Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 6
AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is. Skemmtanir Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! UMHVERFISMÁL Verksmiðja United Silicon í Helguvík mun ekki hefja framleiðslu að nýju í bráð en ofn verksmiðjunnar verður einungis gangsettur ef áframhaldandi rann- sóknir Umhverfisstofnunar krefjast þess. Þessi ákvörðun var tekin af stjórn fyrirtækisins fyrir páska og óháð eldi sem kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags. Þá hafði Umhverfisstofnun þegar hótað að stöðva starfsemina vegna mengunar að undanförnu. Þetta þýðir að algjör óvissa er um hvenær framleiðsla í verksmiðjunni hefst að nýju. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnun- in hafi verið við eftirlit í verksmiðju United Silicon yfir páskana vegna kvartana sem bárust yfir hátíðina. Jafnframt hafði Umhverfisstofnun verið í sambandi við fyrirtækið fyrir páska varðandi skorður við starf- seminni. „Því lyktaði með því að stjórn fyrir tækisins tók ákvörðun um að ef ofn verksmiðjunnar færi niður lengur en í eina klukkustund þá yrði hann ekki keyrður upp aftur til fram- leiðslu heldur einungis til að greina losun efna og slíkt,“ segir Sigrún sem bætir við að áhyggjur hafi verið af veðurspá yfir páskana – norðlægum áttum og þeim áhrifum sem vinnsla í verksmiðjunni hefur haft á íbúa Reykjanesbæjar og fjallað hefur verið um að undanförnu. Verksmiðjunni var sent bréf þess efnis. Þar kemur fram að kvartanir frá íbúum höfðu hrúgast upp á stuttum tíma, og eru orðnar tæplega 400 síðan verk- smiðjan hóf rekstur. „Við höfum því haft í forgangi að vinna úr málinu síðustu daga,“ segir Sigrún. Eldur kom síðan upp í verk- smiðjunni aðfaranótt þriðjudags. Fréttavefurinn Vísir sagði frá því að eldurinn hefði komið upp í ofn- húsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en hann teygði sig í þrjár hæðir hússins. Í viðtali Vísis við Kristleif Andrésson, yfirmann öryggis- og umhverfis- mála hjá United Silicon, kom fram að framleiðsla hefði stöðvast vegna eldsins og óvíst væri hvenær hægt yrði að hefja framleiðslu á ný. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifaði í tilefni brunans Facebook-færslu í gærmorg- un þar sem hún sagði afdráttarlaust að „nú væri komið nóg“. Sagði hún að loka þyrfti verksmiðju United Sili- con þar til fengist á hreint af hverju íbúar sem búa næst verksmiðjunni í Helguvík „upplifi einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt“. Eins hvaða óæskilegum efnum starfsmenn séu útsettir fyrir, og kanna þurfi fjármögnun verk- smiðjunnar. „Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginleg- ir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki,“ skrifar Björt. Það er í valdi Umhverfisstofnunar að loka verksmiðju United Silicon, en ekki umhverfisráðherra. svavar@frettabladid.is / sjá einnig frétt Markaðarins um United Silicon Með öllu óljóst hvenær framleiðsla hefst á ný Stjórn United Silicon hafði tekið ákvörðun um að hætta rekstri verksmiðjunn- ar tímabundið, áður en eldur kom þar upp í fyrrinótt. Umhverfisstofnun hafði sent bréf um skorður við starfseminni fyrir páska. Framhaldið er í óvissu. SAMGÖNGUMÁL Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. Mjög vel hefur gengið síðustu vikur og hafa jarð- lög verið með eindæmum hagfelld framkvæmdaaðilum. Jökull Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga, telur lík- legt að gegnumslag verði um eða eftir næstu helgi. „Nú hefur bara verið unnið á dag- vöktum Fnjóskadalsmegin og mér heyrist framkvæmdaaðilinn ætla að klára verkið Eyjafjarðarmegin svo það er líklegt að það klárist á um vikutíma,“ segir Jökull. „Það eru að vonum ánægjuleg tíðindi og setur þá framkvæmdina í allt annan fasa þegar gangagerðinni sjálfri er lokið.“ Það hefur að sönnu gustað um framkvæmdir við göngin allt frá því þær hófust. Fyrsta sprengingin var þann 3. júlí árið 2013. Átján mánuðum síðar var búið að grafa helming lengdar gang- anna. Síðan fór að halla undan fæti og hefur tekið langan tíma að komast í gegnum síðari helming ganganna. – sa Brátt slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum Við höfum haft í forgangi að vinna úr málinu síðustu daga Sigrún Ágústs- dóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfis- stofnun RÚSSLAND Abror Azimov sem er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás á neðanjarðarlesta- kerfið í Sankti Pétursborg í Rúss- landi gaf skýrslu í réttarhöldunum í Basmanny-dómnum í Moskvu í gær. Sautján manns fórust og um 50 særðust í sprengingunni sem varð á lestarstöðinni hinn 3. apríl síðast- liðinn. Azimov neitaði því fyrir dómi að hafa skipulagt árásirnar. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég var að gera. Ég fékk leiðbeiningar,“ sagði hann við réttarhöldin í gær. Áður hafði verið fullyrt að Azimov hefði játað að hafa skipulagt sprengju- árásina. – jhh Sakaður um að hafa banað 15 manns Abror Azimov var lokaður inni meðan hann beið þess að gefa skýrslu fyrir dómi í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.