Fréttablaðið - 21.11.2015, Page 94

Fréttablaðið - 21.11.2015, Page 94
landsframlögum sínum. Ráðstefnan snýst ekki um innihald framlag- anna, heldur hvernig þeim verður framfylgt. Peningar aðalatriði Viðræðurnar munu ekki aðeins snúast um það hvernig ríki draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær munu einnig snúast um peninga og skiptar skoðanir eru meðal þróunar- ríkja annars vegar og þróaðra ríkja hins vegar um hvernig skuli fjár- magna þessa umhverfisbyltingu. Á loftslagsráðstefnunni í Durban árið 2011 var Græni loftslagssjóðurinn tekinn í gagnið en hann tryggir þróunarlöndum rúma 13 milljarða króna á ári ef þau fara leið endur- nýtanlegrar orku. „Þetta er tvímælalaust eitt af stærstu málunum. Þróuð ríki segja að þróunarríkin verði að koma með enda sé mesta aukningin í losun þar. Þróunarríkin benda á að þar sé miklu minni losun á íbúa og það sé því sanngjarnt að þróuðu ríkin komi með styrki svo þau geti tekið upp græna tækni og tekist á við afleið- ingar loftslagsbreytinga. En það er sannarlega deilt um það hvað eigi að vera innan þess, er það eingöngu opinber aðstoð, þróunaraðstoð eða annað, og þetta verður eitt af stærstu málunum. Upphæð og umfang þess- arar aðstoðar,“ segir Hugi. Hugi heldur til Parísar í næstu viku til að taka þátt í undirbún- ingsviðræðum fyrir sjálfa lofts- lagsráðstefnuna. Hann segir flókið en spennandi verkefni blasa við. „Maður skynjar að það er mikil vakning hjá leiðtogum, stjórn- málamönnum og almenningi og margt af því sem við getum gert til að takast á við þetta er ekki bara einhvers konar rýrnun á lífskjörum og hörmung heldur er margt sem skilar árangri í minni heilsuspillandi mengun, sparnaði og ódýru íslensku rafmagni í staðinn fyrir dýrt innflutt jarðefnaeldsneyti.“ Viðræður um hnattrænt samkomu- lag um loftslagsmál fóru síðast fram í Kaupmannahöfn árið 2009. Þær runnu út í sandinn með nokkuð dramatískum hætti. Engin niður- staða í Kaupmannahöfn, fyrir utan það sögulega augnablik að þjóðir heims sameinuðust um það mark- mið að draga skyldi úr losun gróður- húsalofttegunda. Tilgangur lofts- lagsráðstefnunnar í París (COP21) í desember er að framfylgja þessu markmiði með lagalega bindandi samkomulagi. Rúmlega 150 þjóðir hafa nú lagt fram landsframlag sitt. Þessi framlög taka til rúmlega 90% af heimslosun. Ísland fylgir Evrópusambandinu og Noregi í samningagerðinni þar sem markmiðið er að minnka losun um 40% til ársins 2030. Höfuðáhersla ríkjanna 195 sem eiga aðild að loftslagssamningnum er að halda hnattrænni hlýnun undir tveimur gráðum þar sem við- miðið er hitastig fyrir iðnbyltingu. Til að ná þessum áfanga þarf að draga verulega úr losun og það á nokkuð stuttum tíma, enda hefur plánetan þegar hitnað um 0,85 til 1°C frá árinu 1880. Sú staðreynd blasir við í aðdraganda ráðstefn- unnar að margir vísindamenn telja það vera nær ómögulegt að koma í veg fyrir verulega hækkun, 3 til 5°C, fyrir árið 2100. Þarf meira til Ef mannkyn hættir undir eins að dæla koldíoxíði út í andrúmsloftið mun plánetan halda áfram að hitna engu að síður. Sú hækkun nemur 1,6°C miðað við hitastig fyrir iðn- byltingu. Á dögunum tilkynnti Alþjóðaveðurfræðistofnunin að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloft- inu náði 400 hlutum af milljón fyrr á þessu ári og líkur eru á að styrkurinn haldist óbreyttur næstu ár þar sem veðurfyrirbærið El Niño stuðlar að frekari söfnun gróðurhúsaloft- tegunda í andrúmsloftinu. Hitametin munu halda áfram að falla, eins og þau hafa gert undan- farin ár. Hver mánuðurinn