Fréttablaðið - 22.07.2017, Page 10

Fréttablaðið - 22.07.2017, Page 10
Taktu þátt á frettabladid.is/sumarleikur Innilega til hamingju Rannveig Möller! Rannveig hlaut í verðlaun Simba rúm frá Dorma. Þetta er hennar stund með Fréttablaðinu. Fjöldi skemmtilegra mynda hafa verið sendar inn og við minnum á að leikurinn er enn í fullum gangi. Drögum út glæsilega vinninga í hverri viku. Hver fær Fiat Tipo? Stund Rannveigar með Fréttablaðinu Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is BANDARÍKIN Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafull- trúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti sam- skiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forset- inn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlands- hers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetn- ingarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heims- vísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu. Það voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræði- teymis forsetans, og Marc Kas owitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherr- ans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“ thorgnyr@frettabladid.is Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skip- an nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. Sean Spicer hefur sagt af sér. NORDICPHOTOS/AFP Jeff Sessions, dómsmála- ráðherra 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.