagðist hafa komið á
heimili Camm-hjónanna til að
selja skammbyssu um svipað leyti
og morðin voru framin.
Þann 5. mars, 2005, var Charles
GRIMMDARVERK Í GEORGETOWN
n Kim, Jill og Brad voru skotin til bana n Eiginmaður Kim var sakfelldur í tvígang fyrir morðin n Sagðist alltaf vera saklaus
„Ég veit að hann
á í vandræðum
með skapið,“ sagði
hún um Boney.
Camm-fjölskyldan David, Kim og börnin tvö. Charles Boney Á vettvangi fannst
peysa sem hann hafði átt.
Bílskúrinn Kim og börnin fundust
skotin til bana í Bronco-bifreið.