Fréttablaðið - 13.05.2016, Síða 60

Fréttablaðið - 13.05.2016, Síða 60
Áramótaheit Nú er fimmti mánuður ársins nánast hálfnaður og ég get stolt sagt frá því að ég hef nú þegar staðið við tvö af mínum fjölmörgu áramóta- heitum. Hið fyrra var langtímamarkmið, ef ég væri markþjálfi myndi ég kannski kalla það lífsstílsbreytingu. Það felst í því að drekka meira vatn. Hefur gengið ægilega vel og engin ástæða til þess að eyða fleiri orðum í það. Hið síðara er annað og merki- legra: Ég verslaði í fyrsta skipti í netverslun á dögunum. En líkt og ég uppljóstraði í upp- hafi árs hefur það lengi verið markmið. Ég hef í gegnum tíðina íhugað ýmsar misgáfulegar fjárfestingar á hyldýpi inter- netsins en aldrei látið slag standa. Nú tók ég stökkið og dembdi mér á bólakaf í djúpu laugina og keypti appelsínu- gulan alklæðnað; kvartbuxur og bol. lll Kvartbuxur Nú hefur það ekki farið fram hjá mér að talsvert hefur hallað á kvartbuxur á ýmsum vettvangi, má þar nefna Twitter sem og hin ýmsu tískutímarit. Þær eru yfirleitt settar undir sama hatt og einhvers konar víðar buxur með vösum á lærunum og yfirleitt grænar Kvartbuxur og fyrsti kossinn @gydaloa gydaloa@frettabladid.is East of my Youth með lag í bandarískum sjónvarpsþætti Raftónlistardúettinn East of my Youth seldi lag í bandaríska sjón- varpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV. Þær Herdís Stefáns- dóttir og Thelma Marín Jónsdóttir, sem skipa dúettinn, eru bú- settar í Berlín og eru að leggja lokahönd á fyrstu plötu sína. á litinn. Nú skulum við bara fá það strax á hreint að ég er alls ekki klædd í svoleiðis buxur og því síður myndi ég láta ferja slíkar á milli landa. Nú ætla ég ekkert að fara að negla mér í einhvern Morfís-gír og birta orðabókarútskýringu en það eru til margar týpur af kvartbuxum. Þær eiga það bara allar sameiginlegt að vera í eiginlegri kálfasídd en geta verið í ýmiss konar útfærslum. Verandi lög- og sjálfráða, það síðarnefnda í það minnsta enn þá, þá klæðist ég nánast bara kvartbuxum og skal bara vera fyrst til að viðurkenna að mér finnst fáar buxur klæðilegri. Ég var svo alsæl með appelsínugulu kvartbuxurnar að ég keypti annað nákvæmlega eins dress, að vísu í öðrum lit. Það er væntanlegt til landsins á næstu dögum – vonandi fyrir helgi því þá getur okkar kona spásserað alsæl um borgina í spánnýjum kvartbuxum. lll Sleikur Og talandi um helgina. Nú er Eurovision-helgi. Ég er enginn sérstak- ur aðdáandi en keppnin á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem það var ein- mitt í teiti í tilefni söngvakeppninnar sem ég fór í minn fyrsta sleik. Margir myndu kalla mig seinþroska en ég var í tíunda bekk þegar umrætt atvik átti sér stað í blokkaríbúð í Kópavoginum. Vinkona mín var að passa börn og fékk leyfi til þess að bjóða nokkrum vinum að horfa á Eurovision. Hún bauð auð- vitað fleiri en nokkrum og sumir komu með bjór með sér. Algjörir villingar. Ég var fókuseraður trompetleikari og meðlimur í lúðrasveit á þessum tíma þannig að ég lét ekkert slíkt inn fyrir mínar varir. Vín fer misvel í fólk og hvað þá þegar það er að neyta þess í fyrsta sinn og kastaði einn strákurinn upp fyrir stigagjöf. Það var auðvitað sjomlinn sem ég kyssti stuttu síðar og eftir á að hyggja ætla ég rétt að vona að ég hafi beðið hann um að fá sér tyggjó – er samt ekki viss. Aðalatriðið er að sjálf- sögðu það að hann var þekktur fyrir að vera með stóra upphand- leggsvöðva og ég var auðvitað montin með það. Annars vona ég bara