Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 2
Veður Sunnan strekkingsvindur og rigning eða slydda um morguninn, en síðan allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él. Léttir til á Austurlandi seinnipartinn. SJÁ SÍÐU 22 01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is SAMFÉLAG Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðast- liðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunar- innar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælis umsókn sína til baka. Ferða- lagið heim er borgað fyrir hælis- leitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhags- legan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi og eru í sumum tilfellum vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkis- lögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólks- flutningastofnunarinnar um að hælisleitendur, sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælis- leitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Full- orðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutn- ingastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljóna króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutn- ing 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan samningurinn tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endur nýta eða framlengja samn- inginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans. snaeros@frettabladid.is kristjanabjorg@frettabladid.is Sjötíu hælisleitendur sendir með vasapening Hælisleitendur sem samþykkja sjálfir brottflutning frá Íslandi fá 23.000 krónur í vasapening þegar þeir eru sendir burt frá landinu. Útlendingastofnun nálgast að vera búin að fullnýta samning um brottflutning á fyrstu mánuðum ársins. Hælisleitendurnir eru sendir heim aftur með flugi og fá þeir vasapening. Þrjá- tíu pláss eru eftir samkvæmt núgildandi samningi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 23.000 krónur fylgja með hverjum fullorðnum hælisleitanda sem sendur er á brott sam- kvæmt samningum. 70 hafa verið sendir burt hingað til. 30 pláss eru eftir. VIÐSKIPTI Spákaupmennskufyrir- tæki fær ekki að gjaldfæra 250 millj- óna króna tap sem fyrirtækið segir að hafi komið til vegna veðmála um íþróttaleiki í gegnum veðmálasíðuna betfair.com. Þetta er niðurstaða yfir- skattanefndar sem staðfesti niður- stöðu ríkisskattstjóra þessa efnis. Í kæru fyrirtækisins til yfirskatta- nefndar kemur fram að fyrir hrun hafi það stundað viðskipti sem fól- ust í spákaupmennsku með erlenda gjaldmiðla. Slík viðskipti séu í eðli sínu veðmál um þróun gengis út frá ákveðnum forsendum. Eftir hrunið dróst starfsemi þess saman meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. Brá eigandi þá á það ráð að afla tekna með þátttöku í erlendri get- raunastarfsemi. Vildi eigandinn meina að veðmálin hefðu verið liður í starfsemi hans og því ætti að vera heimilt að telja tapið inn í reksturinn. Yfirskattanefnd taldi hins vegar að fyrirsvarsmaður félagsins hefði stofnað veðmálareikninginn í eigin nafni og veðjað á körfubolta og knattspyrnu í eigin nafni. Til þess notaði hann viðskiptakort félagsins. Þá þótti ekki unnt með nokkru móti að fallast á það að veðmál á íþróttaleiki teldust fjármálagern- ingar í skilningi laga um verðbréfa- viðskipti. Að endingu var ekkert að finna í bókhaldi félagsins um veð- málin heldur birtust þau skyndi- lega á skattframtölum þess. Af þeim sökum var ekki fallist á það að veðmálin tengdust félaginu með nokkru móti og niðurstaða ríkis- skattstjóra staðfest. – jóe Ekki fallist á skýringar VIÐSKIPTI Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarfor- manns Pressunnar. Á sama tíma hættir Björn Ingi Hrafnsson sem stjórnarformaður og útgefandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því að hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Þar af eru um 155 milljónir frá fjárfestingarfélaginu Dalnum. Það er félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar og fleiri aðila. – jhh Róbert eignast hlut í DV Róbert Wess- mann fjárfestir 250 milljónir voru gjaldfærðar sem tap á veðmálastarfsemi.  Þétt setið á áhorfendabekkjum Þeir voru þétt setnir áhorfendabekkirnir í DHL-höllinni vestur í bæ þegar fyrsti leikur KR og Grindvíkinga um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- bolta fór fram. KR vann leikinn örugglega og var sigur Vesturbæjarliðsins í raun aldrei í hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.