Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN @stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 19. apríl 2017FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Eigendur Dunkin’ Donuts skoða nú samkvæmt heim- ildum Markaðarins að loka kleinuhringjastað sínum við Laugaveg 3. „Ég kannast ekki við það og það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi, í samtali við Markaðinn. Fyrirtækið rekur nú meðal annars tvo kleinuhringja- staði, við Laugaveg og í Kringlunni. Staðurinn við Laugaveg var opn- aður í júlí 2015. Gætu lokað við Laugaveg Það var niðurlægj- andi að vera í hópi þeirra sveitarfélaga sem lentu undir því eftirliti. Það skiptir miklu máli að vera orðin sjálfráða. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði 12.4.2017 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR KL. 15 KVÖLDTÓNLEIKAR KL. 20 ORKUSALAN OG PEPSI MAX KYNNA MEÐ STOLTI 16. SEPTEMBER MIÐASALA Á TIX.IS/PALLI Í HÖLLINNI UPPS ELT Í STÚK U Á B ÁÐUM TÓNL EIKUM ! Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkom- andi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusam- bandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæp- lega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn sam- kvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni veru- lega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi við- ræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikil- vægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessu- nautar þeirra við samninga- borðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalist- ann Jeremy Corbyn í stýrishús- inu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálf- stæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er senni- legt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meiri- hluti Íhaldsflokksins. Sterlings- pundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæða- greiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum. Botn sleginn í Brexit?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.