Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 26
Valdimar Sigurjónsson, eigandi Dekkjasölunnar, segir að törnin byrji alltaf af alvöru eftir páska. „Það er alveg sama hvenær páskarnir eru, dagarnir á eftir eru mjög anna- samir. Við leggjum metnað okkar í að leysa hratt og vel úr öllum þeim verkefnum sem koma til okkar,“ segir hann. „Fyrirtækið hefur tekið miklum breytingum frá því það var stofnað fyrir sjö árum. Þá voru bílarnir tjakkaðir upp úti á plani og ein dekkjavél inni á gólfi. Árið 2014 var húsnæðið tvöfaldað og við opnuðum fullbúið dekkjaverk- stæði með tvennum innkeyrslu- dyrum. Núna í vetur var öllu gjörbreytt innandyra og þriðju innkeyrsludyrunum bætt við, afgreiðslan var færð, búin til ný setustofa fyrir viðskiptavini ásamt því að reistur var sýningarveggur fyrir felgur,“ útskýrir Valdimar. Stóraukið úrval „Felgurnar eru alltaf að verða stærri hluti af okkar starfsemi,“ bætir hann við. „Í vetur höfum við bætt verulega við úrvalið af felgum og aukahlutum sem þeim tengjast svo sem felguboltum og róm, miðjulokum, miðjuhringjum og fleira í þeim dúr. Ætli við getum ekki státað af því að vera með landsins mesta úrval af felgum. Við erum með eitthvað á áttunda hundrað tegundir af nýjum felgum ásamt því að úrvalið í notuðum er líka töluvert. Þó að við höfum stóraukið úrvalið af nýjum felgum höfum við ekki gleymt einu af okkar aðalsmerkjum í gegnum tíðina sem er pólýhúðun á felgum. Við eigum mikið af dekkjum á felgum sem við lánum fólki á meðan verið er að pólýhúða svo ekki þurfi að leggja bílnum á meðan. Þannig losna viðskiptavinir Dekkjasölunnar við allt vesen og umstang sem annars fylgir þessari aðgerð. Svo eigum við mikið af pólýhúðuðum felgum á lager þannig að ef þú ert á sams konar felgum þá færðu þær undir og við tökum þínar gömlu og pólýh- úðum þær fyrir þann næsta sem kemur,“ greinir Valdimar frá. Dekk frá mörgum framleiðendum „Það sem hefur breyst á síðustu árum í sambandi við felguskipti er að allir bílar framleiddir frá og með árinu 2014 þurfa að hafa búnað sem lætur vita ef loftþrýstingur lækkar í dekkjunum. Í flestum bílum eru þetta skynjarar sem eru staðsettir við loftventilinn á hverju dekki en í öðrum bílum er þessi búnaður í ABS-kerfinu. Við höfum komið okkur upp fullkomnu tölvukerfi sem les og forritar nýja skynjara sem fást auðvitað hér á hagstæðu verði. Þannig getum við auðveldlega leyst úr því þegar fólk vill eiga sumar- og vetrardekk á felgum. Þegar kemur að sjálfum dekkj- unum þá bjóðum við upp á dekk frá mörgum framleiðendum. Það sem skiptir okkur máli er að leiðbeina fólki vandlega um það hvaða dekk henta akstri þess og aðstæðum. Þjónusta bílaleigubíla Við þjónustum eitthvað á annað þúsund bílaleigubíla og höfum notað það tækifæri vandlega til að skrá niður kílómetra á endingu á dekkjum ásamt öðrum upplýs- ingum er varða akstur við íslenskar aðstæður. Núna erum við komin með góðan gagnagrunn yfir hvaða dekk henta hvaða bílum, miðað við þá notkun sem þeir eru ætlaðir í, og leiðbeinum fólki í samræmi við það. Með því að vera ekki háð neinu einu vörumerki höfum við á Dekkjasölunni frjálsar hendur til að meta hvað hentar fólki best og getum verið mjög hreinskilin um það hvað það er sem sameinar gæði og gott verð í hverju tilfelli fyrir sig,“ segir Valdimar. Hræðast ekki samkeppni Valdimar var spurður hvaða áhrif koma Costco á markaðinn kynni að hafa á starfsemi Dekkja- sölunnar. „Hvað Dekkjasöluna varðar þá erum með stóran hóp af tryggum viðskiptavinum sem koma aftur og aftur. Þessi hópur hefur stækkað með hverju árinu sem líður þrátt fyrir að hér í nágrenninu séu nokkur stór hjólbarðaverkstæði og Dekkjasalan hafi ekki auglýst mikið í gegnum tíðina. Ég held að það sé vegna þess að hér fær fólk góða þjónustu á sanngjörnu verði og það spyrst út.“ Upplýsingar, verð og myndir af öllum dekkjum og felgum Dekkja- sölunnar er að finna á heima- síðunni, dekkjasalan.is. Vöruhús Dekkjasölunnar er að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði. Opið er frá klukkan 8 til 18 virka daga og frá klukkan 10 til 14 á laugardögum. Símanúmerið er 587-3757 og einnig er hægt að hafa samband gegnum tölvupóst á netfangið dekkjasalan@ dekkjasalan.is Valdimar Sigurjónsson, eigandi Dekkjasölunnar, segist vera með eitt besta úrval landsins af felgum. MYND/GVA Framhald af forsíðu ➛ Árið 2014 var húsnæðið tvö- faldað og við opnuðum fullbúið dekkjaverk- stæði með tvennum innkeyrsludyrum. Núna í vetur var öllu gjör- breytt innandyra og þriðju innkeyrsludyr- unum