Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Qupperneq 39
FÓKUS - VIÐTAL 396. september
og allt þetta ferli sem getur reynst
mjög flókið, að minnsta kosti fyrir
byrjanda. Ég á honum því mikið
að þakka. Sýningin náði svo ágætu
flugi, gekk raunar vonum framar,
sem kom mér svolítið á óvart, þrátt
fyrir að ég hafi verið nokkuð örugg
ur með það sem ég var að gera.
Maður þorir aldrei að láta sig
dreyma um svona viðtökur en
þetta var virkilega ánægjulegt.
Sem frumraun var þetta eðli
lega hálfgerð tilraunarsýning og
því er ég gríðarlega spenntur að
gera næstu sýningu, því núna veit
ég hvað ég er að fara út í. Handritið
er í vinnslu en það er erfitt að svara
því hvernig maður skrifar brandar
ana. Ég veit það eiginlega ekki sjálf
ur. Ætli maður læri það ekki með
tímanum. Ferlið hjá mér hefst oft
í sturtu eða í göngutúrum, svo
leyfi ég hugmyndunum að gerjast
í höfðinu á mér. Allt í einu finn ég
samhengið og reyni að byggja sýn
inguna upp með þeim hætti.“
Mikið af bulli í höfðinu á mér
Jakob segist tengja við það algenga
vandamál að hreinlega drukkna
í hugmyndum þegar hann hefur
lagt höfuðið á koddann. „Já, það
er hrikalegt vandamál, en ég á
almennt mjög erfitt með svefn.
Pabbi hefur oft bent mér á að fara
til svefnsérfræðings. Hugsanirnar
halda fyrir mér vöku og það er
ákveðið böl. Ég væri oft til í að geta
hreinlega slökkt á mér. Helst af
öllu myndi ég vilja vera björn og
leggjast í híði því flestar af þessum
hugsunum er gagnslausar. Ég fæ
engar tímamótahugmyndir sem
munu gera eitthvert gagn, breyta
loftslagsvandanum eða eitthvað
slíkt. Ekki þar fyrir, ég held að grín
sé alveg jafn mikilvægt og hvað
annað, en í grunninn eru þessar
hugsanir að mestu leyti bara bull.
Það er mikið af bulli í höfðinu á
mér, og það getur reynst erfitt á
köflum.“
Málið er að það grínast allir, við
mætum í matarboð og grínumst
en fæstir hugsa þó hvernig hægt
sé að útfæra brandarana á sviði.
Mynd: Eyþór Árnason
Spurður hvort hann einblíni á
ákveðna samfélagshópa eða nýti
sér þá sérstöðu að tilheyra yngri
kynslóð grínista, segist Jakob lítið
velta sér upp úr aldri. „Ég hugsa
aldrei um að ég sé ungur og hvern
ig ég eigi að nýta mér það. Uppi
standssenan er frá mínum bæjar
dyrum séð frekar ung, fólk á
fertugsaldri er ekki gamalt. Uppi
stand er þónokkuð nýtt af nál
inni hér á Íslandi í þeirri mynd
sem við sjáum í dag. Við sjáum sí
fellt fleiri sýningar hjá einstakling
um, en fólk er vissulega vanara
að sjá aðeins eldri uppistandara
en mig. Ég bý sem dæmi enn hjá
foreldrum mínum og tala um það
sem fólki finnst fyndið í því sam
hengi, svo sjálfkrafa er ég með ein
hverja sérstöðu þar, en það hafa
allir eitthvað, sama hvort það er
aldur eða annað. Ég reyni aðal
lega að tileinka mér þá hugsun,
hvað er fyndið í almennri hegðun.
Það þarf ekki að vera flókið því það
sem er einfalt er oftast best.“
Blindfullt fólk á ekki að hlusta
á grín
Þegar Jakob er spurður um mun
inn á milli kynjanna í uppistandi
segir hann líklega einhverja breytu
þar í. „Ég vil fara varlega í að tala
um það, enda er erfitt fyrir mig að
álykta hvernig það er að vera kven
kyns uppistandari þegar ég hef
ekki reynsluna af því sjálfur. Hins
vegar búum við í samfélagi sem
leitast við að festa konur í ákveðnu
hlutverki og gerir almennt meiri
kröfur til þeirra. Annars held ég að
best sé að spyrja konur út í þeirra
upplifun af skemmtanabransan
um fremur en að ég sé að tjá mig
mikið um það.“
Aðspurður segist Jakob ekki
hafa lent í miklum hrakförum
sem uppistandari þótt starfið
sé ekki alltaf dans á rósum. „Ég
reyni að vera æðrulaus. Það versta
sem ég get hugsað mér að lenda
í sem uppistandari er helst sal
ur þar sem langt er liðið á kvöldið
og maður nær ekki athyglinni.
