Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 44
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, a og langa , Ásmundur Brekkan prófessor, lést þriðjudaginn 11. apríl sl. Útförin auglýst síðar. Ólöf Helga S. Brekkan og ölskylda. Elsku pabbi okkar, eiginmaður, sonur, bróðir og tengdasonur, Daði Garðarsson Kelduhvammi 24, 220 Hafnarrði, varð bráðkvaddur mánudaginn 10. apríl. Útför fer fram föstudaginn 21. apríl kl. 13.00 í Fríkirkjunni í Hafnarrði. Alexander Máni Daðason Dagur Máni Daðason Fjóla Huld Daðadóttir Bríet Ýr Daðadóttir Karólína Helga Símonardóttir Ragnheiður Víglundsdóttir Laufey Dögg Garðarsdóttir Auðunn Einarsson Birna Sigurbjörg Benediktsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, a og langa , Ríkarður Másson fyrrverandi sýslumaður, Iðutúni 16, Sauðárkróki, lést 3. apríl 2017. Kveðjuathöfn verður í Sauðárkrókskirkju laugardaginn 22. apríl 2017 kl. 14.00. Útför verður frá Háteigskirkju föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 15.00. Herdís Þórðardóttir Ríkarður Már Ríkarðsson Lilja Þorsteinsdóttir Hilmar Þór Óskarsson Sigríður Síta Pétursdóttir Sólveig Lilja Óskarsdóttir Davíð Þór Óskarsson Eva Dögg Fjölnisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra Erla Lóa Ástvaldsdóttir er lést þann 7. febrúar sl. á Ítalíu, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. apríl nk. kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Ástvaldur Eiríksson Linda Katla og Carlo Marco og Veronica Erika og Edoardo Ólafur Þ. Pálsson og Lára Björnsdóttir Lárus Ástvaldsson og Kristín Stefánsdóttir Helga Ástvaldsdóttir og Ágúst Kárason Útför ástkærs föður míns, afa, tengdaföður og langafa, Ólafs Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bretlandi, sem lést á heimili sínu í Bretlandi, þriðjudaginn 14. mars, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 13.00. Guðmundur Bjarni Ólafsson Catherine Stormont Richard Jón Ólafsson Elena Ólafsson Robert Pétur Ólafsson Caroline Tweddle Andrew Ólafsson Anna Ólafsson Elfa Halldóra Ólafsson Hugmyndin spratt út frá ferli sem við gengum í gegnum í fyrra. Þar vorum við að vinna með hópspuna. Hópspuni er ákveðið form innan spuna þar sem hópurinn tengist í gegnum hreyfingu, hvort sem það er milli tveggja manneskja eða stærri hóps,“ segir Ástrós Guðjónsdóttir, nem- andi í Listaháskóla Íslands. Hún segir hópinn, sem kallar sig REAL collective og samanstendur af annars árs nemum, hafa heillast af hópspunaform- inu eftir þennan kúrs. „Við sáum mögu- leika á að tengja fólk saman í gegnum hreyfingu frekar en munnleg samskipti. Í nóvember prufuðum við svo að halda fyrsta tímann fyrir almenning og síðan þá höfum við hist á hverjum einasta mánudegi klukkan 19.00.“ Feimnin fer fljótt Ástrós segir almenning hafa tekið vel í þessa danstíma. „Móttökurnar hafa verið frábærar og það er skemmti- legt að sjá ný andlit á hverjum einasta mánudegi. Aldurshópurinn er breiður og í hverjum tíma er nýr og fjölbreyttur hópur. Fólk getur verið hrætt við að labba inn í litla skúrinn okkar þar sem töfrarnir gerast. Um leið og þau hafa stigið inn fyrir þröskuldinn er stærsta skrefinu lokið.