Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 19

Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 19
Ég man eftir ákveðnu atviki í mótmælunum 2009. Ég var staddur í tiltölulega fámennum en háværum mótmælendahópi. Þetta var á Austurvelli seinnipart dags, það voru líklega ekki nema 200-300 manns þarna. Hópurinn beindi hrópum sínum að Alþingishúsinu. „Vanhæf ríkisstjórn!“ Skyndilega opnuðust dyrnar að Dómkirkjunni. Eldri maður í jakka- fötum steig út. Þó hann væri tugum metra frá mér þá skynjaði ég skilning og samkennd í fasi hans. Hann talaði ekki hátt en fékk samt háværan mót- mælendahópinn til að hlusta: „Gott fólk. Þið beinið hrópum ykkar að röngu húsi. Þingið er ekki að störfum í dag og hér í Dómkirkjunni fer fram jarðarför. Mér þætti vænt um ef þið mynduð fara eitthvert annað.“ Skilvirkur múgur Hann hafði lög að mæla. Til hvers að hrópa vanhæf ríkisstjórn að húsi þar sem enga ríkisstjórn var að finna? Það heyrðist kliður. Múgurinn þurfti að melta þessar nýju upplýsingar í mínútu eða svo. Hvert átti þá að fara? Skyndi- lega reis einhver upp úr þvögunni. Í minningunni leit hann út eins og Moe, barþjónninn í Simpsons. „Þetta er rétt. Ekki viljum við trufla jarðarför. Förum að Stjórnarráðinu!“ sagði hann og gaf snögga en hvassa bendingu. Þá gerðist eitthvað rosalegt. Múgur- inn, í heild sinni, hlýddi og færði sig. Ég var þarna í miðri þvögunni og fann að ég hafði enga sjálfstæða hugsun. Ég sveif bara áfram í þyrpingunni eins og mý í stórum sveip. Þetta var unaðsleg tilfinning. Þetta er smá spotti að fara fyrir 300 manna hóp, upp Austur- strætið yfir Lækjargötuna og að túninu við Stjórnarráðshúsið. Ég er enn að hugsa hvernig þetta hefur litið út séð úr lofti? Ég er reyndar með tilgátu. Ég spilaði mikið tölvuleik sem heitir Sim City 2000 þegar ég var yngri. Þetta var vinsælasti hermileikur sinnar kyn- slóðar. Markmiðið var að stjórna og byggja upp heila borg. Ef maður tók rangar ákvarðanir gat það leitt til þess að fólkið í borginni manns fór að mót- mæla á götum úti. Mótmælendurnir voru eins og lítil einangruð þyrping sem liðaðist eftir götunum í fullkomnu kassalega mengi. Nákvæmlega þannig held ég að þetta hafi litið út. Mér leið eins og ég væri lítið meira en forrit- unarskipun í tölvuleik þar sem ég leið áfram í skýinu. Hversu vel það fékk mér til að líða er svo efni í heimspeki- legri athuganir um hver sé grundvöllur hamingjunnar. „Hann er að flýja“ Þegar að Stjórnarráðshúsinu var komið hlupu nokkrir mótmælendur úr hópnum og börðu á dyrnar sem snúa á móti Lækjargötu. Enginn kom til dyra. Þá heyrðist kallað ofan úr brekkunni: „Hann er að flýja út um bakdyrnar!“ og var átt við Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Skyndilega sá hópurinn svartan ráðherrabíl stefna út af bílastæðinu við aftanvert húsið. Flugnagerið dreifði úr sér. Við hlupum upp brekkuna. Það var smá kaos. Fólk hafði komið sér fyrir við útkeyrslu bílastæðisins þar sem það meinaði ráðherranum útgöngu. Þetta reyndist sögufrægt því það var þarna sem náðust fréttamyndir af mótmæl- endum, þar á meðal Hallgrími Helga- syni rithöfundi, að berja ráðherra- bílinn að utan. Ekki ætla ég að dæma. Sjálfur var ég orðinn svo æstur þarna að ef ég hefði verið kominn nær hefði ég mögulega farið úr að ofan og mjakað sjálfum mér eftir bílnum og öskrað Clash-texta í gegnum framrúðuna. Ég verð því að segja að ég hef ávallt haft fullan skilning á stundaræsingi rithöf- undarins. Stöldrum aðeins við. Ég rifja upp þessa sögu því á þessari stundu fann ég hversu stutt er í kvikuna í þessu sam- félagi okkar, og hvað það er – þrátt fyrir allt – kómískt. Gamaldags skrípó Æi, er ekki bara fjandi gott að búa í samfélagi þar sem allt getur gerst? Þar sem augnablik breyta þjóðfélags- stefnum, þar sem múgurinn er