Blindfullt fólk, sem getur ekki
talað lengur saman, á ekkert að
vera hlusta á grín. Það er því al
menn regla hjá uppistöndurum
að vera ekki of seint í dagskránni.
Það er gott að fá smá grín í upp
hafi eða við miðju kvölds, létta
aðeins á stemningunni, svo getur
fólk haldið skrallinu áfram og gert
það sem því sýnist. En auðvitað
getur grínið líka ekki farið á þann
veg sem maður óskaði sér, það er
hægt að lenda á erfiðum hópi sem
hlær ekki eins mikið og flestir. Það
er líka allt í lagi. Og ég er óhrædd
ur við að gera mistök, það þroskar
mig og gerir mig að betri grínista.“
Óttast ekki að verða aflífaður
af virkum í athugasemdum
Mikið hefur verið rætt um hvað
megi og hvað megi ekki í uppi
standi. Má gera grín að hverju
sem er? „Ég hef aldrei þurft að spá
mikið í það hverju má gera grín að
og hverju ekki. Ég hef enga línu til
að miða við nema mín eigin sið
ferðismörk sem ég veit svo sem
ekkert sjálfur hvar liggja. Það er
kannski bara eðlilegt að reyna að
teygja einhver mörk og sjá hvað
maður fílar sjálfur, kannski þarf
maður einhvern tímann að stíga
yfir einhverja línu sem ég held að
ég hafi nú ekki gert hingað til. En
ég lendi lítið í því að hugsa um að
ég megi ekki segja eitthvað, því
það er hægt að segja allt sem mað
ur vill á sinn hátt og gera grín að
öllu, það skiptir bara máli hvernig
það er gert og ég hef engar áhyggj
ur af því. Ef ég vil segja eitthvað
þá finn ég leið til þess. Auðvitað
grínast maður á alls konar hátt og
um ýmislegt en það er svo ofsa
lega hollt og ég hef upplifað það
hvað mér finnst í gegnum grín
og myndað mér skoðanir þannig.
Einhver umræða hefur verið um
að það megi ekkert segja, ég held
að það sé ekkert sérstaklega á rök
um reist. Kannski er fólk aðal
lega hrætt við að segja eitthvað
og vera í kjölfarið aflífað á netinu,
en fyrir mér er það ekkert sérstakt
áhyggjuefni.“
Þakklátur fyrir að læra af þessu
fólki
Samhliða uppistandinu tekst Jak
ob á við enn stærra verkefni. Hann
er yngsti handritshöfundur ára
mótaskaupsins. Undirbúnings
vinna er þegar hafin og segir hann
mikinn heiður að fá að starfa með
svo stórum hópi hæfileikafólks.
Hópurinn samanstendur af Reyni
Lyngdal leikstjóra, Dóru Jóhanns
dóttur yfirhandritshöfundi, Lóu
Hjálmtýsdóttur, Þorsteini Guð
mundssyni, Völu Kristínu Eiríks
dóttur, Sævari Sigurgeirssyni,
Hugleiki Dagssyni, og Jakobi sjálf
um. „Reynir Lyngdal leikstjóri
hafði samband við mig, en fram
leiðslufyrirtækið Republik sér um
framleiðslu skaupsins. Þetta er
gott fólk og með mikla reynslu.
Við erum líka á mismunandi aldri
sem er jákvætt og ég er þakklátur
fyrir að fá að læra af þessu fólki,
það er svo sannarlega ekki sjálf
gefið. Eins og staðan er í dag er
það alveg raunhæfur möguleiki að
ég leggi grínið fyrir mig sem ævi
starf, enda er fjöldi fólks sem vinn
ur við það, en ég hef ekki ákveðið
neitt. Ég starfa sem grínisti eins og
er. Og á meðan ég get það og hef
áhuga á því held ég áfram. Þetta er
klárlega eitthvað sem ég vil halda
opnu og gera eins vel og ég get.“ n
MYNDIR: EYÞÓR ÁRNASON