Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 39

Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 39
Guðmundur H. Pálsson tók í byrjun árs við stöðu framkvæmda- stjóra auglýsingastofunnar Pipars/ TBWA. Hann er með BA í auglýs- ingafræði og hefur starfað í auglýs- ingabransanum í rúman áratug, en fyrsta starf hans var sem sendill hjá auglýsingastofunni Örkinni, aðeins fjórtán ára gamall. Hann segist vera í draumastarfinu en utan vinn- unnar fer helmingur ársins í golfí- þróttina. Guðmundur er uppalinn í Breið- holtinu og byrjaði skólagönguna í Breiðholtsskóla, fór síðan í Selja- skóla og útskrifaðist úr Menntaskól- anum við Sund árið 1990. Eftir það fór hann til Kaliforníu að læra í San Jose State University og útskrifaðist með BA í auglýsingafræði árið 1995. Fyrsta launaða starfið fékk hann þegar hann var 14 ára sem sendill hjá auglýsingastofunni Örkinni sem pabbi hans átti og rak. Hann vann þar með skóla á sumrin, fyrst sem sendill, síðan sem hönnuður og endaði sem tengill. Eftir námið í Bandaríkjunum kom hann til Íslands og hóf störf sem markaðs- stjóri B&L. Hann var þar í tæp tvö ár og fór síðan yfir til IKEA sem markaðsstjóri og síðan bættist hús- gagnadeildin við sem ábyrgðarsvið hans. Árið 2003 hóf hann störf hjá Iceland Express sem svæðisstjóri yfir Íslandi. Árið 2005 færði hann sig svo yfir í auglýsingabransann og eftir mörg áhugaverð ár er hann nú framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Við á Pipar\TBWA höfum mikið verið að vinna fyrir ferðamannabransann og er það alltaf að aukast. Vegna starfsins fór ég gullna hringinn í febrúar og það það kom mér verulega á óvart hversu mikið af erlendum ferða- mönnum er á þessum stöðum á þessum tíma, en þetta var eins og Menningarnótt í miðbænum. Maður upplifir ferðamenn aðal- lega í miðbænum, en það er öðru- vísi að fara á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og finna fyrir þessu. Að fara inn í mannþröngina á Þingvöllum á laugardagsmorgni í febrúar er eitthvað sem kom mér verulega á óvart. Hvaða app notarðu mest? Ég nota Flipboard mjög mikið. Þar er skemmtilega tekið saman allt það sem ég hef áhuga á, sett upp eins og fréttasíða fyrir hvern flokk. Hvort sem það er sportið eða allt það nýj- asta sem er að gerast í auglýsinga- bransanum eða tæknimálum þá finn ég það í þessu appi. Síðan eru það þessi hefðbundnu öpp sem ég nota mikið, s.s. helstu úrslit í enska boltanum og ekki skal gleyma Fant- acy-appinu, en það er hörð keppni í vinnunni. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Helmingur ársins fer í golfíþróttina. Ég reyni að stunda golf sem mest á sumrin og ef ég get lengi ég tímabil- ið með ferð til Flórída þar sem fjöl- skyldan á húsnæði. Það eru miklir golfarar í vinnunni minni en ásamt því eru gömlu handboltafélagarnir með vinagolfhóp. Upp á síðkastið hafa aðeins verið að bætast við fjall- göngur með fjölskyldunni, en það er eitthvað sem ég held að eigi eftir að aukast. Hvernig heldur þú þér í formi? Það hefur verið tekið í skorpum hjá mér að halda forminu og er ég búinn að prófa margar leiðir í því. Á tímabili var það CrossFit sem er ein skemmtilegasta leiðin til að komast í mjög gott form. Annars hafa úti- hlaup og tækjasalir verið mín leið síðustu misseri. Hvernig tónlist hlustar þú á? Börn- in og konan eru alltaf að kynna nýja tónlist fyrir mér og er margt mjög gott. Ég enda samt alltaf sjálfur á að hlusta á gömlu rokkarana, svo sem Stones, Hendrix, Pink Floyd, Guns’n Roses o.fl. Einnig, ef ég vil róa þetta aðeins niður, þá hlusta ég á Clapton, Dylan og Johnny Cash. Það lítur út fyrir mikla veislu í þessu í sumar, en hingað eru að koma Foo Fighters og Red Hot Chilli Peppers sem ég er búinn að kaupa miða á. Ertu í draumastarfinu þínu? Að vinna við auglýsingar og markaðs- mál er eitthvað sem ég hef mjög gaman af og hefur verið mín ástríða. Til þess að vera í þessu starfi og ílengjast þarf það að vera áhuga- málið líka. Ég mæli ekki með því fyrir neinn að vera í starfi sem ekki er skemmtilegt. Það er gaman að vinna með skemmtilegu, skapandi fólki og takast á við áskoranir dags- ins. Hjá mér er gaman í vinnunni og er ég því klárlega í draumastarfinu. Helmingur ársins fer í golfíþróttina Guðmundur nam auglýsingafræði í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Svipmynd Guðmundur H. Pálsson Heimildarefni á Stöð 2 Maraþon NOW SKOÐAÐU ÚRVALIÐ AF HEIMILDARMYNDUM OG ÞÁTTUM Á STÖÐ 2 MARAÞON NOW. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á AÐEINS 2.990 KR Á MÁNUÐI Á 2NOW.IS.* *Stöð 2 Maraþon NOW fylgir einnig völdum sjónvarpspökkum Stöðvar 2. 2now.is 7M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.