Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 10

Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 10
umhverfismál „Versta mögu- lega staða er sú að ríkisvaldið komi ekki til hjálpar. Þá sjáum við ekki annað en að það þurfi að takmarka stórkostlega fjölda ferðamanna á svæðinu,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Norðurlands eystra (HNE). Heilbrigðisnefnd HNE ályktaði vegna mengunarvanda Mývatns á þriðjudag. Þar er eindregið mælst til að stjórnvöld veiti Skútustaðahreppi nú þegar fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar við byggingu á hreinsivirkjum fyrir skólp í Skútu- staðahreppi, og vísar til kröfu um ítarlega skólphreinsun skv. reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. „Um er að ræða mjög kostnaðar- samar og íþyngjandi kröfur fyrir fjár- hag lítils sveitarfélags og jafnframt felast miklir hagsmunir og ábyrgð í því að vernda Mývatn sem náttúru- perlu á heimsvísu. Heilbrigðisnefnd minnir á mikilvægi þess að hraða úrbótum í fráveitumálum í Skútu- staðahreppi eins og kostur er, þannig að ekki þurfi að koma til þess að tak- marka fjölda ferðamanna á vatna- svæði Mývatns,“ segir í bókuninni. Alfreð segir að eins og staðan er nú sé aðeins eitt hótel á svæðinu með fullkomna hreinsun og mæti kröfum – Hótel Laxá, nýjasta hót- elið við vatnið. „Öll önnur hótel og önnur gistiaðstaða uppfyllir ekki þessi skilyrði, og að óbreyttu verður ekki annað séð en þau verði að leggja niður starfsemi sína. Gróft sagt er bara eitt löglegt gistiúrræði í Mývatnssveit,“ segir Alfreð og bætir við að miklar vonir séu bundnar við að eftir að samráðshópur Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra skilar af sér 17. júní, þá „í beinu fram- haldi af því sjái ríkisvaldið að sér og komi með myndarlegum hætti að borðinu“. Hér vísar Alfreð til orða umhverfis- Án hjálpar þarf að fækka ferðamönnum Verði ekki ráðist í endurbætur á fráveitu þéttbýlis við Mývatn verður að takmarka aðgengi ferðamanna að svæðinu. Um þetta er að tefla komi stjórnvöld Mývetningum ekki til aðstoðar með fjárhagslegum stuðningi. Eitt hótel í Mývatnssveit stenst kröfur um fráveitu. Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og svæðið því undir miklu álagi. Fréttablaðið/VilhelM Uppi á borði um árabil Fráveitumál í Mývatnssveit og ofauðgunarástand í Mývatni hefur verið á dagskrá HNE um árabil. Í fundargerð heilbrigðisnefndar HNE frá 7. maí 2014 er að finna ályktun sem er að stórum hluta sú sama og birtist á þriðjudag. Var hún skrifuð eftir málþing um þann vanda sem við er að glíma, en áður en óhemju magn blábaktería mældist í Mývatni tvö síðastliðin sumur, þar sem niðurstöður mælinga sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO). „Í erindi Árna Einarssonar líf- fræðings kom fram að mjög stór breyting hefur orðið í Mývatni undanfarin ár; þörungamotta á botni vatnsins er algerlega horfin; líklega vegna næringarefnameng- unar af mannavöldum. Ástæða þessa er líklega að það vantar birtu í vatnið; bakteríur í vatninu grugga það og skyggja þannig á botninn […] er nauðsynlegt að byggja vönduð hreinsivirki fyrir skólp fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð, Voga og Skútustaði og víðar þar sem byggð er þétt á vatna- svæði Mývatns.“ Gróft sagt er bara eitt löglegt gisti­ úrræði í Mývatnssveit. