Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 30
Samsetning umferðarinnar á vegum landsins er að breytast talsvert. Með auknum straumi ferðamanna hefur orðið um 60% aukning á vetrarumferð milli ára. Bara á Suðurlands- undirlendinu, Gullna hringnum til dæmis, sjáum við um 40% aukningu á vetrarumferð milli ára. Þetta hefur áhrif á burðarlag vega en fólksflutningabíll eða vöru- flutningabíll brýtur niður veginn á við 10.000 smábíla,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður Vega- gerðarinnar. Ástand vega sé nú að koma í ljós eftir veturinn og viðhald aðkall- andi. Þó nokkrar framkvæmdir verði á vegakerfinu í sumar. „Fjárveiting til viðhalds var aukin um tæplega 40 prósent og er 8 milljarðar. Þá bættust 1.200 milljónir við til stofnframkvæmda. Við forgangsröðum eins og hægt er og ástand veganna er metið með kerfisbundnum hætti. Sú ástands- skoðun er sett inn í matsforrit og svo er forgangsraðað eftir því í samráði við fulltrúa Vegagerðar- innar á hverju svæði,“ segir Óskar. „Öryggi er okkar aðalfókus, og aðgengi. Ég vonaðist til þess að geta útrýmt einbreiðum brúm en það verður ekki í ár. Við munum hins vegar lengja vegrið víða þar sem aðstæður kalla á og bæta við fjölda útskota. Meðal framkvæmda sem farið verður í í sumar er endurbygging vegarins við Reynis- fjöru og þá munu framkvæmdir við Kjósarskarðsveg halda áfram, einnig við Dettifossveg. Fram- kvæmdir við mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg eru hafnar og þá verður tveimur hringtorgum bætt við á Reykjanesbraut. Ný brú við Eldvatn verður gerð eftir hlaupið í fyrra og þá vonumst við til að geta boðið út stórt verk við Berufjarðar- botn fljótlega og við hringveginn við Hornafjörð. Dýrafjarðargöng verða stærsta einstaka verkið og er áætlað að það taki þrjú ár,“ útskýrir Óskar. Hann hvetur veg- farendur til að aka varlega í sumar, sérstaklega um framkvæmdasvæði. „Það þarf að gera strangar kröfur um að halda hraða niðri þegar ekið er yfir nýlagða klæðningu. Það hefur orðið sprenging í rúðu- brotum í bílaleigubílum. Vega- gerðin er einnig í holuviðgerðum um allt land og meðan klæðningin er að festa sig ofan í asfaltinu liggja steinar lausir. Fólk þarf því að hafa varann á. Þar sem við erum að byggja upp veginn verðum við með fylgdarbíla, setjum upp einstefnu- og umferðarljós til að tryggja að fólk fari hægt um þau svæði. Við hvetjum einnig alla til að hafa augun opin fyrir hjólreiða- mönnum og ferðamönnum, sem eiga það til að snarstoppa þar sem þeir eru staddir ef þeir sjá eitthvað fallegt.“ Framkvæmda- kort Vegagerðar- innar fyrir árið 2017. Það þarf að gera strangar kröfur um að halda hraða niðri þegar ekið er yfir nýlagða klæðningu. Fólk þarf því að hafa varann á. Óskar Örn Jónsson Aki varlega á vinnusvæðum Framkvæmdir verða við vegakerfi landsins í sumar. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður Vegagerðarinnar, segir stóraukna umferð kalla á viðhald. Framkvæmdir 2017 Bundið slitlag í lok árs 2016 Þjóðvegir með malarslitlagi Helstu verk í vega- og brúagerð sem unnið er að á árinu. Birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar Kort sem sýnir framkvæmdir við sjóvarnir og hafnargerð mun birtast síðar. Vaðlaheiðargöng 7,5 km Verklok 2017 Eigandi ganga: Vaðlaheiðargöng hf. Norðfjarðargöng 7,9 km og vegtengingar 7,3 km Verklok 2017 Hringvegur (1) í Reykjadal, áfangi 2 Daðastaðir - Reykjadalsá Endurbætur 3,8 km Verklok 2017 Örlygshafnarvegur (612) Skápadalur - Hvalsker Styrking og klæðing 6 km Verklok: 2017 Jarðgöng og vegur að iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík Langholtsvegur (341) Flúðir - Heiðarbyggð Endurbygging 5,3 km Verklok 2017 Hegranesvegur (764) Ás - Sauðárkróksbraut Styrking og klæðing 5,1 km Verklok 2017 Kaldadalsvegur (550) Hofmannsflöt - Uxahryggjavegur Burðarlag og klæðing 15,7 km Lokið við framkvæmd frá 2016 Verklok 2017 Djúpvegur (61) um Súðavíkurhlíð Snjóflóðavarnir / færsla vegar Verklok: 2018 Hringvegur (1) um Akureyri Lagfæringar á fjórum gatnamótum Verklok 2019 Seyðisfjarðarvegur (93) Endurbætur á vegsvæði Langahlíð - Gufufoss Verklok 2017 Dettifossvegur (862) Dettifossvegur vestri - Hólmatungur Uppbygging nýs vegar að efra burðarlagi 7,7 km Verklok 2017 Efra burðarlag og klæðing Verklok 2018 Strandavegur (643) Hálsgata - Svanshóll Endurgerð og klæðing 7,4 km Verklok: 2017 Snæfellsnesvegur (54) Hringvegur - Álftaneshreppsvegur Afrétting og klæðing 3 km Verklok: 2017 Uxahryggjavegur (52) Borgarfjarðarbraut - Gröf Endurgerð og klæðing 3,8 km Verklok: 2018 Kjósarskarðsvegur (52) Fremriháls - Þingvallavegur Endurbygging og klæðing 6,6 km Lokið við framkvæmd frá 2016 Verklok 2017 Hróarstunguvegur (925) um Urriðavatn Styrking og klæðing 1,3 km Verklok 2017 Hringvegur (1) um Berufjarðarbotn Endurbygging 5,1 km Brú á Berufjarðará Verklok 2018 Hringvegur (1) um Morsá nýr vegur 3 km Verklok 2017 Hvanneyrarvegur (511) Styrking og klæðing 2,0 km Verklok: 2017 Vestfjarðavegur (60) Hvolsdalur Styrking, breikkun og klæðing 6 km Verklok: 2018 Súgandafjarðarvegur (65) Laugar - Suðureyri Lagfæringar og styrking 4,5 km Verklok: 2017 Hringvegur (1) norðan Lauga Afrétting með sementsfestun 1,8 km Verklok: 2017 Hringvegur (1) við Blöndubrú Breikkanir við brúarenda Verklok: 2017 Skagavegur (745) við Harrastaði, seinni hluti Endurbygging 1,1 km Verklok: 2017 Hringvegur (1) um Vatnsskarð Afrétting með sementsfestun 3,2 km Verklok 2017 Dagverðareyrarvegur (816) Hlaðir - Tréstaðir Endurbygging og klæðing 1,5 km Verklok 2017 Dettifossvegur (862) Hólmatungur - Súlnalækur Uppbygging nýs vegar 3 km Verklok 2018 Hringvegur (1) um Jökulsá á Breiðamerkursandi Rofvarnir í farvegi, endurbætur á aðkomu að brú Verklok 2017 Hringvegur (1) um Hornafjarðarfljót Byrjun framkvæmda Hringvegur (1) vestan Hestgerðis Afrétting með fræsun 1,4 km Verklok 2017 Hringvegur (1) við Flatey Afrétting vegar 1,8 km Verklok 2017 Helgustaðavegur (925) utan Mjóeyrar styrking og klæðing 1,1 km Verklok 2017 Norðfjarðarvegur (95) um Reyðarfjörð Endurbætur á grjótvörn Verklok 2017 Hringvegur (1) um Þvottárskriður Breikkun við vegrið Verklok 2017 Dýrafjarðargöng 5,3 km og vegtengingar 7,8 km Verklok 2020 Biskupstungnabraut (35) Geysir - Tungufljót Endurbygging 1,6 km Verklok 2017 Krýsuvíkurvegur (42) hringtorg við Hellnahraun Verklok 2017 Reykjanesbraut (41) hringtorg (2 stk.) við Aðalbraut og Keflavíkurveg Verklok 2017 Skaftártunguvegur (208) Ný brú á Eldvatn og 2 km vegagerð Verklok 2019 Kjóskaskarðsvegur (52) Vindás - Fremriháls Endurbygging 7 km Reykjavegur (355) Biskupstungnabraut - Laugarvatnsvegur Endurbygging og breytingar 8 km Verklok 2020 Þingvallavegur (36) þjónustumiðstöð - Klukkuhólar Endurbygging 4 km Biskupstungnabraut (35) Heiði - Múlanes Endurbygging 3 km Verklok 2017Hakið (3834) Þingvallavegur - þjónumiðstöð Endurbygging 0,3 km Verklok 2017 Reynishverfisvegur (215) Presthús - Reynisfjara Endurbygging 2 km Verklok 2017 Reykjanesbraut (41) Mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg Verklok 2017 Framúrskarandi evrópsk gæðadekk Dekkin frá og eru framleidd eftir ströngustu gæðakröfum Goodyear. Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK - 590 5100 6 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.