Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 37
einni vondri niðurstöðu, heldur horfum fram í tímann.“ Hún segir sjóðinn vitaskuld hafa áhyggjur af krónunni. „Allir hafa áhyggjur af því. Ég verð að segja að okkur vantar svo stöðugleika í íslenskt efnahagslíf og þessar miklu sveiflur í gengi, þær eru öllum erfiðar, hvort sem það eru fjárfestingarsjóðir eins og lífeyrissjóðurinn okkar eða fyrirtækin í landinu. Það sem við öll þurfum, það er stöðugleiki.“ Þola sveiflur milli ára Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að stóra skýringin sé gengi krónunnar sem hafi haft afgerandi áhrif á afkomuna. „Innlendur hlutabréfa- markaður spilar þarna inn líka. Þó að við höfum náð ágætis árangri miðað við almennar breytingar á hlutabréfa- markaði þá var hann ekki góður, en fyrst og fremst er það krónan sem er að hafa þessi áhrif á afkomuna. Krónan verður áfram heilmikill áhrifavaldur á þessu ári, en við eigum um 27 prósent í erlendum eignum og munum auka það bara upp á áhættu- dreifingu og langtímasjónarmið. Ein- stök tímabil og ár geta komið verr út vegna krónunnar en til lengri tíma erum við að horfa til áhættudreifingar og langtímafjárfestingar. Við gerum okkur grein fyrir því að ávöxtun á þessu ári vegna krónunnar gæti ekki verið eins góð og við myndum vilja. En við teljum það lykilatriði til lengri tíma litið að dreifa áhættunni og eiga stærri hluti eigna erlendis. Við þolum sveiflur milli ára og þurfum ekki að gera neinar breytingar út af þessu á réttindum sjóðfélaga.“ Gríðarleg ásókn í sjóðfélagalán Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Birtu, segir að afkoman hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Stærstu áhrifin eru vegna krónunn- ar sem leiðir til rúmlega 10 milljarða lækkunar á erlendum eignum, mælt í krónum. Svo eru innlend hlutabréf á síðasta ári sem vega til- tölulega þungt með slaka afkomu. Þetta tvennt er það sem kannski vó þyngst. Svo vorum við að sameina tvo sjóði, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Stafi lífeyrissjóð, sem flækir þetta að einhverju leyti. Það eru í sjálfu sér engin meiriháttar vonbrigði miðað við að við vorum með mikinn fókus á að sameina tvo sjóði.“ Gríðarleg aukning var í sjóð- félagalánum hjá lífeyrissjóðunum á síðasta ári. Vöxturinn hófst haustið 2015 hjá LIVE þegar gerðar voru breytingar á kjörum nýrra sjóð- félagalána og í kjölfar breytinga á lánareglum sjóðsins hjá Gildi. Allt árið 2016 var mikil og stöðug eftirspurn eftir sjóðfélagalánum hjá LIVE og námu þau 31,6 milljörðum króna, sem var 640 prósenta aukn- ing milli ára. Hjá Gildi voru veitt 625 ný lán til sjóðfélaga samtals að fjár- hæð 7,3 milljarðar króna sem var ríf- lega 230 prósenta aukning milli ára. Í árslok 2016 námu lán til sjóð- félaga Birtu samtals 17,97 millj- örðum. Nettó útlánaaukning á milli ára (að teknu tilliti til uppgreiðslna) nam um 2,8 milljörðum króna. „Ég veit ekki hvort það verður aukning í ár, það hefur verið mikil aukning undanfarin tvö ár og það hafa verið viðvarandi núna í nokkuð langan tíma svipuð útlán frá mánuði til mánaðar og ég sé ekki breytingu á því á næstunni, hvorki aukningu né samdrátt,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. Guðrún Hafsteinsdóttir segir að LIVE hafi fundið að mikil eftirspurn sé á þessum markaði. „Ég held að það muni hægja eitthvað á henni, en samt sem áður held ég að það verði ásókn í sjóðfélagalánin hjá okkur.“ „Sjóðfélagalánum fjölgar og það er alveg í takt við það sem er að gerast hjá öðrum lífeyrissjóðum, það er töluverð aukning og mikil ásókn í sjóðfélagalán,“ segir Ólafur Sigurðsson. Hann segir erfitt að meta hvort áframhaldandi aukning verði á árinu. „Ég á allt eins von á því að það haldi áfram en verði kannski ekki jafn mikil aukning milli ára í þeim skilningi.