Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2016, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 13.05.2016, Qupperneq 26
Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að ég væri með svona „Gunnþórunnar stíl“. Ætli það sé ekki sambland af einhverjum töffarastælum og þægilegum efnum. Ágætis blanda finnst mér. Hvar kaupir þú fötin þín? Uppá- haldsbúðin mín hér heima er klárlega Aftur. Bára er einfald- lega brilljant fatahönnuður og ég er dyggur stuðningsmaður. Svo verð ég að viðurkenna að ég dett stundum inn á eBay og svo er ég hrifin af einstaka netversl- unum. Hins vegar er það ákveðin áhætta að versla á netinu. Maður þarf að vera ansi lunkinn að lesa í stærðir því ég er alls ekki týpan til að nenna að standa í því að skila vörum eitthvert út í heim, því miður. Eyðir þú miklu í föt? Ég neita því ekki að ný flík gleður mig mikið. Það er bara þannig. En ég er hins vegar farin að vanda valið betur og kaupi færri en gæðameiri flíkur. Það skiptir máli hvaðan flíkin kemur. Ég er samt langt frá því að vera fullkomin hvað þetta varðar og ég get alveg týnt mér í þessum klassísku búðum á borð við H&M, Urban Outfitters og Forever21. En það gerist þó mun sjaldnar en áður. Hver er uppá- haldsflíkin þín? Ætli það sé ekki svarta Yves Saint Laurent síðpeysan mín. Hún er úr kasmír, passar við hvaða tilefni sem er. Hverju verður bætt við fata- skápinn næst? Ég er búin að vera dugleg í gegnum tíðina að koma mér upp fallegum fataskáp. Hef líka alltaf selt flíkur inn á milli og skipt út og er orðin bara nokkuð sátt í bili. Ætli ég fjár- festi ekki í einhverjum útivistar- fatnaði næst! Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ætli það séu ekki skór. Ég á svakalega mikið af skóm. Það er erfiðara að selja skópörin sín heldur en fatnað. Ég nota líka stærð 36, ekki margar í því númeri nema kannski grunnskólabörn. Ef ein- hver þrjátíuogsexa vill kíkja á úrvalið, endilega hafðu samband! Notar þú fylgihluti? Já, en ég er mjög vandlát. Ég er mikill aðdáandi Jóhönnu Methúsalems- dóttur sem hannar undir merkinu Kría. Ég á orðið nokkur dásam- lega falleg hálsmen frá henni, eyrnalokka og armband sem ég nota á hverjum degi. Mér finnst hreinlega erfitt að skipta þessu skarti út ef tilefni er til að nota eitthvað annað. Ég er einnig mjög vanaföst hvað veski varðar og nota yfirleitt alltaf það sama, klassískt leðurveski sem amma mín og alnafna átti. Áttu þér tískufyrir- mynd? Það eru margar alveg hrikalega flottar stelpur á Íslandi, sem klæða sig alltaf töff og ég er heppin að þekkja slatta af þeim! En svo að ég nefni einhverja þá er hún móðir mín, Kristín Björgvinsdóttir hönnuður og stílisti, langflottust. Hún einfaldlega ber af. Hvað er fram undan hjá þér? Ég er í fæðingarorlofi með annan drenginn minn og við erum dugleg að heimsækja Johansen Deli, sælkeraverslun sem maðurinn minn, Ámundi Óskar Johansen, og pabbi hans, Carl Jónas Johansen, opnuðu nú í byrjun mars. Við förum aldrei svöng þaðan. Annars hlakka ég til að eyða sumrinu með fjölskyldunni minni og góðum vinum. töff og þægilEgt Gunnþórunn Jónsdóttir blaðamaður hefur komið sér upp fataskáp fullum af fallegum flíkum. Hér sýnir hún þær sem eru í uppáhaldi. Í grárri „boyfriend“ kasmírpeysu frá Aftur. Sjóarahattinn keypti hún handa Ámunda manni sínum. Rifnu gallabuxurnar eru keyptar í H&M, Coachella-línunni. Frye-mótorhjólastígvélin keypti hún á eBay. Mynd/Anton BRink Hlébarðadressið er frá Just Female, 100% silki. Gunnþórunn keypti það þegar hún var kasólétt á brunaút- sölu í debenhams. Beið síðan spennt eftir að geta klætt sig í það. Svarta ySL-kasmírpeysan sem er í mestu uppáhaldi. Gallasam- festingur sem Gunn- þórunn keypti í new york í fyrra. Gunnþórunn heldur mikið upp á skart frá kríu. Sölustaði má finna á celsus.is AÐEINS ÞAÐ BESTA FYRIR BÖRNIN SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ LANGVIRK SÓLARVÖRN. 10x10.indd 1 11.5.2016 12:59:08 365.is Sími 1817 1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R4 F ó l k ∙ k y n n i n G a R b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.