Fréttablaðið - 13.05.2016, Page 28

Fréttablaðið - 13.05.2016, Page 28
„Listin felst í því að gera annarra manna hús að heimili sínu en þetta er þriðja íbúðin sem við búum í síðan við fluttum út,“ segir Rakel Hinriksdóttir en hún býr ásamt Jóni Þorsteini Reynissyni á Vester­ bro í Kaupmannahöfn. Þar hafa þau búið síðustu fjögur árin frá því að Jón hóf nám í Kon­ unglega tónlistarskólanum. Rakel er grafískur hönnuður og vinnur á lítilli hönnunarstofu, Monokrom. Fyrir einu og hálfu ári kom sonur þeirra Úlfur Már í heiminn. „Hann er því algjör Dani enn sem komið er,“ segir Rakel, sem kann afar vel við sig í borginni. Hvernig er hverfið? „Vesterbro er ofsalega vinalegt hverfi og spennandi. Ég þarf bara að hjóla 250 metra í vinnuna, en fer samt fram hjá kebabbúllu, bódegu, bókaútgáfu, pólitískri bókabúð, hjólaverkstæði, leikhúsi, tveimur matvörubúðum, rakarastofu, beyglusjoppu og öryggishurða­ sölu. Um helgar reynum við að fara út, það er alltaf eitthvað um að vera einhvers staðar. Ég er frekar sjúk í flóamarkaði til dæmis. Við förum svo yfirleitt með Úlf á einn af leik­ völlunum í grenndinni eða leyfum honum að eltast við dúfur í almenn­ ingsgarði. Hvernig myndirðu lýsa stílnum á heimilinu? „Hippastíll væri ekkert langt frá hinu sanna. Ég vil hafa liti, kontrasta og alls konar ólíka hluti í bland. Ég er líka hrifin af viðarlitum og vil hafa viðarhús­ gögn í bland við hvítt og ljóst. Ég hef mjög gaman af því að föndra eitthvað og hengja upp. Núna eru það hangandi spottar sem ég límdi hringi á og skreytti hurðirnar með. Áður var það stór veggmynd sem ég bjó til úr spilastokkum. Sem betur fer er Jón mjög skiln­ ingsríkur og kvartar lítið sem ekkert, blessaður.“ Ég er mikil myndamanneskja og vil til dæmis hafa myndir af fólk­ inu mínu uppi við. Stofan er í miklu uppáhaldi. Það er hátt til lofts en húsið er frá því rétt um 1920. Uppá­ haldshluturinn minn er Bang&Oluf­ sen plötuspilari frá 1988 sem ég fann hálflemstraðan á flóamarkaði og lét laga. Hann er einstaklega fal­ legur og hljóðið er ekta. Ég á mikið af plötum og finnst fátt betra en að smella einni góðri á fóninn.“ Hver er sagan á bak við vegg- spjöldin? „Hugmyndin að plak­ ötunum kom þegar ég var langt komin með fæðingarorlof og var farið að lengja eftir því að skapa eitthvað. Mig langaði að prófa mig áfram með geómetrísk form í nokkur plaköt á mína eigin veggi, og byrjaði á því að búa til úlf, bætti svo við lunda, snæuglu og heiðlóu. Verkefnið vatt upp á sig og fékk nafnið Undra. Nú hef ég gert 17 mismunandi plaköt og viðtökurnar hafa komið mér mjög skemmtilega á óvart,“ segir Rakel en veggspjöldin má kynna sér á Facebook/undraposters og undra. tictail.com. List að vera Leigjandi Rakel Hinriksdóttir býr ásamt manni sínum og syni í fallegri íbúð í Kaupmannahöfn. Hún segir ákveðna list að vera leigjandi sem þurfi að gera sér heimili, oft á ólíkum stöðum. Veggspjöldin eru verk Rakelar sjálfrar og má kynna sér þau nánar á Facebook undir heitinu Undra. Rakel og Jón hafa flutt þrisvar á fjórum árum. Hún segir ákveðna list að búa sér notalegt heimili í annarra manna húsum. Rakel og Úlfur í stofunni sem er uppá- haldsstaðurinn í íbúðinni sem þau leigja á Vesterbro í Kaupmannahöfn. Krummi eftir Rakel hangir á vegg og fallegir munir og myndir skreyta kommóðuna. myndiR/RaKel HinRiKsdóttiR Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E FL IR a lm an na te ng sl / H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö nn un Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Nú er tækifærið! Tilvalin til að kynna sér dansnám hjá JSB Námskeiðin hefjast 25. maí og standa til 14. júní Skráning er hafin í síma 581 3730. Nánari upplýsingar á jsb.is Búið er að opna fyrir skráningu á haustönn 2016! Jazzballettnámskeið fyrir 7-9 ára og 10-12 ára Stutt dansnámskeið fyrir hressa krakka Dans- og leikjanámskeið fyrir 3-6 ára Nám og kennsla Upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. 1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R6 F ó l k ∙ k y n n i n G a R b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.