Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.07.2017, Blaðsíða 50
Textinn Aðeins ein jörð er lesinn við tónlist frá NASA Ómar Ragnarsson hefur gefið út hljómdiskinn Hjarta landsins til að örva ferðagleði fólks og upplifun á náttúrunni og fór á lítilli vespu um landið að kynna hann. Hann hefur gert lög og texta frá því hann hóf sinn feril sem skemmtikraftur undir lok 6. áratugarins. Ómar fór á Létti hringina tvo, en Léttir er sparneytin vespa sem þó kemst á þjóðvegahraða, eftir því sem eigandinn segir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þú kemst frá Reykjavík á Egilsstaði með þessi lög í eyrunum,“ segir skemmti-krafturinn og fréttahaukur-inn Ómar Ragnarsson um fjórfalda hljómdiskinn sem hann var að gefa út með 72 lögum og ber heitið Hjarta landsins. Lögin eru ólík og flytjendurnir líka en Ómar er ýmist höf- undur laga eða texta eða hvors tveggja. „Þarna eru allt frá hátimbruðum ætt- jarðarlögum í hreint grín og kerskni,“ tekur hann fram. „Diskurinn á að örva ferðagleði fólks og upplifun á náttúrunni en frá gerólíkum sjónarhornum. Allar mögulegar aðferðir til þess koma við sögu svo sem hestaferðir, fjallgöngur, siglingar, jöklaferðir og jeppaferðir. Elstu upptökur eru frá 1964 eða 5 en langflestar frá síðustu árum.“ Kveikjuna að útgáfunni segir Ómar vera fjölmennar baráttusamkomur fyrir tveimur árum sem snerust um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég lagði í það púkk lag sem ég kalla Hjarta landsins. Það atriði gekk vel og sú hug- mynd kviknaði að tjaldabaki að gefa það út. Útgáfan nú er afsprengi þeirrar hugmyndar – fjórir diskar en tveir þeirra eru endurútgefnir. Hins vegar eru 28 lög sem aldrei hafa komið út á diski áður. Einn texti, Aðeins ein jörð, er lesinn við tónlist frá NASA en elsti textinn er frá 1601 eða 2. Hann er eftir William Shake- speare, ég söng hann á Þrettándakvöldi Herranætur 1959.“ Spurður hvort einhver texti standi honum nær en annar svarar Ómar: „Já, Hjarta landsins og líka Land mitt og þjóð. Eitt er eiginlega sálmur, Yndis- lega land sem er sungið af Pálma Gunn- arssyni. Ég reyndi alltaf að velja flytj- endur og útsetjara sem ég tel að passi lögunum, bara Bubbi Morthens átti að syngja Maður og hvalur – enginn annar. En allir geta sungið baráttusönginn Horfum fram. „Hann var endanlega slíp- aður þegar ég var í Stjórnlagaráði enda blandaður hópur sem syngur hann á diskinum, ég kalla hópinn Þjóðlagaráð.“ Ómar segir fólk nota nýjar aðferðir nú til dags við að dreifa tónlist. „Egill Ólafs ætlar að gefa út 300 eintök á vínyl og árita allt og Páll Óskar ætlar að fara með 300 stykki persónulega heim til hvers kaupanda. Mín aðferð var að fara fyrstu trúbadorferðina um landið á spar- neytnasta vespuhjóli sem nær þjóðvega- hraða. Það heitir Léttir. Fór hringina tvo, bæði þjóðveg 1 og Vestfirði, og lagði að baki 2.028 kílómetra á innan við fjórum sólarhringum. Var með heilt hljómflutn- ingskerfi og hélt 22 kynningar á leiðinni, þrenna tónleika, sendi tólf hlaðvarps- pistla á netinu og enn fleiri fésbókar- pistla með myndum úr ferðinni. Bara til að stimpla eitthvað inn sem er einstakt.“ Nú er Ómar að taka upp Ferðastiklur vestur á fjörðum með Láru dóttur sinni og svo stefnir öll fjölskyldan til Brussel um næstu helgi til að vera við brúðkaup. gun@frettabladid.is Ég fór hringina tvo, bæði þjóðveg 1 og Vestfirði, og lagði að baki 2.028 kílómetra á innan við fjórum sólarhringum. Var með heilt hljómflutningskerfi og hélt 22 kynningar á leiðinni, þrenna tónleika, sendi tólf hlaðvarps- pistla á netinu og enn fleiri fésbókarpistla með myndum úr ferðinni. Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug vegna fráfalls og útfarar Jóns Sveinssonar Reyni í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vík og á Selfossi fyrir einstaka umönnun. Erla Pálsdóttir Páll Jónsson M. Sigríður Jakobsdóttir Margrét Jónsdóttir Sigurjón Árnason Sigurlaug Jónsdóttir Ólafur Helgason Sveinn Jónsson Jóna Svava Karlsdóttir Jónatan G. Jónsson Valgerður Guðjónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Jón E. Einarsson Einar Jónsson Ágústa Bárðardóttir Guðbjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og a, Gísli Torfason lögg. endurskoðandi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí. Útför hans fer fram frá Hafnar arðarkirkju mmtudaginn 27. júlí kl. 13. Fjölskyldan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug. Sólveig Birna Gísladóttir Einar Jóhannes Lárusson Lour Bjarni Gíslason Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir og barnabörn. 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R30 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.