Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 35

Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 35
 Sýningin um Pál Óskar er afar víðtæk, fjallað er um hann frá barnsaldri. Þar má sjá alls kyns muni og bún- inga úr safni Páls en þeir eru nú í eigu safnsins. Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Rokksafns Íslands, segir að gestafjöldi sé framar öllum vonum. Íslendingar koma flestir í hópum frá fyrirtækjum, alls kyns félögum, grunnskólum og leikskól- um til að skoða sýninguna. Þó er alltaf eitthvað um að gestir, jafnt íslenskir sem erlendir, kíki inn á safnið á ferð um Reykjanesbæ. Safnið er í Hljómahöllinni. „Fólk hefur enn tækifæri til að sjá Pál Óskar en við erum að vinna í nýrri sýningu sem sett verður upp í haust. Ekki er enn ljóst hver hún verður,“ segir Tómas. „Grunnsýn- ingin okkar sem segir sögu tón- listar á Íslandi allt frá árinu 1835 þegar Jónas Hallgrímsson samdi Hvað er svo glatt sem góðra vina fundir, verður óbreytt. Fólk hefur verið mjög ánægt sem hefur komið til okkar. Safnið er miklu stærra en fólk heldur, nútímalegra og flott- ara. Allir fá afhenta spjaldtölvu við komuna með öllum upplýsingum.“ Á Rokksafninu er hljóðbúr þar sem gestir geta prófað rafmagns- trommusett, gítar, bassa og hljóm- borð. Meðal þess sem er á safn- inu er trommusett Gunnars Jökuls sem hann notaði til dæmis í Lifun með Trúbroti, tréskúlptúr af reggí- hljómsveitinni Hjálmum, flugvéla- búningur úr myndbandi Sykurmol- anna og fleira spennandi. Í safninu er sömuleiðis frægðarveggur ís- lenskrar tónlistar en þar er öllum heiðursverðlaunahöfum Íslensku tónlistarverðlaunanna gerð góð skil. Sýningin um Pál Óskar er afar víðtæk, fjallað er um hann frá barnsaldri. Þar má sjá alls kyns muni og búninga úr safni Páls en þeir eru nú í eigu safnsins. Tómas segir að mögulega verði þessi sýn- ing sett upp aftur eftir einhver ár. Páll Óskar segir sjálfur frá ævi- skeiði sínu með hjálp tækninnar. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu safnsins rokksafn.is. elin@365.is  Páll Óskar verður brátt tekinn niður Einkasafn poppstjörnu, fyrsta sérsýning Rokksafns Íslands um Pál Óskar Hjálmtýsson, er einstaklega vel heppnuð og hefur dregið þúsundir gesta að safninu. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna því hún verður tekin niður í júlí. Í haust kemur ný sýning. Barnastjarnan Páll Óskar.Það geta ekki allir orðið gordjöss. Einkasýning Páls Óskars í Rokksafni Íslands er afar áhugaverð og margt að sjá. Hótel Núpan er vistlega búið og hvert herbergi einstaklega heimilis- legt. Í boði eru gisting fyrir sextán manns. Magnús Jónsson hótelstjóri segir að áhersla sé lögð á að fólki líði vel á hótelinu og njóti þeirrar persónulegu þjónustu sem veitt er. „Við aðstoðum fólk að komast út á Keflavíkurflugvöll eða í Bláa lónið. Við erum rétt við miðbæinn og stutt er í góð veitingahús, söfn og aðra áhugaverða staði. Síðan erum við með heitan pott á veröndinni þar sem gestir geta slakað á og notið kyrrðarinnar hér,“ segir hann. „Við bjóðum falleg, vel búin herbergi, þráðlaust ókeypis net og frábæran morgunverð. Hér á fólki að líða eins og heima hjá sér.“ Magnús hóf reksturinn ásamt móður sinni fyrir þremur árum. Hann tók síðan alfarið við rekstrin- um í janúar sl. Flestir gestir eru er- lendir ferðamenn en Magnús segist gjarnan vilja sjá fleiri Íslendinga. „Við erum á Aðalgötu 10 í Keflavík og ég býð upp á skutl upp á flugvöll á vissum tímum. Einnig erum við í samstarfi við „shuttle“ þjónustu í Keflavík. Við geymum bíla fyrir gesti okkar á meðan þeir bregða sér til útlanda,“ segir Magnús. Í haust ætlum við að bjóða fólki að koma hingað á eins konar hvíld- arhelgi þar sem boðið verður upp á jógakennslu eða ferð í Bláa lónið. Það er gott að komast aðeins burt með makanum og eiga góða helgi. Einnig tökum við á móti hópum sem vilja upplifa óvissuferð til Keflavík- ur. Það er margt skemmtilegt í boði hér allt í kring. Hægt er að kynna sér hótelið á heimasíðunni www.hotelnupan.com eða hringja í síma 565 3333. Heimilislegt hótel nálægt Leifsstöð Hótel Núpan er heimilislegt hótel á frábærum stað rétt við sundlaugina í Reykjanesbæ. Aðeins tekur 5 mínútur að aka í Leifsstöð. Frábær viðkomustaður fyrir þá sem eru á leið til útlanda eða fólk sem langar í gott helgarfrí í Keflavík. Hótel Núpan, Reykjanesbæ. Gestir fá afslátt bóki þeir sig á netinu, www.hotelnupan. com með því að nota kóðann: frettabladid Golfklúbbur Vatnsleysustrandar - sími 4246529 / 8214266 - gvsgolf.is - gvsgolf@gmail.com Velkomin á Kálfatjarnarvöll FÉLAGSGJÖLD Einstaklingar 26–66 ára 53.000 Einstaklingar 17–25 ára 26.500 Hjón og sambúðarfólk 83.000 Börn og unglingar 16 ára og yngri 0 Eldri borgarar 34.000 Sumarkort, félagar í öðrum golfklúbbum 21.500 Kynntu þér málin á gvsgolf.is Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið í símanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. Kynningarblað Komdu á REyKjaNES 13. maí 2016 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.