Fréttablaðið - 22.07.2017, Side 8

Fréttablaðið - 22.07.2017, Side 8
Það sem er alvarlegt er þegar lántak- endur geta ekki staðið við afborganir sínar þegar að niðursveiflunni kemur. Ingólfur Bender, hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins  EFNAHAGSMÁL Sá reginmunur er á núverandi uppsveiflu á íbúðamarkaði og þeirri síðustu, á árunum fyrir fall bankanna, að hækkandi íbúðaverð er nú ekki drifið áfram af óhóflegri skuldsetningu heimilanna. Heimilin ættu því ekki að vera eins viðkvæm fyrir verðfalli á markaðinum. Þetta segir Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann nefnir að á árunum fyrir hrun hafi veðsetningarhlutföll og hámarks- lán verið hækkuð úr hófi fram og fjár- málastofnanir stigið á bensíngjöfina, ef svo má segja. Það hafi þrýst íbúða- verði upp. Allt aðrar forsendur séu fyrir hækkun íbúðaverðs nú. Samkvæmt nýjum reglum Fjár- málaeftirlitsins (FME), sem voru birtar í fyrradag, má ekki lána fyrir meira en 85% af markaðsverði fast- eignar. Við kaup á fyrstu fasteign er þó heimilt að lána allt að 90 prósent. FME tók fram að reglurnar væru einkum settar til þess að tryggja að lánveitendur slökuðu ekki frekar á lánaskilyrðum í ljósi harðnandi samkeppni á íbúðalánamarkaði, nú þegar hækkanir á íbúðaverði eru miklar og vextir fara lækkandi. Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóri FME, segir reglurnar hafa þann tilgang að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008, þegar staða lántakenda varð óviðráðan- leg. „Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá, er full ástæða til að sýna ýtrustu varkárni gagn- vart lækkun fasteignaverðs í fram- tíðinni.“ Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanm, segir að reglurnar muni ekki breyta miklu, enda hafi bankarnir stigið varlega til jarðar í lánveitingum og láni ekki fyrir meira en 85 prósentum af mark- aðsvirði eignar. „Það er hugsanlega hægt að fá hærra lán einhvers staðar annars staðar, en nú er verið að koma í veg fyrir það. Að því leytinu til eru þessar reglur öryggistæki sem kemur í veg fyrir að fólk geti skuld- sett eign sína fram úr hófi eins og gerðist fyrir hrun,“ segir hann. Raunverð íbúða hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri og reyndist ársvöxtur þess til dæmis 21,2 prósent í síðasta mánuði. Ingólfur segir raunverð húsnæðis standa hátt sögulega séð. Það hafi hækkað talsvert umfram undirliggj- andi áhrifaþætti, eins og til dæmis kaupmáttarvöxt, að undanförnu, en stór hluti skýringarinnar sé við- varandi skortur á framboði nýrra íbúða. „Það eru því viss hættumerki til staðar. Í því ljósi er það ábyrgðar- efni að lána með mjög litlu eigin fé. Þá getur það gerst að heimili, sem taka lán fyrir slíkum fasteigna- kaupum, verði miklu viðkvæmari fyrir niðursveiflunni þegar að henni kemur,“ bendir hann á. Hann segir veðsetningarhlut- fallið þó aðeins eina hlið málsins. Einnig þurfi að líta til greiðslu- byrðarinnar. „Oft er sagt að það skipti ekki höfuðmáli þótt eigið fé í húsnæði verði neikvætt um tíma, en það sem er alvarlegt er þegar lántakendur geta ekki staðið við afborganir sínar þegar að niður- sveiflunni í efnahagslífinu kemur. Að því leyti þarf að hafa varann á og tryggja að greiðslumat byggist á raunhæfum áætlunum.“ Skýr merki séu um að greiðslu- möt fjármálastofnana séu stífari en áður og það geti verið hluti ástæð- unnar fyrir því að útlánavöxtur hafi ekki verið eins ör og í síðustu upp- sveiflu. kristinningi@frettabladid.is Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli Vísbendingar eru um að áfram verði þrýstingur á fasteignaverð að mati Fjármálaeftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ekki er talið að nýjar reglur FME um hámark veðsetningarhlutfalls muni breyta miklu, enda hafa bankarnir almennt stigið varlega til jarðar í lánveitingum til fasteignakaupa. Hag- fræðingur segir allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs nú en á ár- unum fyrir hrun. bmvalla.is Áfram stelpur! Þéttur varnarmúr og sterk liðsheild skapa árangur. PI PA R\ TB W A • S ÍA 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.