“ Að sögn Ástrósar er fólk stundum feimið þegar það mætir í tímana en feimnin er fljót að hverfa. „Við byrjum alltaf á stuttu spjalli til að kynnast hvert öðru og létta á andrúmsloftinu fyrir þá sem eru stressaðir. Eftir það er fólk mjög afslappað og nýtur þess að hreyfa sig og dansa. Við leiðum hópinn í gegnum tímana og gerum einfaldar æfingar til að örva hreyfifærni líkamans. Í lok hvers tíma tökum við slökun þar sem einblínt er á þarfir hvers einstaklings fyrir sig. Við leggjum mikla áherslu á afslappað andrúmsloft þar sem fólki er velkomið að dansa eða horfa á,“ útskýrir Ástrós og tekur fram að tímarnir henti öllum, óháð aldri og reynslu í dansi. Ástrós segir dansinn hafa afar jákvæð áhrif á geðheilsu og hjálpa fólki við að kúpla sig út úr stressi. „Við höfum orðið vör við að þetta hjálpar fólki að létta á áhyggjum sínum og stressi. Þetta er eins og tveggja tíma frí frá hinu daglega lífi í hverri viku. Fólk fer afslappaðra út en það kom inn, auk þess sem það hefur trúlega eignast nýja vini eða kunningja. Við höfum mikla trú á hópspunaform- inu til að tengja fólk saman á annan hátt en það er vant,“ útskýrir Ástrós sem líkir tímunum við sálfræðitíma. Búa sig undir námsferð til Ísraels Dansverkefnið sem um ræðir er upp- hafið á námsferð sem hópurinn er að fara í til Ísraels í janúar á næsta ári. „Við viljum dýpka skilning okkar enn frekar á hvernig við getum fært almenning nær dansi áður en við förum út. Þar munum við halda áfram með ferlið sem kenn- arar okkar, Emma Rozgoni og Noam Carmeli, byrjuðu með okkur í fyrra. Við vonumst svo til að fá að hitta dansflokkinn Batsheva Dance Company, sem er heimsfrægur dansflokkur. Kenn- arinn okkar, Emma, hefur þjálfað með þeim og þekkir þau vel sem gerir okkur vongóð. Það yrði algjör draumur að hitta þau þar sem að við höfum litið upp til þeirra seinustu ár og eflaust draumur margra ungra dansara að fá að hitta þau. Stærsta verkefnið okkar sem við munum vinna að úti er að skapa verk til að sýna hér á Íslandi eftir heimkomu. Verkið mun verða innblásið af hópspuna og tilraun okkar til að rannsaka möguleika hópspuna sem sýningarforms.“ Til að fjármagna ferðina hefur hópur- inn sett af stað söfnun og stefnir á að safna tæpum tveimur milljónum. „Við erum að safna 14.000 evrum sem eru um 1,8 milljónir. Sá kostnaður er miðaður við að halda sjö manneskjum uppi í þrjár vikur í Ísrael. Söfnunin gengur ágætlega en við höfum safnað um 1.000 evrum. Það er einn mánuður eftir af söfnuninni en við hvetjum fólk eindregið til að kíkja á söfnunarsíðuna okkar hjá Karolina Fund og kíkja á áheitin okkar. Einnig er hægt að finna okkur á Facebook og fylgjast með okkur þar undir nafninu REAL collective.“ gudnyhronn@365.is Opnu danstímarnir eru eins og sálfræðimeðferð Nýverið hófu háskólanemar af samtímadansbraut LHÍ að bjóða almenningi að koma og dansa með sér í opnum danstíma á hverjum mánudegi. Ástrós Guðjónsdóttir dansnem- andi segir danstímana hafa jákvæð áhrif á líkama og sál og gefa fólki frí frá amstri dagsins. Danshópurinn Real Collective stefnir á að fara í námsferð til Ísraels á næsta ári. Fólk fer afslappaðra út en það kom inn, auk þess sem það hefur trúlega eignast nýja vini eða kunningja. 20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R TÍMAMÓT Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.