bætt við. Valdimar Sigurjónsson Ég þarf að treysta ökumanninum til að keyra með mig á yfir 200 km hraða á malbiki, malarvegi eða jafnvel í snjó og ökumaðurinn þarf að treysta hverju einasta orði sem ég segi. Ásta Sigurðardóttir Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Ásta hefur í mörg horn að líta. Auk þess að keppa í ralli er hún við nám í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. „Ég veit ekkert betra en að vera úti í náttúrunni, innan um dýr og stefni á að verða bóndi í framtíðinni, vonandi kúabóndi. Eins og stendur er ég í verknámi og bý á bóndabæ í tvo mánuði og læri á sveitina. Allir dagar hefjast á mjöltum, kálfaknúsi og ýmsum verkum, bæði í fjósi og fjárhúsi og svo bíð ég auðvitað spennt eftir sauðburði.“ Ásta var 16 ára þegar hún keppti í ralli í fyrsta sinn og þá varð ekki aftur snúið. „Bræður mínir hafa keppt í ralli í mörg ár og ég kynntist íþróttinni í gegnum þá. Fyrsta rallið mitt var vorið 2006 svo þetta er ellefta árið mitt. Ég eignaðist minn eigin rallýbíl 2008 og keppti aðeins á honum það ár. Ég tók þátt í Íslandsmóti 2009 og hef svo tekið aðeins í stýrið síðan þá en hef þó oftar keppt sem aðstoðarökumaður og er öllu flinkari þeim megin í bílnum. Við Daníel bróðir minn höfum keppt langmest saman en ég hef einnig keppt með hinum bróður mínum, Marra. Við Danni urðum Íslandsmeistarar 2006 og 2007 og 2016.“ Hvað heillar þig við þessa íþrótt? „Rall er algjörlega mögnuð íþrótt. Ég veit ekki um neina íþrótt þar sem samvinna skiptir jafn miklu máli. Ég þarf að treysta ökumanninum mínum til að keyra með mig á yfir 200 km hraða á mal- biki, malarvegi eða jafnvel í snjó og ökumaðurinn þarf að treysta hverju einasta orði sem ég segi. Ef ég segi flatt yfir hæð þá þarf hann að treysta mér og nótunum sem ég les, hverri beygju, hverri kílómetra- tölu.“ Hvernig heldur þú þér í góðu formi fyrir keppnir? „Rall er eins og flest annað í lífinu, betra er að vera í ágætu líkamlegu formi en and- lega hliðin er ekki síður mikilvæg. Fyrir keppnir tek ég sykur út úr mataræðinu en mér finnst hann skemma fyrir mér einbeitinguna. Þótt það takist sjaldnast reyni ég að sofa mikið og vel fyrir keppni. Hugarástand, undirbúningur og einbeiting skiptir ótrúlega miklu máli.“ Hvað þarf góður rall-öku- maður að hafa til að bera? „Það er ótalmargt sem þarf að haldast í hendur. Þú þarft að vera flinkur að keyra, vera djarfur og fljótur að bregðast við ýmsum aðstæðum sem upp koma á hverri sérleið. Það skiptir hins vegar engu máli hversu flinkur þú ert nema þú getir keyrt og hlustað á kóarann þinn um leið og meðtekið það sem hann segir. Enginn getur munað hvaða beygjur og blindhæðir eru á einni sérleið og því skiptir góður kóari öllu máli, og að hlusta á hann.“ Í hvaða keppnum hefur þú tekið þátt erlendis? „Ég keppti fyrst í útlöndum 2007 og við tókum nokkrar keppnir í Bretlandi. Árið 2010 tókum við heilt tímabil í BRC og kláruðum 5 af 6 keppnum víðs vegar um Bretland. Ég varð Evo Challenge meistari það árið. Við kepptum á Mitsubishi Lancer Evolution X og Evo Challenge var keppni innan Bresku meistara- keppninnar milli bíla af gerðinni Evolution. Eftir það tókum við hlé á útlöndunum þangað til núna í mars þegar við fórum út til Finnlands og kepptum á bíl sem Danni keypti nýlega sem er af gerðinni Skoda Fabia S2000 og er framleiddur sem rallýbíll. Rallið var í snjó og fyrsta svoleiðis rallið sem við keppum í og var algjörlega geggjað. Þá er keppt á mjóum dekkjum með stórum nöglum. Hvaða bíll er í uppáhaldi hjá þér? „Ég er miklu meiri rallý-stelpa en almenn bílastelpa. Ég hef t.d. einu sinni farið á Bíladaga á Akur- eyri en það er eitthvað sem fólki finnst oft ansi skondið, fyrir utan að ég fór bara til að eltast við sætan strák en ekki bílana! Auðvitað fylg- ist ég með hinu og þessu og finnst ægilega gaman að horfa á drift sem rísandi íþrótt á Íslandi. Ég hef líka gaman af sporti þar sem ökumenn þurfa virkilega að hafa hæfileika og það finnst mér sjarmerandi. Annars er ég mikil Evo-stelpa, enda var það fyrsti rallýbíllinn sem við kepptum á en hann var af gerðinni Evolution 6. Síðan þá hef ég keppt á 5, 7, 8, 9 og 10 þannig að það eru ófáir sem maður hefur setið í.” Rall er mögnuð íþrótt „Rall er eins og flest annað í lífinu, betra að vera í góðu líkamlegu formi en andlega hliðin er líka mikilvæg.“ Ásta Sigurðar- dóttir var valin akstursíþrótta- kona ársins 2016 en hún státar af þremur Íslands- meistaratitlum. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.