Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 32
Hægt er að draga úr mengun af völdum bíla á ýmsan hátt og lengja um leið endingu dekkjanna. Fá má hjólbarða sem draga úr núningsmótstöðu vegar en það þýðir minni bensíneyðslu. Hraðakstur eykur bensíneyðslu og er því ekki góður fyrir umhverfið. Betra er að aka á jöfnum hraða og forðast að hemla snögglega. Þegar bíllinn er notaður fyrir útréttingar er ráð að skipuleggja þær vel og stoppa heldur nokkrum sinnum frekar en að fara í margar stuttar ferðir. Loft- þrýstingur í hjólbörðum ætti að vera sem næst því hámarki sem bílaframleiðandinn gefur upp, þann- ig minnkar bensíneyðsla og dekkin endast að auki lengur. Þá er mikilvægt að skila notuðum dekkjum í endurvinnslu. Umhverfisvænn akstur og betri dekk Snemma á 20. öld lagði John D. Hertz grunn að gulum leigubílum í Chigaco. Hann valdi litinn með tilliti til rannsóknar sem gerð var við háskólann í borginni um að gulur litur sæist best. Rannsóknin er týnd en gulir leigubílar eru nú vinsælir um allan heim. Gulu leigubílarnir eru vel þekktir í New York. Í Singapúr valdi stærsta leigu- bílastöðin gula bíla. Ný rannsókn hefur sýnt að færri bílslys verða á gulum bílum en öðrum. Á einum mánuði urðu 66 umferðaróhöpp fyrir hverja eitt þúsund gula leigubíla í Singapúr. Hins vegar lentu bláir leigubílar í borginni í 72 óhöppum fyrir hvert þúsund. Ein af hugmyndunum á bak við gulu leigubílana er sú að fáir velji gula einkabíla og þess vegna skeri þeir sig úr í fjöldanum. Þess utan sjást gulir leigubílar vel í umferðinni. Minni hætta af gulum bílum Gulir leigubílar eru áberandi í New York og fleiri borgum Bandaríkjanna. Hraðaakstur eykur bensín- eyðslu og er ekki góður fyrir um- hverfið. Goodyear kynnti á Geneva Motor sýningunni í mars nýja og upp- færða útfærslu á kúlulaga dekki sem ætlað er sjálfakandi bifreiðum. Dekkið ber heitið Eagle 360 Urban concept tyre og er byggt á hönnun sem Goodyear kynnti á sýningunni í fyrra. Dekkið hefur nú verið betrumbætt en kúluna umlykur nú einhvers konar skel sem búin er nemum. Dekkið getur þann- ig greint undirlag og aðstæður og gervigreind bílsins lagað aksturinn að því auk þess sem yfirborð dekksins breytist eftir aðstæðum. Skelin utan um dekkið er búin til úr afar teygjanlegu fjölliðuefni sem getur bæði þanist út og dregist saman. Það umlykur svampkennt efni sem þó er nógu sterkt til að bera uppi þyngd bifreiðar. Þetta snjalldekk á einnig að geta gert við sig sjálft ef það verður fyrir skemmdum. Ef skelin skemmist eiga nemarnir í henni að greina hvar gatið er að finna og hefja ferli til að laga skemmdina. Goodyear telur að kúlulaga dekkin muni gera sjálfakandi bifreiðar mun öruggari og betri í akstri. Kynna nýtt kúlulaga dekk Nú eru það Sumardekkin Tilboðin á nýjum dekkjum hafa aldrei verið betri en í dag Vaka hf Skútuvogi 8 Sími 567-6700 • vakahf.is Tökum einnig notuð dekk upp í ný 8 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.