Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 38
Í desember skrifaði ég í pistli í þessu blaði að því sem ég kallaði þá „uppsveiflu Trumps“ myndi ljúka fyrir páska. Þar sem páskarnir eru nú að baki er ekki úr vegi að athuga hvort ég hafi haft rétt fyrir mér. Með „uppsveiflu Trumps“ átti ég ekki við batann á bandaríska verð- bréfamarkaðnum heldur breytingar til batnaðar í þjóðhagfræðilegum tölum sem við fórum að sjá eftir að Donald Trump var kosinn forseti 8. nóvember. Það sem ég lýsti í desember var það sem hagfræðibloggarar kalla Sumner-greiningu, eftir þeirri rök- semdafærslu bandaríska hagfræði- prófessorsins Scotts Sumner að ef seðlabanki hafi skýrt, vel skilgreint og trúverðugt markmið – til dæmis verðbólgumarkmið eins og Seðla- banki Bandaríkjanna – þá verði fjár- lagastuðullinn núll. Þetta þýðir að hert peningamálastefna myndi vega upp á móti slökun á fjármálastefnu (og miðað við væntingar markaðar- ins mun slík herðing eiga sér stað). Trumpísk fjármálaþensla En aðstæður í nóvember, þegar Trump var kosinn, voru aðeins öðruvísi en þær sem gert er ráð fyrir í Sumner- greiningunni. Verðbólgu- markmið Seðlabankans var ekki fyllilega trúverðugt og verðbólgu- væntingar markaðarins voru nokkuð undir 2%. Þess vegna hélt ég því fram þegar Trump var kosinn að væntingarnar um trumpíska fjármálaþenslu myndu hafa nokkur jákvæð skammtímaáhrif á bandarískan hagvöxt. Í desember voru verðbólguvænt- ingar markaðarins til meðallangs tíma þegar komnar upp í 2%. Afleiðingin var sú að Sumner-greiningin sagði til sín og vænta hefði mátt þess að hröðun hagvaxtarins tæki enda. Sem er auðvitað einmitt það sem gerðist. Ef við lítum á hvernig þjóðhag- fræðilegar tölur hafa þróast saman- borið við væntingar markaða og sérfræðinga sáum við jákvæða og óvænta hluti í nóvember, strax eftir kosningu Trumps. En þegar verð- bólguvæntingar markaðarins náðu 2% tóku þessar jákvæðu breytingar enda því markaðir fóru að verðleggja í samræmi við mótvægisaðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna. Herskárri afstaða Það sem ég spáði ekki (en óttaðist vissulega) í desember var að seðla- bankinn myndi gera of mikið. Seint í febrúar brugðust stjórnvöld við áberandi bættum tölum í Banda- ríkjunum með því að verða her- skárri. Eins og við vitum núna hækk- aði seðlabankinn, þann 15. mars, vexti á millibankamarkaði um 25 punkta – mörgum mánuðum fyrr en hann hafði gefið í skyn. Og það sem skipti enn meira máli: Nú gaf hann til kynna að búast mætti við frekari hækkunum á árinu 2017. Eru þá markaðir strax farnir að segja okkur að seðlabankinn hafi gert of mikið og verði að mýkja afstöðu sína – eins og hann gerði í febrúar 2016? Eða er þetta bara minni háttar bóla? Við vitum það ekki enn en hættan er enn á ný að þetta verði slæmt fyrir bandarískan hagvöxt. Uppsveiflu Trumps er lokið Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Kínverskur efnahagur rís Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 6,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt nýbirtum tölum frá kínversku hagstofunni. Hér má sjá kínverskan verslunarrekanda þar sem hann raðar ávöxtum í verslun sinni í Peking í gær áður en morguntraffíkin hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ferðamenn eru eins og vatnið, þeir fara þangað sem þeir vilja fara. Þegar við ferðumst leitum við sjálf að stöð- um sem hafa upp á eitthvað einstakt að bjóða, sérstöðu sem kitlar forvitn- ina og við viljum upplifa og njóta. Við tölum um að dreifa ferða- mönnum um Ísland. Það sé lausnin sem kemur í veg fyrir að Ísland verði eins og Mallorka norðursins. En hvernig förum við að? Það er yfirleitt ekki tilviljun hvert við ferðumst. Staðirnir sem við sækjum heim hafa flestir verið þróaðir sem áfangastaðir á grunni stefnumótunar, sem við sem gestir sjáum ekki á yfirborðinu, en hefur samt sem áður töluverð áhrif á upp- lifun okkar. Þetta eru staðir þar sem sérstaðan hefur verið dregin fram og hún nýtt sem „hráefni“ til að þróa áfangastaðinn, vöru og þjónustu, sem við viljum njóta. Ísland býður upp á einstaka fjöl- breytni í náttúru og menningu sem alls ekki er bundin við suðvestur- hornið. Þessi fjölbreytni er hráefnið á hverju svæði, sem má draga betur fram og „fullvinna“ markvissar en nú er gert. Fullvinnslan felst í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vöru sem byggir á sérstöðu þeirra. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda hvers svæðis. Með yfirsýn yfir fjöl- breytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir afmörkun nýrra áfangastaða, nýjum tengingum og tækifærum í okkar einstaka landi. Skipulagsáætlanir, allt frá svæðis- skipulagi til deiliskipulags, eru sterk- asta verkfærið við þessa fullvinnslu. Þær má nýta til að greina svæði og setja fram stefnu um framtíðarþró- un sem byggir á sérkennum í sögu, landslagi og menningu. Þá skapast mikilvægur efniviður í markaðs- setningu hvers svæðis, sem verður að loforði til þeirra sem sækja það heim eða kaupa þaðan vöru, um ákveðna upplifun. Skipulagsáætl- anir eru jafnframt öflugasta tækið til að stýra álagi svo ekki verði farið yfir þolmörkin. Með þessu getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Gefið fyrirheit um ólíkar upplifanir um landið allt sem kitla ferðamennina og gefa þeim ástæðu til að koma aftur og aftur. Samhliða dreifum við álaginu á landið, aukum verðmæta- sköpun í ferðaþjónustu og styðjum við byggðaþróun. Hvernig dreifum við ferðamönnunum? Halldóra Hreggviðs- dóttir, framkvæmda- stjóri ráðgjafar- fyrirtækisins Alta og FKA-félagskona Skotsilfur – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Stoppaði stutt Verslun Jör á horni Týsgötu og Skólavörðustígs hefur verið lokað fjórum mánuðum eftir opnun. Þangað flutti verslunin skömmu áður en Jör ehf. var tekið til gjald- þrotaskipta um miðjan janúar en það var stofn- að utan um hönnun á fatalínunni og verslunarrekstur við Laugaveg 89. Óvíst er því hvað verður um fata- merkið Jör sem hefur vakið mikla athygli eins og fatahönnuðurinn og einn stofnenda fyrirtækisins, Guð- mundur Jörundsson. Reynslubolti Fjárfestar hafa lagt Pressunni til 300 milljónir í hlutafé og gert Gunnlaug Árnason að stjórnarformanni. Þótt Gunnlaugur sé ekki þekkt nafn í íslenskum fjölmiðlaheimi er ljóst að fjár- festahópurinn hefur þar fengið til liðs við sig afar öflugan fjölmiðlamann. Gunnlaugur hefur verið eigandi breskra fjölmiðlafyrirtækja en 2005 til 2007 var hann ritstjóri Viðskipta- blaðsins. 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.