“ Fara ekki út með fé í offorsi Litið fram á veginn stefna lífeyris- sjóðirnir að auknum umsvifum erlendis. „Meðal annars munum við auka eitthvað við erlendar fjár- festingar og síðan leita þeirra tæki- færa sem bjóðast. Með því að auka fjárfestingar erlendis drögum við úr fjárfestingum innanlands sem hafa verið allsráðandi undanfarin ár vegna haftanna,“ segir Árni. Undir þetta tekur Guðrún. „Ég held að núna eftir að höftum hefur verið aflétt muni sjóðirnir sækja í auknum mæli út úr landinu með fé, ég á ekki von á því að það verði gert í einhverju offorsi. Ég held að sjóð- irnir sem eru búnir að vera frá þeim mörkuðum í einhvern tíma muni fikra sig aftur í auknar erlendar eignir.“ Hún segist ekki geta fullyrt hvort það verði á kostnað skráðra hlutabréfa. Ólafur segir að fókusinn í ár verði á að hagræða og renna sjóðunum almennilega saman. „Við fengum starfsleyfi 1. desember á síðasta ári. Fókusinn fer í að samræma eigna- stýringuna og nota stærðina til að ná niður kostnaði og fókusera á þær eignir og sjóði sem hafa nýst okkur vel.“ Hann segir fyrsta áfanga lokið í stærstu sameiningu síðasta árs og næsta skref í sameiningu sé að nýta stærðina og skipuleggja sjóðinn. Hann segir að stefnt verði að aukningu í erlendum eignum. „Markmiðið var að fara upp í 30 prósent, en sú fjárfestingarstefna var mótuð þegar við vorum í höft- um og við erum að endurskoða hana núna. En það hefur lengi verið markmið að hækka hlutfall erlendra eigna.“ Hann segir að enn eigi eftir að ákveða að hve háu hlutfalli verði stefnt og hvort það verði yfir 30 pró- sentum. 365.isMARGFALT SKEMMTILEGRI MEIRI HRAÐI, SKARPARI MYND, BETRA VIÐMÓT APPLE TV 4 Á 0 KR. Við hjá 365 leggjum metnað í að þú njótir fyrsta flokks skemmtunar á sem bestan hátt. Með 365 sjónvarp á Apple TV færðu meiri hraða, skarpari mynd og enn betra viðmót í sjónvarpi framtíðarinnar. Nú getur þú fengið þér Apple TV 4 með áskrift að efni frá 365 og sparað tugi þúsunda því við bjóðum þér Apple TV á 0 krónur með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365. Tilboðið gildir með völdum sjónvarpspökkum 365 til 28. apríl 2017. Í samstarfi við Epli og Valitor Tilboð gildir til 28. apríl Íslensk valmynd og tímaflakk. Nánar á 365.is eða í síma 1817. Stærstu áhrifin eru vegna krónunnar sem leiðir til rúmlega 10 milljarða lækkunar á er- lendum eignum. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu Krónan verður áfram heilmikill áhrifavaldur á þessu ári, en við eigum um 27 prósent í erlendum eignum. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis Ég held að núna eftir að höftum hefur verið aflétt muni sjóðirnir sækja í auknum mæli út úr landinu með fé. Guðrún Hafsteins- dóttir, stjórnarfor- maður LIVE Ekki þörf á að breyta lögum nú Æskilegt er að koma í veg fyrir að gengisáhætta vegna erlendra eigna valdi umtalsverðum vand- ræðum fyrir lífeyrissjóðina og sjóðfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna sem birt var í gær. Einnig kemur fram í henni að ekki sé talin bráð þörf á að breyta lögum nú, þar sem nú- verandi lög um skyldutryggingu lífeyrissjóða fela í sér verulegar heimildir til erlendrar fjárfest- ingar. Fyrirsjáanlegt sé að flestir lífeyrissjóðir muni nýta sér þær á næstu árum og áratugum að verulegu marki. Bent er á að lífeyrissjóðunum sé í hag að gjaldeyrisviðskipti þeirra valdi sem minnstum sveiflum á gengi krónunnar. Því sé æskilegt að þau verði tiltölu- lega jöfn og fyrirsjáanleg. Starfs- hópurinn bendir á að hugsanlegt sé að ná þessu markmiði að ein- hverju leyti með því að byggja á fjárfestingaráætlunum sjóðanna og skýrslugjöf til opinberra aðila, sérstaklega Seðlabanka Íslands. MARKAÐURINN 5M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.