að sem flestir fari í sleik um helgina, það er svo gott og gaman. Annars er ég að leita að gallakvart- buxum – ef einhver sér svoleiðis má láta mig vita. Íslenski raftónlistardúettinn East of my Youth, sem starf-ræktur er í Berlín og skip-aður þeim Herdísi Stefáns-dóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur, gaf nýverið út lagið lagið Mother. Lagið var frumflutt á vefsíðu i-D Magazine í síðustu viku en það verður á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út seint í sumar. East of my Youth var stofnaður fyrir rúmi ári og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðunum Sónar, Iceland Airwaves og SxSW í Texas. Lagið Mother var á dögunum selt í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV en að sögn þeirra Thelmu og Herdísar kom tækifærið til í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves. „Þá var umboðskonan okkar komin til sögunnar og hún fór á svona „net- working“ fund og hitti þar konu sem vinnur fyrir umboðsskrifstofu í L.A. og hún smellti heyrnartólum á eyrun á henni og spilaði demó af laginu,“ segir Thelma og Herdís bætir við: „Og hún sagði bara strax: Vá, hvað þetta passar í þættina.“ Þáttunum er lýst sem róman- tískum gamanþáttum og voru þeir fyrst sýndir í apríl árið 2014. Þriðja sería þáttanna er nú í sýningu og má heyra lag East of my Youth í þættinum sem sýndur verður þann 17. maí næstkomandi. Þætt- irnir segja frá vinkonunum Karma og Amy sem hafa lengi reynt að öðlast vinsældir í skólanum. Ekki hefur það gengið sem skyldi og í kjölfar misskilnings koma þær út úr skápnum sem par og öðlast samstundis gríðarlegar vinsældir. Í þáttunum er svo fylgst með marg- víslegum afleiðingum þessa. East of my Youth er með PR-skrif- stofu í London þar sem umboðs- kona þeirra er staðsett og hafa þær meðal annars komið fram á tveimur Showchase-tónleikum þar í borg. Þær segja það vissulega gott tækifæri og mögulegan stökk- pall fyrir tónlist þeirra að fá lag í þáttinn. „Nú er bara búið að læsa lagið inn í þáttinn, þannig þetta er bara „signed, sealed, delivered“,“ segir Thelma hlæjandi en töluverð áhersla er lögð á að kynna nýja tón- list í þættinum og er meðal annars gerður lagalisti á tónlistarveitunni Spotify eftir hvern þátt og er áhorf- endamarkhópurinn ungt fólk. „Reyndar ekki, en litli bróðir minn sem er í MR froðufelldi alveg af æsingi af því það eru víst allir í MR að horfa á þetta,“ svarar Her- dís þegar hún er spurð að því hvort þær hafi horft á Faking It. „Þetta er svolítið svona eins og The O.C. fyrir okkar kynslóð,“ segir Thelma. Þær eru því spenntar fyrir kom- andi tímum og eru sem stendur í Berlín þar sem þær vinna að því að klára plötuna sína og skjóta ekki loku fyrir að efnt verði til útgáfu- tónleika hér á landi eftir útgáfuna. „Það verða haldnir tónleikar með pompi og prakt einhvers staðar,“ segir Thelma hress að lokum. gyda- loa@frettabladid.is REYndaR EKKi En litli bRóðiR minn sEm ER í mR fRoðufEldi alvEg af æsingi af því það ERu víst alliR í mR að hoRfa á þEtta. Þær Herdís og Thelma skipa dúettinn sem stofn- aður var í maí fyrir ári. Mynd/ Pauline- BaTisTa Aðalfundur Húnvetningafélagins í Reykjavík verður haldinn í Húnabúð þriðjudaginn 24. maí klukkan 20:00 Dagskrá er samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin Húnvetningafélagið í Reykjavík 1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R40 L í F i ð ∙ F R É T T a B L a ð i ð Lífið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.