Fréttablaðið - 21.11.2015, Page 20

Fréttablaðið - 21.11.2015, Page 20
RANDALÍN, MUNDI OG AFTURGÖNGURNAR ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR OG ÞÓRARINN M. BALDURSSON Fyrsta bók höfunda hlaut Bóksalaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Þórarinn M. Baldursson myndskreytti. SELJA VEITINGASTAÐIR KATTAKJÖT? Þórdís GísladóttirFRÁBÆR BÓK FYRIR 5-10 ÁRA Í þau tæplega níu ár sem ég hef verið aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hef ég ferðast til margra staða víða um heim þar sem afleiðingar lofts- lagsbreytinga eru þegar farnar að blasa við. Ég hef margoft rætt við leiðtoga ríkja heims, forystumenn í atvinnulífi og almenna borgara um brýna þörf fyrir andspyrnu á heimsvísu. Hvers vegna er þetta mál mér svo kært? Í fyrsta lagi vegna þess að eins og allir afar ber ég hag barna- barnanna fyrir brjósti og vil að þau njóti fegurðar og allsnægta heilbrigðrar plánetu. Og eins og allar manneskjur tek ég nærri mér að sjá að flóð, þurrkar og eldsvoðar færast í aukana, að eyþjóðir eigi á hættu að missa land sitt og að ófáar dýrategundir séu að hverfa. Hans heilagleiki Frans páfi og aðrir trúarleiðtogar hafa minnt okkur á að það er siðferðileg skylda okkar að sýna þeim sam- stöðu sem eru fátækastir og minnst mega sín og hafa í senn gert minnst til að valda loftslags- breytingum og verða fyrst og harð- ast fyrir barðinu á þeim. Í öðru lagi þá hef ég sem oddviti Sameinuðu þjóðanna lagt áherslu á loftslagsbreytingar vegna þess að þær eru vandamál sem engin þjóð getur glímt við upp á eigin spýtur. Loftslagsbreytingar skeyta ekki um vegabréf; losun á einum stað veldur usla alls staðar. Þær ógna lífi og lífsviðurværi um allan heim. Efnahagslegur stöðugleiki og öryggi þjóða eru í hættu, Sam- einuðu þjóðirnar einar eru í stakk búnar til þess að bregðast við þessu einstaka hnattræna vanda- máli sem krefst sameiginlegra and- svara. Farin að sjá árangur Samningaviðræður fyrir Lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í París (30. nóvember til 11. desember) hafa gengið hægt og treglega. En við erum farin að sjá árangur. 166 ríki, sem í samein- ingu standa fyrir 90% losunar efna sem valda gróðurhúsaáhrifum, hafa hlýtt kalli Sameinuðu þjóð- anna og skilað landsmarkmiðum í loftslagsmálum. Ef þessum áætl- unum verður hrint í framkvæmd á árangursríkan hátt, munu þær draga úr hækkun hitastigs, þannig að hækkunin yrði um það bil þrjár gráður á Celsius um aldarlok. Þetta eru talsverðar framfarir. En þetta er ekki nóg. Það sem við þurfum að gera nú er að spýta í lófana og minnka losun í heim- inum meir og hraðar, þannig að við höldum hækkun hitastigs í heiminum innan tveggja gráða á Celsius. Um leið verðum við að styðja við bakið á ríkjum til þess að aðlagast óumflýjanlegum afleið- ingum loftslagsbreytinga sem þegar eru farnar að koma í ljós. Því fyrr sem við bregðumst við, því betra fyrir alla; í veði eru auk- inn stöðugleiki og öryggi; öflugri og varanlegri hagvöxtur, aukinn viðnámsþróttur gegn áföllum; hreinna loft og vatn; bætt heilsa. Þetta mun ekki takast á skömm- um tíma. Loftslagsráðstefnan í París er ekki endastöð. Niður- stöður hennar eru ekki hámark heldur lágmark, gólf en ekki þak. Hún ætti að vera vendipunktur á leið okkar í átt til minni losunar og aukins viðnámsþróttar gagn- vart loftslagsbreytingum. Nú er komið að ríkisstjórnum Um allan heim er verið að fylkja liði. Borgir, fyrirtæki og fjárfestar, trúarleiðtogar