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is ráðherra á Alþingi í vikunni þar sem Sigrún tilkynnti um viðbrögð stjórn- valda við þeim djúpstæða vanda sem kominn er upp við Mývatn – en á sér alllanga sögu eins og Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn, hefur skýrt. Á þinginu kom fram þverpóli- tískur vilji til þess að stjórnvöld brygðust tafarlaust við, og sú krafa að tafarlaust kæmi til fjárveiting til handa Skútustaðahreppi til að hefja umbætur á fráveitumálum sveitar- félagsins – einum af þeim þáttum sem mannshöndin getur sannar- lega haft áhrif á í hinu flókna sam- spili sem sambúð manns og náttúru er við Mývatn. Bretland David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, boðar alþjóð- legt samstarf gegn spillingu, með það meginmarkmið að ná aftur fé úr skattaskjólum. Á leiðtogafundi í London, sem hann boðaði til í gær, sagði hann að Bretland myndi gera erlendum fyrirtækjum, sem eiga eignir á Bret- landi, skylt að gera opinberlega grein fyrir eignunum. Fleiri lönd hafa boðið sams konar aðgerðir, þar á meðal Frakkland, Holland, Afganistan og Nígería. Bandaríkin hafa þó ekki viljað vera með. „Lykillinn er að auka gagnsæið,“ sagði Cameron í opnunarræðu sinni á leiðtogafundinum. Hann sagði spillingu vera „krabbamein í innsta kjarna svo margra þeirra vandamála sem við þurfum að takast á við í heiminum“. Baráttan gegn spill- ingu væri ekki síst nauðsynleg til að ráðast gegn öfgafólki, sem þrífst í skjóli hennar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og sagði spillingu kynda undir glæpum og hryðjuverkum. „Spillingin er augljóslega jafn mikill óvinur okkar, vegna þess að hún eyðileggur heilu þjóðríkin ekki síður en sumir þeirra öfgamanna sem við erum að berjast við.“ Meðal þátttakenda voru bæði Ahshraf Ghani, forseti Afganistans, og Muhammed Buhari, forseti Níg- eríu. Cameron heyrðist fyrr í vik- unni segja við Elísabetu drottningu að þessi tvö lönd væru líklega þau spilltustu í heimi. Hvorki Ghani né Buhari létu þó þessi orðs Camerons á sig fá, heldur gengust fúsir við því að spilling þrifist í löndum sínum. Þeir segjast báðir ætla að vera áfram virkir þátt- töku í baráttunni gegn þeirri spill- ingu. „Við þurfum að hafa hugrekki til að nefna vandamálið á nafn,“ sagði Ghani um spillinguna í Afganistan. Ef menn væru stöðugt í afneitun eða kenndu hver öðrum um, þá þokað- ist ekkert. Buhari krefst síðan að öllum þeim miklu fjármunum, sem stolið hafi verið frá Nígeríu, verði skilað. - gb Líkir spillingu við krabbamein Kópavogur Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæj- arráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. „Í fræðslunni verði lögð áhersla á hvað felst í því að vera hinsegin manneskja, hinsegin hugtök, helstu baráttumál hinsegin fólks og hvernig hver og einn geti lagt sitt af mörkum til að auka skilning á málefnum hin- segin fólks í samfélaginu,“ segir í til- lögunni sem samþykkt var. „Starfsfólkið þarf að vera með- vitað um áhrif eigin orðræðu. Auk þess hjálpar slík fræðsla starfsfólki að ræða þessi málefni við nemendur, hafa þekkingu á hvernig bregðast skuli við og geta rætt um málefnið af þekkingu og virðingu,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá var samþykkt að gerð verði áætlun um hinsegin fræðslu í aðal- námskrá grunnskóla Kópavogs. Í námskránni þurfi „að koma skýrt fram að skólinn sinni þeirri skyldu sinni að í allra umræðu og kennslu sé tekið tillit til fjölbreytileika,“ eins og segir í tillögunni. - gar Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá hinsegin dagar, sem fara fram árlega, hafa orðið til þess að vekja athygli á rétt- indum fólks, ekki síst samkynhneigðra. Fréttablaðið/VilhelM David Cameron, forsætisráðherra bretlands, ásamt Muhammed buhari, forseta Nígeríu. Fréttablaðið/ePa Versta mögulega staða er sú að ríkisvaldið komi ekki til hjálpar. Þá sjáum við ekki annað en að það þurfi að takmarka stórkostlega fjölda ferðamanna á svæðinu. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri HNE Spillingin er augljós­ lega jafn mikill óvinur okkar, vegna þess að hún eyðileggur heilu þjóð­ ríkin ekki síður en sumir þeirra öfgamanna sem við erum að berjast við. John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna Starfsfólkið þarf að vera meðvitað um áhrif eigin orðræðu. Auk þess hjálpar slík fræðsla starfsfólki að ræða þessi málefni við nemendur. 1 3 . m a í 2 0 1 6 f Ö s t u d a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.