Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 36
„Okkur hefur alla tíð haldist mjög vel á starfsfólki og eru dæmi um að hér hafi starfað margar kynslóðir innan sömu fjölskyldunnar,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir sem sjálf tilheyrir þriðja ættlið. „Afi minn, Páll Hreinn Pálsson sem lést í fyrra, stofnaði fyrirtækið í félagi við tvo aðra en keypti þá síðan út. Faðir minn, Pétur Hafsteinn Páls- son, tók svo við ásamt systkinum sínum.“ Fyrirtækið var stofnað í Grinda- vík árið 1965 en á þó rætur að rekja til útgerðar sem foreldrar Páls heitins stofnuðu á Þingeyri 1930. „Á upphafsárunum í Grinda- vík var hér einn bátur og eitt hús og eru aðalskrifstofurnar enn í sama húsi,“ segir Erla. Hún segir afa sinn ekki hafa verið að flækja hlutina. „Hann sagði alltaf: Við byrjuðum á því að veiða og verka fisk og höfum verið að gera það síðan.“ Í dag gerir Vísir út fimm línu- báta og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í landi. Þar starfa nú um 300 manns, tæp 200 í landi og 100 á sjó, og er fyrirtækið með stærri vinnuveitendum bæjarins. Nýlega var gerð könnun meðal starfsfólks sem leiddi í ljós að það er almennt mjög ánægt í starfi. En hver er lykillinn að því? „Það á sér eflaust ýmsar skýringar en það er í það minnsta nokkuð ljóst að okkur þykir vænt um starfsfólkið og vonum og trúum að því þyki vænt um vinnustaðinn,“ segir Erla. „Þá höfum við alltaf aðhyllst svokall- aðan einnar kaffistofu kúltúr þar sem starfsfólk löndunar, vinnslu og skrifstofu getur komið saman og skrafað yfir kaffi. Eins hrist- um við hópinn reglulega saman svo dæmi séu nefnd. Nýlega tókum við svo þátt í verkefninu Fræðslu- stjóri að láni. Í tengslum við það voru tekin einstaklingsviðtöl við starfsfólk sem leiddu meðal annars í ljós að möguleikar til starfsþróun- ar skipta það máli og var fræðslu- áætlun unnin upp úr hópavinnu í hverri deild,“ upplýsir Erla. Hún segir auk þess æ fleiri vera að bæta við sig menntun í Fisktækni- skólanum sem sé að sjálfsögðu tekið fagnandi. Þá sé fyrirtækið í óformlegu samstarfi við háskólana og er þar oft tekið sem dæmi um fyrirtæki sem fyrirmynd í breyt- ingastjórnun. Erla segir það líka eflaust spila inn í að fólk kunni að meta að geta starfað á öruggum vinnustað í sínum heimabæ. „Svo er þetta líka upp til hópa hörkuduglegt fólk sem er til í að leggja mikið á sig á álags- tímum. Við höfum auk þess alltaf tekið vel á móti skólafólki á sumrin eins og hin sjávarútvegsfyrirtæk- in í bænum og hafa margir feng- ið sína fyrstu starfsreynslu hjá okkur. Sumir ílengjast og aðrir koma aftur síðar.“ Erla segir Vísi líka hafa lagt áherslu á að vera í góðu samstarfi við önnur fyrirtæki í bænum sem er samfélaginu öllu til góða. „Við höfum til dæmis unnið náið með Vélsmiðju Grindavíkur í gegn- um árin og átt í góðu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækið Þor- björn um aukaafurðir og rekum meðal annars fyrirtækið Haustak á Reykjanesi saman. Við erum reyndar í samkeppni á saltfisk- markaðnum en hér er allt unnið í mesta bróðerni.“ Hún segir það sömuleiðis skipta miklu máli að hugsa til framtíðar til þess að vera í fremstu röð í veið- um, vinnslu og á sviði nýsköpunar og í því samhengi sé gott og náið samstarf við hátæknifyrirtæki eins og til dæmis Marel. Aðspurð segir Erla mikinn upp- gang á Reykjanesi og er atvinnu- leysi með minnsta móti, ólíkt því sem margir virðast halda. „Ég sat nýverð fund þar sem kynnt var Gallupkönnun þar sem í ljós kom að landsmenn hafa aðrar hugmynd- ir um svæðið. Það er mikill mis- skilningur. Hér er mikill hugur í fólki og fjölgun ferðamanna til að mynda langt umfram það sem hún er annars staðar á landinu. Bæjarfélögin á svæðinu eru því sífellt að leita leiða til að efla inn- viði og þjónustu og hafa sjávar- útvegsfyrirtækin ekki síður sýnt því áhuga að tengjast ferðaþjón- ustunni með skýrari hætti. Hér sjáum við fjölmörg tækifæri til að tengja sjávarútveg og ferðaþjón- ustu saman. Þar er meðal annars horft til Stakkavíkur sem býður fólki að horfa yfir vinnslusalinn á meðan það gæðir sér á fiskisúpu. Okkur dreymir um að geta gefið ferðamönnum sem og Íslending- um öllum betri innsýn í hvað við erum að gera í okkar fyrirtæki og atvinnugreininni í heild.“ Tryggt og gott starfsfólk alla tíð Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. í Grindavík hefur starfað í bænum í rúm 50 ár og notið bæði velgengni og gæfu. Erla Ósk Pétursdóttir, gæða- og þróunarstjóri, þakkar það fyrst og fremst tryggu og góðu starfsfólki. Hún segir uppgang í bænum og mikinn hug í fólki. Nýlega var gerð könnun meðal starfsfólks sem leiddi í ljós að það er almennt mjög ánægt í starfi. Erla segir sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu hafa sýnt því áhuga að tengjast ferðaþjónustinni með skýrari hætti. „Okkur dreymir um að geta gefið ferðamönnum og Íslendingum öllum betri innsýn í hvað við erum að gera.“ Hér er Erla ásamt eigin- manni sínum Andrew Wissler, fjármálastjóra Vísis, og tveimur sonum. Okkur þykir vænt um starfsfólkið og vonum og trúum að því þyki vænt um vinnu- staðinn. Erla Ósk Pétursdóttir 8 KOmdu á rEyKjANEs Kynningarblað13. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.