og almennir borg- arar leggja sín lóð á vogarskálarnar til að minnka útblástur og auka viðnámsþrótt. Nú er komið að ríkisstjórnum að ganga frá inni- haldsríku, bindandi samkomu- lagi í París til þess að setja skýrar reglur og finna auknum metnaði heimsins farveg. Til að svo megi verða, verða samningamenn að fá skýrar leiðbeiningar að ofan. Ég tel að þessa sé að vænta. Leið- togar G20 ríkjanna, sem hittust að máli fyrir skemmstu í Antalya í Tyrklandi, hétu aðgerðum í lofts- lagmálum. Og meira en 120 leið- togar ríkja og ríkisstjórna hafa staðfest þátttöku í fundinum í París, þrátt fyrir auknar áhyggjur af öryggi í kjölfar hryðjuverka- árásanna. Ég tel að niðurstöður Parísar- fundarins verði að einkennast af fjórum þáttum eigi hann að teljast árangursríkur en þeir eru varan- leiki, sveigjanleiki, samstaða og trúverðugleiki. Við skulum fyrst líta á varan- leikann. Parísarfundurinn verður að komast að niðurstöðu í sam- ræmi við það langtímamarkmið að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsius. Þá ber að senda skýr skilaboð til markaðar- ins um að það sé ekki aðeins óhjá- kvæmilegt að hagkerfi heimsins verði kolefnasnautt, heldur sé sú jákvæða vegferð þegar hafin. Í öðru lagi ber samkomulaginu að fela í sér sveigjanleika til þess að ekki þurfi sífellt að semja upp á nýtt. Það verður að vera hægt að taka tillit til breytinga í hag- kerfi heimsins og mynda jafnvægi á milli forystu þróaðra ríkja og aukinnar ábyrgðar þróunarríkja. Í þriðja lagi verður samkomu- lagið að sýna í verki samstöðu meðal annars í krafti fjármagns- og tækniflutninga til þróunarríkja. Þróuðum ríkjum ber að standa við fyrirheit um að 100 milljörðum Bandaríkjadala sé varið árlega, ekki síðar en 2020, til aðlögunar og mildunar á áhrifum loftslags- breytinga. Í fjórða lagi ber að komast að trúverðugu samkomulagi um að bregðast við sífellt auknum afleiðingum loftslagsbreytinga. Það verður að gera ráð fyrir að ríkisstjórnir endurmeti og efli landsmarkmið sín á fimm ára fresti í takt við kröfur vísinda. Í Parísarsamkomulaginu verða að vera ákvæði um gagnsæja og öfl- uga ferla til að meta, fylgjast með og gera grein fyrir árangri. Sameinuðu þjóðirnar eru reiðu- búnar til að styðja ríki í að hrinda slíkum samningi í framkvæmd. Skýr boðskapur Innihaldsríkt samkomulag í París mun stuðla að betri morgundegi. Það mun greiða fyrir upprætingu fátæktar, hreinsun andrúmslofts- ins og verndun sjávar og eflingu almenns heilbrigðis, skapa störf og leysa grænar lausnir úr læðingi. Þá mun það glæða vonir um að Heimsmarkmiðunum um sjálf- bæra þróun verði náð. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég tel lofts- lagsbreytingar svo mikilvægar sem raun ber vitni. Boðskapur minn til leiðtoga heimsins er skýr: árangur Parísar- fundarins er á ykkar ábyrgð. Stund heilbrigðrar skynsemi, málamiðl- ana og einhugar er runnin upp. Það er kominn tími til að líta út fyrir þrönga hagsmuni einstakra þjóða og hafa hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi. Íbúar heims- ins og komandi kynslóðir treysta á framsýni ykkar og hugrekki til að grípa sögulegt tækifæri. Það sem ég vonast eftir á Parísarfundinum Ban Ki-moon aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna Boðskapur minn til leiðtoga heimsins er skýr: árangur Parísarfundarins er á ykkar ábyrgð. Stund heilbrigðrar skynsemi, málamiðlana og einhugar er runnin upp. 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.