Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Um 830 núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Landsbankans, sem fengu hlutabréf í bankanum gefins árið 2013, ákváðu í fyrra að taka tilboði fyrirtækisins um að selja hlutabréf sín fyrir um alls 1.391 milljón króna. Langflestir þeirra seldu bankanum bréf sín í septem- ber eða þegar endurkaupaáætlun fyrirtækisins hófst. Bankaráð Landsbankans ákvað í september 2016 að bankinn myndi kaupa eigin hluti í bankanum í samræmi við samþykkt aðalfundar í apríl í fyrra. Endurkaupin skyldu nema allt að 480 milljónum hluta eða tveimur prósentum af útgefnu hlutafé bankans. Markmiðið með endurkaup- unum var að lækka eigið fé og gefa hluthöfum tækifæri til að selja hluti sína sem þeim hafði áður verið óheimilt að gera. Samkvæmt ársreikningi Lands- bankans fyrir 2016 fækkaði hlut- höfum um 832 frá árslokum 2015 til loka 2016. Þá hafði bankinn keypt 133,5 milljónir eigin hluta á meðal- verðinu 10,42 á hlut að heildarfjár- hæð 1.391 milljón króna. Enginn af framkvæmdastjórum bankans seldi. Þriðju og síðustu lotunni í endurkaupaáætlun bankans lauk 24. febrúar og keypti hann þá alls 8.509.625 hluti á genginu 10,62. Hluthafar bankans seldu þá bréf í félaginu fyrir rétt rúmar 90 millj- ónir króna. – hg Yfir 800 starfsmenn seldu í bankanum Heimild til kaupa á eigin hlutum í Landsbankanum var veitt á aðalfundi hans í apríl í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einn- ig sæti fyrir hönd Magnúsar og með- fjárfesta hans, er einnig farinn út. Samkvæmt heimildum Markaðar- ins er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, nú fulltrúi Magnúsar á stjórnarfundum ásamt Ingu Birnu Barkardóttur, starfs- manni Alvotech, en þær sett- ust báðar í stjórn félagsins í janúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu United Silicon til hluta- félagaskrár ríkisskattstjóra fór Magnús úr stjórninni þann 6 . a p r í l . J a k o b B j a r n a - son, starfs- m a ð u r LBI eignar- h a l d s f é l a g s (gamla Lands- bankans), fór þangað inn á sama tíma og Sigrún og Inga Birna. Heimildir Mark- aðarins herma að Jakob sé fulltrúi lífeyrissjóða sem fjárfestu í verksmiðjunni og að Arion banki, lánveitandi kísilvers- ins, hafi gert kröfu um uppstokkun í stjórninni sem leiddi til þess að nýju stjórnarmennirnir þrír tóku þar sæti. Ekki náðist í Magnús Garðarsson við vinnslu fréttarinnar en hann var um tíma starfandi stjórnarmaður verkefnisins. Auðun Helgason er enn stjórnarformaður Geysis Green Capital sem á lóðina í Helguvík þar sem kísilverið er starfrækt. Doron Beeri Sanders er stjórnarformaður United Silicon. Rekstur verk- smiðjunnar hefur gengið illa allt frá gangsetningu hennar í nóvember í fyrra og eins og komið hefur fram verið plagaður af mengunaróhöpp- um og í gær kom upp eldur í bygg- ingunni. – hg Stærsti eigandi United Silicon hættur í stjórninni Magnús Garð- arsson, stærsti eigandi United Silicon. Haustpróf í verðbréfaviðskiptum 2017 Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir haustprófum í verðbréfaviðskiptum sem hér segir: Próf úr I. hluta 28. ágúst 2017 Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur, fræðikerfi lögfræðinnar. Ágrip úr réttarfari. 29. ágúst 2017 Viðfangsefni úr fjármunarétti, Félagaréttur, Ábyrgðir. 30. ágúst 2017 Viðskiptabréfareglur, Veðréttindi, Þinglýsingar Próf úr II. hluta 4. september 2017 Grunnatriði í fjármálafræðum. 5. september 2017 Grunnatriði í þjóðhagfræði. 6. september 2017 Greining ársreikninga. Próf úr III. hluta 11. september 2017 Lög og reglur á fjármálamarkaði. 12. september 2017 Viðskiptahættir. 13. september 2017 Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir. 14. september 2017 Fjárfestingarferli. Próftími er 4 klukkustundir og tímasetning hvers prófs er 16:00-20:00. Prófsefni er tilgreint í prófsefnislýsingu prófnefndar verðbréfaviðskipta. Í henni er jafnframt útlistað hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstaka prófum. Prófsefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar verðbréfaviðskipta á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis: http://www.fjarmalaraduneyti.is/raduneytid/nefndir/nr/16884 Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum. Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meða- leinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0. Skráning í haustprófin fer fram á vefsíðu Opna háskólans í HR: http://www.ru.is/opnihaskolinn/prof-i-verdbrefavidskiptum/ Skráningu í haustpróf lýkur 19. júní 2017. Prófgjald vegna haustprófa er kr. 17.500 fyrir hvert próf. Vakin er athygli á að haustpróf verður ekki haldið nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í viðkomandi próf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum. Haustprófin verða haldin í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, framkvæmdaraðila verðbréfa- viðskiptaprófs veturinn 2016-2017. Tilkynning um þau haustpróf sem verða haldin verður send út til skráðra próftaka 26. júní 2017. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir út vegna prófa sem verða haldin. Skráning í próf er bindandi og og greiðsluseðlar verða ekki felldir niður. Reykjavík, 19. apríl 2017. Prófnefnd verðbréfaviðskipta Framtakssjóður á vegum Stefnis ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, er að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni og dótturfélögum hennar fyrir milljarða króna. Jón og Einar Örn verða með um 35 prósenta hlut í félaginu sem stendur að baki kaupunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunn- ar er Benóný Ólafsson, sem stofnaði fyrirtækið 1983, með ríflega 60 pró- senta hlut en aðrir hluthafar áttu í árslok 2015 allir minna en 3,7 pró- sent í félaginu. Gámaþjónustan hefur verið leiðandi fyrirtæki í flokkun og endurvinnslu úrgangs allt frá því að það hóf starfsemi en á árinu 2015 nam heildarvelta samstæðunnar lið- lega 4,45 milljörðum. Þá var EBITDA- hagnaður fyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og opin- ber gjöld – um 524 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá fyrra ári. Það er Framtakssjóðurinn SÍA III sem leiðir kaupin á Gámaþjónust- unni en fyrirtækið var sett í söluferli á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. SÍA III er tæplega 13 milljarða framtakssjóður sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, kom á fót sumarið 2016. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Kaupin á Gámaþjónustunni eru önnur fjár- festing sjóðsins en í október í fyrra var tilkynnt að SÍA III væri á meðal innlendra og erlendra fjárfesta sem fjármagna uppbyggingu lúxushót- elsins Marriott EDITION við Hörpu. Ekki hefur verið birtur ársreikn- ingur fyrir 2016 en samkvæmt heim- ildum Markaðarins jókst EBITDA fyrirtækisins á milli ára. Gróflega má áætla að heildarkaupverðið – eigið fé og yfirtaka á skuldum – sé um 3,5 til 4 milljarðar króna. Heildarskuldir Gámaþjónustunnar voru um 3,6 milljarðar í árslok 2015 – þar af voru skuldir við lánastofnanir 2,35 millj- arðar – en heildareignir fyrirtækisins ríflega sex milljarðar króna. Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells eignarhaldsfélags sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur en í lok árs 2015 námu eignir fjárfestingarfélagsins yfir tveimur milljörðum. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hlut- hafa TM og N1 en Jón hefur setið í stjórn olíufélagsins frá árinu 2014. Jón hætti störfum hjá fjármálafyrir- tækinu GAMMA Capital Manage- ment fyrir meira en ári en þar áður hafði hann verið forstjóri FL Group (síðar Stoðir) á árunum 2007 til 2010. Einar Örn er jafnframt á meðal stærstu hluthafa TM en fjárfestingar- félag hans Einir ehf. á 2,76 prósent í tryggingafélaginu. Hann var kjörinn í stjórn TM á aðalfundi félagsins í liðnum mánuði en fjárfestingar- félögin Einir og Helgafell, sem Jón stýrir, eiga samanlagt ríflega níu pró- senta hlut í TM. hordur@frettabladid.is Lífeyrissjóðir að kaupa Gámaþjónustuna Verið er að ganga frá sölu á Gámaþjónustunni en auk SÍA III, 13 milljarða fram- takssjóðs í rekstri Stefnis, standa þeir Einar Örn Ólafsson og Jón Sigurðsson að kaupunum. Hlutur Einars Arnar og Jóns í Gámaþjónustunni verður um 35%. Heildarvelta Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar á árinu 2015 var 4,45 milljarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 524 milljónir var EBITDA-hagn- aður Gámaþjónustunnar árið 2015. 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.