Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is AÐALFUNDUR Spoex, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga, boða til aðalfundar næstkomandi þriðjudag 25.apríl kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura, Víkingasal 4, Nauthólsvegi 101 Reykjavík. Hefðbundin dagskrá aðalfundar skv. lögum Spoex: Skýrsla formanns Stjórnarkjör Samtal við stjórn Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur heldur fræðsluerindi um breytta greiðsluþátttöku sjúklinga frá og með 1.maí Einar K. Guðfinnsson, formaður Lands-sambands fiskeldisstöðva, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis þar til fyrir skemmstu, skrifar grein í Fréttablaðið 10. apríl og bendir réttilega á að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina. Gallinn er sá að fiskeldi í opnum sjókvíum mengar með skólpi og matar- og lyfja- afgöngum. Missa uppsafnaða hæfileika sína Auk þess magnast sjúkdómar upp og berast í villta fiskstofna. Lúsafaraldrar verða líka við- varandi í kringum sjókvíaeldi og lýsnar drepa sjóbleikju, sjóbirting og gönguseiði laxa í 100- 200 km fjarlægð. Loks sleppur fiskur stöðugt úr sjókvíaeldi og sleppilax getur farið upp í ár í allt að 2.000 km fjarlægð þar sem hann hrygnir og blandast villtum stofnum sem veiklast og missa uppsafnaða hæfileika sína til að lifa af. Gangi núverandi eldisáform hér á landi fram er stutt í að sleppilaxar úr því risaeldi verði fleiri en villtir laxar á Íslandi. Sem þýðir bara eitt: útrýmingu villta laxastofnsins. Við það bætist hrun sjóbleikju- og sjóbirtingsstofna. Þetta hefur nú þegar gerst í kringum opið sjókvíaeldi í Noregi, Skotlandi og Kanada. Hægt að stunda laxeldi í lokuðum kerfum Það er erfitt að skilja hvernig nokkrum manni dettur í hug að reyna að bæta atvinnuástand í dreifðum byggðum með því að fórna öllum villtum stofnum laxfiska sem ganga til sjávar við Ísland. Og það verður enn erfiðara að skilja það þegar hægt er að stunda laxeldi í lokuðum kerfum, ýmist á landi eða í sjó, sem hefur ekki þessi neikvæðu umhverfisáhrif. Við þurfum fiskeldi. Bara ekki í opnum sjókvíum. Fiskeldi í lokuðum kerfum í sókn Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur Það er erfitt að skilja hvernig nokkrum manni dettur í hug að reyna að bæta atvinnuástand í dreifðum byggðum með því að fórna öllum villtum stofnum laxfiska sem ganga til sjávar við Ísland. Í mál við fjölmiðla Áframhaldandi hræringar eru á fjölmiðlamarkaði. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, hefur ásamt öðrum fest kaup á DV, Birtíngi og Pressunni. Róbert Wessman fór rækilega í hart gegn Bjarna Ólafssyni, rit- stjóra Viðskiptablaðsins, árið 2015 vegna fréttar blaðsins þar sem honum þótti fullyrt á for- síðu að hann hefði dregið sér fé frá Actavis. Róbert tapaði mál- inu fyrir Hæstarétti og þurfti að greiða samtals 2,5 milljónir í málskostnað. Nú er Róbert orðinn eigandi fjölmiðils, því eins og segir upp á ensku: If you can’t beat them, join them. Hjá Róberti þýðir það greinilega: Ef þú getur ekki fellt þá, kauptu þá. Hvað næst? Það tekur eigendur fjölmiðla alltaf dágóðan tíma að átta sig á því hversu mikið, eða lítið, þeir geta haft áhrif á fréttaflutning sjálfstæðra blaðamanna. Sagan segir enda að Róbert og félagar vilji reka borgaralegan fjölmið- il. Það þyrfti kraftaverk til að vörumerki DV færi að tengjast