Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 40

Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 40
MARKAÐURINN @stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 19. apríl 2017FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Eigendur Dunkin’ Donuts skoða nú samkvæmt heim- ildum Markaðarins að loka kleinuhringjastað sínum við Laugaveg 3. „Ég kannast ekki við það og það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi, í samtali við Markaðinn. Fyrirtækið rekur nú meðal annars tvo kleinuhringja- staði, við Laugaveg og í Kringlunni. Staðurinn við Laugaveg var opn- aður í júlí 2015. Gætu lokað við Laugaveg Það var niðurlægj- andi að vera í hópi þeirra sveitarfélaga sem lentu undir því eftirliti. Það skiptir miklu máli að vera orðin sjálfráða. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði 12.4.2017 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR KL. 15 KVÖLDTÓNLEIKAR KL. 20 ORKUSALAN OG PEPSI MAX KYNNA MEÐ STOLTI 16. SEPTEMBER MIÐASALA Á TIX.IS/PALLI Í HÖLLINNI UPPS ELT Í STÚK U Á B ÁÐUM TÓNL EIKUM ! Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkom- andi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusam- bandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæp- lega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn sam- kvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni veru- lega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi við- ræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikil- vægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessu- nautar þeirra við samninga- borðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalist- ann Jeremy Corbyn í stýrishús- inu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálf- stæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er senni- legt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meiri- hluti Íhaldsflokksins. Sterlings- pundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæða- greiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum. Botn sleginn í Brexit?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.