kvikur sem mófugl, þar sem grínisti varð borgarstjóri og dýralæknir forsætis- ráðherra og alltaf eitthvað nýtt í hverri viku? Hvar nema í teiknimynd þarf ráð- herra í fullkominni nauðvörn að útskýra fyrir fólki að konan hans sé ekki á leiðinni út í geim? Aðeins sleggja úr tré, risastór kúla og tungan út hefði túlkað fall æðsta ráðamanns þjóðarinnar á kómískari hátt. Þetta var eins og skrípó af gamla skólanum, það vantaði bara bojojojojojong hljóð og forsætisráðherrann dúandi upp og niður í formi harmonikku og „that’s all folks“ skrifað yfir til að fullkomna fléttuna. Og talandi um harmonikkur. Forsetinn að hætta, hætta við að hætta og hætta við að hætta við að hætta. Verður uppklappslag á þessu nikku- balli? Yndislegir tímar Svo eru það allar hinar týpurnar. Guðni Th. í hlutverki skelegga vitr- ingsins sem var kvaddur til að útskýra fléttuna en lendir svo í dauðafæri á að erfa konungsdæmið (það hlýtur að vera plottið í einhverju Grimms-ævin- týrinu), Andri Snær með sína Palli var einn í heiminum skandinavísku sæta- brauðs-ásjónu og svo að lokum Davíð Oddsson sem ég er ekki enn búinn að gera upp við mig hvort hafi minnt meira á Mr. Burns eða Hans Moleman þegar hann parkeraði Land Cruis- ernum sínum í Skaftahlíðinni og steig inn á sjónarsviðið eftir sjö ára hlé. Og við? Við erum múgurinn góði sem pendúlumst til og frá í skoðana- könnunum og svífum um eins og mýstrókur. Og það er yndislegt – ég segi þetta af einlægni og endurtek - yndislegt að fá að vera hluti af þessu; hluti af samfélagi þar sem allir þekkja alla, allt er hægt og allt getur gerst. Vorið ilmar, himininn er teiknimynda- blár, sykurpúðalegir skýjabólstrar svífa yfir. Það er nýr þáttur í hverri viku og við erum að lifa hann. Springfield Bergur Ebbi Hvar nema í teiknimynd þarf ráðherra í fullkominni nauðvörn að útskýra fyrir fólki að konan hans sé ekki á leiðinni út í geim? Aðeins sleggja úr tré, risastór kúla og tungan út hefði túlkað fall æðsta ráðamanns þjóðar- innar á kómískari hátt. Aðalfundur Haga hf. 3. júní 2016 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 3. júní 2016 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2015/16. 4. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna. 5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. 6. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 7. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur-/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmings- hluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður. Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síð- asta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til náms- manna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnu- leysi. Þetta var að mörgu leyti skyn- samleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á fram- færslulánum var aftur á móti einn- ig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Fram- færslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjald- miðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána. Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveð- ið að reyna að halda áfram að leið- rétta misræmið á milli framfærslu- lána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einn- ig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlend- is. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norður- löndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í til- vitnaðri ársskýrslu LÍN. Leiðrétting á rangfærslum Jóhannes Stefánsson aðstoðarmaður mennta- og menningarmála- ráðherra Breytingar á gengi krónunn- ar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt. Í dag s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F Ö s T u d a g u R 1 3 . m a Í 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.