borgaralegum gildum í hugum fólks og þá er spurningin hvert peningarnir koma til með að leita á næstu mánuðum. Að minnsta kosti tvö dagblöð eru til sölu á Íslandi, annað stöndugt en dýrt, og hitt halt en falt fyrir lítið fé. snaeros@frettabladid.is Íslenska lýðveldið verður 73 ára í sumar og er því 21 ári yngra en það tyrkneska. Stjórnskipun íslenska ríkisins byggir á þrí-greiningu ríkisvaldsins en einhverja útgáfu hennar er að finna í flestum lýðræðisríkjum. Með þrígreiningu hafa hinir ólíku armar ríkisvaldsins tilsjón og taumhald hver með öðrum. Þótt þrígreiningin byggi á stjórnarskránni er hún ekki fullkomlega ómenguð. Þannig þarf atbeina framkvæmda- og eftir atvikum löggjafarvalds til skipunar dómara. Sú ríkisstjórn er við völd hverju sinni sem meirihluti þingsins þolir í embætti og af og til eru dómstólar komnir út á jaðar valdheimilda sinna með framsæknum lögskýringum. Hinir ólíku handhafar ríkisvaldsins virða þó yfirleitt mörk vald- heimilda sinna því þeir hafa tilsjón og taumhald með valdmörkum hver annars. Þetta er besta fyrirkomulag stjórnskipunar í lýðræðisríkjum sem þekkist. Á sunnudag kusu Tyrkir í þjóðaratkvæðagreiðslu um 18 viðamiklar breytingar á tyrknesku stjórnarskránni. Breytingarnar fólu í reynd í sér kollvörpun á núverandi stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað tyrk- neska þjóðþingsins sem verður veikt verulega þótt þing- mönnum fjölgi. Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands verður í þeirri stöðu að geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla og forsetinn fær forræði yfir fjárlögum tyrkneska ríkisins. Í raun og veru þýða breytingarnar afnám lýðræðis í núverandi mynd í Tyrklandi eftir 94 ára sögu lýðveldisins. Breytingarnar voru samþykktar með naumum meirihluta í þjóðar- atkvæðagreiðslunni en áróðurinn hafði dunið á lands- mönnum úr öllum áttum í aðdraganda hennar. Mæling leiddi ljós að í umfjöllun 17 sjónvarpsstöðva í Tyrklandi um þjóðaratkvæðagreiðsluna í byrjun mars fóru um 90 prósent af útsendingartímanum í umfjöllun um „Já“. Þessar grundvallarbreytingar á tyrkneskri stjórn- skipun eiga sér stað minna en ári eftir misheppnað valdarán í landinu sem Erdoğan notaði sem tylliástæðu til að herða enn frekar tökin á fjölmiðlum, dómstólum og akademíu landsins. Hundrað þúsund Tyrkir sitja í fangelsi og 50 þúsund manns misstu vinnuna eftir þessar hreinsanir. Tímaritið Foreign Policy spurði í fyrirsögn í grein í mars: Er Tyrkland ennþá lýðræðisríki? Niðurstaðan var sú að líklega væri landið enn sem komið er lýðræðisríki. En bara að nafninu til. Ljóst er hins vegar núna að landið er á hraðferð til einræðis. Íslenska lýðveldið verður 73 ára í sumar og er því 21 ári yngra en það tyrkneska. Sögulegur, menningarlegur og trúarlegur bakgrunnur atburðanna í Tyrklandi er allt annar en bakgrunnur íslenska lýðveldisins. Saga Tyrklands sýnir að það tekur langan tíma að leggja grunn að lýðveldi en stuttan tíma að jarða það og eyða því. Þjóðfélagsskipan sem grundvallast á lýðræði er viðkvæmt blóm sem við þurfum að hlúa að. Öflugasta fyrirbyggjandi aðgerðin til að styrkja stoðir lýðveldisins er að styðja við frelsi ólíkra fjölmiðla, hafa frjóan jarðveg fyrir öflug skoðanaskipti og veita öllum handhöfum ríkisvaldsins stöðugt og kraftmikið aðhald. Dauði lýðveldis 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.