á fætur öðrum síðastliðið ár hefur verið yfir meðallagi þegar hitastig er annars vegar og nokkur met hafa fallið. Síðastliðinn októbermánuður var sá heitasti frá upphafi mælinga seint á 19. öld. Goddard-stofnunin hjá NASA telur nú 99,9% líkur á að 2015 verði heitasta ár frá upphafi. Og já, fyrra metið var slegið 2014. Í raun hafa 13 af 15 heitustu árunum komið frá árinu 2000. Christina Figueres, framkvæmda- stýra Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sagði í síðasta mánuði að það væri í raun ekki öruggt að lands- framlög aðildarríkjanna myndu duga til að halda hlýnun Jarðar undir 2°C. „Ég vil að það sé á hreinu. Vegna þess að það er ekki sann- gjarnt að afvegaleiða almenning til að halda að Parísarráðstefnan sé einhver töfralausn sem færir okkur frá 4-5°C hlýnun og að undursam- legt, fullkomið markmið um 2°C hlýnun blasi þá við. Það er ekki raunin,“ sagði Figueres. Ramminn settur Hugi Ólafsson, formaður samninga- nefndar Íslands í loftslagsmálum, bendir á að það er sannarlega jákvætt að markmið þjóðanna leiði til minnkunar á losun gróðurhúsa- lofttegunda. „Hins vegar telja menn að það sé ólíklegt að það markmið muni nást að hlýnun frá því fyrir iðnbyltingu verði innan við tvær gráður. Það verður viðfangsefni Parísarfundarins að reyna að búa til umgjörð þannig að það verði ýtt smám saman á ríki svo að þessi markmið verði enn metnaðarfyllri,“ segir Hugi. Hann segir skipuleggj- endur ráðstefnunnar og samninga- nefndir hafa lært af reynslunni í Kaupmannahöfn. Fyrirkomulagið sé annað núna þar sem ríki skila Um 40 þúsund manns munu sækja loftslagsráðstefnuna í París í desember. noRdicPhotos/GEttY hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum: „Það verður viðfangsefni Parísarfundarins að reyna að búa til umgjörð þannig að það verði ýtt smám saman á ríki svo að þessi markmið verði enn metnaðarfyllri.“ Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Atburðarrás 1992 RIO EARTH-RÁÐSTEFNAN Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftslags- breytinga (UNFCCC) stofnaður á Ríó-ráðstefnunni 1995 COP1 Berlín 1997 COP3 Kýótó-bókunin Alþjóðleg reglugerð þar sem aðildarríki skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin var innleidd 11. desember 1997 og tók gildi 16. febrúar 2005. 2001 COP7 Marrakesh Ítarlegar reglur um innleiðingu Kýótó-bókunarinnar voru teknar upp á COP7 í Marrakesh árið 2001. 2012 Doha-viðaukanum bætt við doha Kýótó-bókunin 2015 COP21 París Markmið: 1. Að ná lagalega bindandi og hnattrænu samkomulagi um loftslagsbreytingar þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar undir 2°C. 2. Fjárhagslegur stuðningur við þróunarríkin með því að safna 100 milljörðum Bandaríkja- dala á ári með stuðningi frá þjóðríkjum, alþjóðlegum stofnunum og einkageiranum frá árinu 2020. 196 aðildarríki (195 þjóðríki auk EsB) HEImIlD: UNFCCC Stærsta og líklegasta mikilvægasta loftslagsráðstefna sögunnar hefst í París 30. nóvember. Nú hafa rúmlega 150 þjóðir lagt fram markmið sín um hvernig þær hyggjast draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Sendinefndir ríkjanna halda til Frakklands minnugar um mistök síðustu ráðstefnu. það er ekki sanngjarnt að afvegaleiða almenn- ing til að halda að Parísarráðstefnan sé einhver töfralausn Christina Figueres, framkvæmdastýra Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna Á suðupunkti í París 2 1 . N ó v E m b E R 2 0 1 5 l A U G A R D A G U R50 H E l G I N ∙ F R É T T A b l A Ð I Ð Tækni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.