Fréttablaðið - 21.11.2015, Side 46

Fréttablaðið - 21.11.2015, Side 46
Fólk|helgin Jólamamarkaður Jólamarkaður Bjarna Viðars Sigurðssonar keramik ers fer fram um helgina að hrauntungu 20 í hafnarfirði. Fyrir sléttu ári var opnað Íshús Hafnarfjarðar, sem er miðstöð skapandi hönn- uða, iðn- og listamanna sem eru með vinnustofur þar fyrir hina ýmsu starfsemi sína. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þetta fyrsta starfsár Íshússins og óraði Önnu Maríu Karlsdóttur, sem byrjaði með starfsemina í Ís- húsinu ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Gunnari Sverrissyni, ekki þá fyrir ævintýrinu sem þau áttu í vændum. „Við tókum um sex hundruð fermetra svæði í gömlu fallegu frystihúsi við smábáta- höfnina í Hafnarfirði á leigu þann fyrsta júlí í fyrra og hófum stand- setningu á litlum rýmum til út- leigu. Við vorum með góðan hóp fólks sem tók þetta skref með okkur og leigði strax í upphafi rými undir sína starfsemi. Íshús Hafnarfjarðar er mikið samstarfs- verkefni og við leggjum mikla áherslu á samfélagið í húsinu,“ útskýrir Anna María. „Þann 21. nóvember í fyrra hófum við svo formlega starfsemina og vorum þá með tólf vinnustofur og verk- stæði. Nú einu ári síðar eru rýmin 26 talsins og alls starfa um 37 einstaklingar í Íshúsinu. Hjá okkur eru meðal annars keramik- og textílhönnuðir, trésmiðir, skósmiður, fjögur hönnunarfyrir- tæki, hnífasmiður og myndlistar- menn.“ ótelJandi tækiFæri Stækkun á Íshúsinu er í vinnslu en í september síðastliðnum tóku þau hjónin rúmlega þrjú hundruð fermetra rými á jarð- hæð hússins á leigu. „Það er fyrsta plássið okkar sem snýr út að fallegu smábátahöfninni. Um það rými eru ýmis áform sem eiga eftir að skýrast en möguleik- arnir hér við Flensborgarhöfnina eru óteljandi og tækifæri til að gera marga skemmtilega hluti,“ segir Anna María. allir Velkomnir í aFmæli Í tilefni ársafmælisins verða dyr Íshússins opnar upp á gátt um helgina og gestir og gangandi boðnir velkomnir í dag og á morgun á milli tólf og sex. „Íbúar taka á móti gestum í sínum vinnustofum og við kynnum nýja rýmið okkar til leiks. Þar er meðal annars sextíu fermetra hrár og flottur sýningarsalur þar sem fiskur var áður hrað- frystur áður en hann endaði í stórum frystigeymslum. Nú eru nokkrir í okkar hópi búnir að setja upp sýningu í rýminu á veggverkum og myndlist og sú sýning mun standa fram til jóla. Verslun Íshúss Hafnarfjarðar sem verið hefur á vergangi er flutt í nýja plássið. Þar má finna hönnun margra þeirra sem eru með vinnustofur í húsinu og er úrvalið fjölbreytt af vönduðu og fallegu handverki.“ ViðBurðarík aðVenta Það verður einnig mikið um að vera á aðventunni hjá íbúum Ís- hússins en þá verður í gangi jóla- markaður, viðburðir og sýningar í nýja hluta Íshússins. „Á að- ventunni verður dagskráin meðal annars í samstarfi við Jólaþorpið í Hafnarfirði. Við höfum opið öll föstudagskvöld aðventunnar og alla laugardaga. Einnig verður kvöldopnun þriðjudaginn 22. desember. Auk þessa verður vinnustofu- hluti Íshúss- ins opinn laugardaginn 5. desember þannig að fólk getur komið og séð hönnuðina við iðju sína,“ segir Anna María. Markaðurinn er árlegur við- burður og býður Bjarni upp á heimabakaðar jólakræs- ingar, smákökur og kon- fekt, glögg og kaffi og kósí stemmingu. Leirmunir Bjarna hafa vak- ið athygli víða um heim og selur Bjarni muni sína meðal annars í versluninni ABC Home í New York. Þá hefur hann átt miklum vinsældum að fagna í Danmörku. Opið er í dag og á morgun, sunnudag, frá klukkan 11 til 18. Nánar má forvitnast um hönnun Bjarna á Facebook undir Bjarni Sigurdsson cera- mics designer. Stórhuga hJón Hjónin Anna María karlsdóttir og ólafur Gunnar Sverrisson eru hugmyndasmiðir Íshúss Hafnarfjarðar. Þau segja að þau hafi ekki órað fyrir því ævin- týri sem var í uppsiglingu við stofnun þess. MYND/GVA Falleg hönnun Ýmsa fallega muni má fá í Íshúsi Hafnarfjarðar, meðal ann- ars leirmuni frá merkinu Thing & Things eftir Emblu. krúttlegt JólaSkraut Á aðventunni verður starfræktur jóla- markaður í Íshús- inu. æVintýri í heilt ár aFmæliShátíð Íshús Hafnarfjarðar fagnar ársafmæli um helgina. Gestum og gangandi er velkomið að koma og kynna sér starfsemina. Ný sending af glæsilegum fatnaði frá Basler! Yfirhafnir, jakkar og buxurnar sem margar eru búnar að vera bíða eftir komnar. Verið velkomnar Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S. 551 0770 NDS Probiotics Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Nutrient Delivery System * Um er að ræða 9 tegundir af mismunandi gerla blöndum, leita má upplýsinga hjá söluaðila um gerla sem henta þínum þörfum Loksins á íslandi Hágæða frostþurrkaðir meltinga- gerlar fyrir góða þarmaflóru w w w .vi te x. is Fæst í Heilsuhúsinu Kringlunni NDS gerlar sem fagfólk mælir með þ.á.m danskir næringarþerapistar og hin þekkta Eva Lydeking-Olsen. Margar blöndur í boði fyrir börn og fullorðna* 15% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM Skipholti 29b • S. 551 0770 Ú T G Á F U T Ó N L E I K A R 26. nóv. kl. 20 Frystiklefinn, Rifi 3. des. kl. 20 Harpa, Reykjavík A L D A D Í S H E I M Kemur út 27. nóvember BJarni Selur keramikmuni meðal annars í New York og Danmörku. Ár- legur jólamark- aður Bjarna stendur nú um helgina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.