Fréttablaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 51
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 21. nóvember 2015 3
Áhættustýring Kviku
Kvika leitar eftir öflugum einstaklingi til starfa á sviði áhættustýringar. Um er að ræða alhliða starf innan áhættustýringar þar sem viðkomandi mun
koma að öllum starfssviðum áhættustýringar og starfa með flestum sviðum bankans. Hjá Kviku metum við frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnað til að
ná árangri í starfi og gerum ávallt þá kröfu að starfsmenn okkar sýni fagleg og vönduð vinnubrögð.
Starfssvið:
• Greining og mat á áhættuþáttum í starfsemi bankans
með áherslu á markaðsáhættu
• Þátttaka í þróun og viðhaldi upplýsingakerfa innan bankans
fyrir hönd áhættustýringar
• Þróun aðferða og kerfa innan áhættustýringar
• Þróun sjálfvirkni í upplýsingaöflun, skýrslugerð og vöktun
• Skýrslugjöf til stjórnenda og eftirlitsaðila
Hæfni og þekking:
• Þekking og reynsla af áhættustýringu, viðskiptagreind
og/eða fjárstýringu er nauðsynleg
• Reynsla af vinnu í gagnagrunn og T-SQL (MS-SQL)
• Reynsla af greiningarvinnu og mjög góð greiningarhæfni
• Gott vald á úrvinnslu og framsetningu talna og gagna
• Háskólapróf á framhaldsstigi í verkfræði, tölvunarfræði,
viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
• Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli
Kvika er sérhæfður fjárfestingabanki sem sinnir þörfum viðskiptavina á afmörkuðum syllum með fagþekkingu og sérhæfðu vöruframboði. Burðarás Kviku er
öflug eignastýring og bankinn veitir sparifjár- og innlánseigendum alhliða þjónustu. Hjá Kviku starfar samhentur hópur 80 sérfræðinga sem nær árangri í krafti
menntunar, markaðsþekkingar og víðtækrar reynslu. Eignarhald Kviku er gagnsætt og er hann eini bankinn sem er að fullu í eigu einkaaðila s.s. lífeyrissjóða,
fyrirtækja og einstaklinga. Nánar á: www.kvika.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember 2015.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni við komandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir
(audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.
Í boði er:
• Mjög góð starfsaðstaða
• Metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi
• Þátttaka í uppbyggingu á nýjum og framúrskarandi vinnustað