Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 22
Afturelding eðA gróttA?
Það ræðst í dag hvort það verður
Afturelding eða grótta sem fylgir
Ír upp úr 2. deildinni í inkasso-
deildina. grótta er í betri stöðu í
2. sæti með 43 stig en Afturelding
er í 3. sæti með 41 stig. grótta
sækir Hött heim í dag, laugardag,
en Mosfellingar unnu Hött, 7-2, í
síðustu umferð. Afturelding verður
að vinna topplið Ír á útivelli og
vona að Höttur nái að minnsta
kosti jafntefli gegn gróttu ætli
eldingin upp um deild.
Verður stjArnAn MeistAri?
stjarnan getur orðið Íslands-
meistari í Pepsi-deild kvenna í
fótbolta í dag, laugardag, þegar
næstsíðasta umferðin í deildinni
verður spiluð í heild sinni.
stjarnan er með tveggja stiga
forskot á Breiðablik sem er eina
liðið sem á raunhæfa möguleika
á titlinum ásamt garðbæingum.
stjarnan verður meistari ef liðið
vinnur Kr á útivelli og Breiðabliki
tekst ekki að vinna botnlið ÍA.
fastlega má reikna með
sigri beggja liða og að
úrslitin ráðist endan-
lega í lokaumferðinni.
skagakonur geta
aftur á móti fallið
vinni þær ekki
Blika. sigur gæti
þó ekki verið
nóg en þær eru
fjórum stigum
frá öruggu sæti
og verða líka
að treysta á að önnur
úrslit falli með þeim.
Fótbolti fH er orðið Íslandsmeistari
í Pepsi-deild karla í fótbolta. Því
verður ekki breytt en Hafnarfjarðar-
liðið fagnaði áttunda Íslandsmeist-
aratitli sínum á mánudagskvöldið án
þess að spila.
Baráttan er samt enn þá hörð um
evrópusæti og á botninum. stór-
leikur fer fram í evrópubaráttunni
á sunnudaginn þegar 21. umferðin
verður leikin í heild sinni en þar
mæta fjölnismenn liði stjörnunnar
á heimavelli.
fjögur lið eru enn þá í baráttunni
um sætin tvö sem gefa þátttökurétt
í forkeppni evrópudeildarinnar á
næsta ári og milljónatugina sem því
fylgja. Valur er eina örugga liðið í evr-
ópu þökk sé öðrum bikarmeistara-
titli liðsins í röð en þó það sé í efri
hlutanum getur það ekki haft nein
áhrif á baráttuna um evrópusætin
þar sem það mætir liðum utan henn-
ar í síðustu tveimur umferðunum.
26 milljónir klárar í kassann
sala á leikmönnum og evrópupen-
ingar eru það sem íslensku liðin
þrífast á og þar skilur oftast á milli
liða sem berjast um feitustu bitana
á félagaskiptamarkaðnum þegar
hausta tekur. ekki er nóg með að
lið sem er á leið í evrópukeppni
hafi vanalega meira á milli hand-
anna heldur líta leikmenn á það
sem bæði spennandi verkefni fyrir
sjálfa sig og auglýsingaglugga.
Peningarnir eru miklir og skipta
liðin máli. fyrir það eitt að spila leik
í fyrstu umferð forkeppni evrópu-
deildarinnar fá liðin 200.000 evrur
eða 26 milljónir króna. Vissulega fer
eitthvað af því í ferðalagið sjálft og
uppihald en þetta er upphæð sem
getur tekið félögin marga mánuði
að safna. Komist svo eitthvert lið
áfram í aðra umferð fást 210.000
evrur eða 27 milljónir króna.
ef félögin eru svo heppinn að
mæta liðum sem eru það spenn-
andi að erlendir sjónvarpsréttar-
hafar vilja sýna leikina bætist við
í kassann en það er vissulega mjög
sjaldgæft í fyrstu umferðum evrópu-
deildarinnar.
Blikar í bílstjórasætinu
Breiðablik, fjölnir, stjarnan og Kr
eru liðin fjögur sem berjast um evr-
ópusætin í síðustu tveimur umferð-
unum sem fram fara á sunnudag og
annan laugardag. Á 180 mínútum
af fótbolta spiluðum með sex daga
millibili ræðst hvaða lið fá evrópu-
sætin mikilvægu og hverjir sitja eftir
með sárt ennið um miðja deild.
Blikar eru í bílstjórasætinu en þeir
eru með 35 stig í öðru sæti deildar-
innar og mæta skaganum sem hefur
að engu að keppa á sunnudaginn.
Þeir fá svo heimaleik gegn fjölni í
lokaumferðinni þar sem þeir geta
gulltryggt evrópusætið – ef þeir
verða þá ekki búnir að því. Miðað
við heimavallarárangur þeirra er
reyndar ekkert klárt í þeim efnum.
Kr getur komið sér bakdyrameg-
in inn í evrópu en liðið er í sjötta
sæti með 32 stig, tveimur stigum
á eftir fjölni. Kr-ingar, sem hafa
undir stjórn Willums Þórs Þórsson-
ar verið á miklum skriði að undan-
förnu, eiga eftir mjög fýsilega leiki
gegn ólsurum og fylki. Vissulega lið
í lífsbaráttu í deildinni en Kr-liðið
er miklu betra og á að vinna þessa
leiki.
Tveir risastórir hjá Fjölni
fjölnir úr grafarvogi er í þriðja sæti
deildarinnar með 34 stig. liðið er
nú þegar búið að bæta sinn besta
árangur í efstu deild (33 stig 2015)
og á góðan möguleika á að komast í
evrópukeppni í fyrsta sinn.
næstu tveir leikir geta breytt
ímynd og framtíð fjölnis. Þetta
unga félag getur orðið það 17. sem
kemst í evrópukeppni og orðið
fyrsti nýliðinn síðan stjarnan komst
í evrópu fyrir tveimur árum.
fjölnir hefur ekki verið lið sem
sparkáhugamenn tengja við topp-
baráttu og evrópukeppni en Ágúst
gylfason er búinn að gera ótrúlega
hluti með grafarvogsliðið og fær nú
tvo stærstu leiki í sögu félagsins með
sex daga millibili til að taka risastórt
skref með fjölnismenn.
Alvöru tugmilljóna króna leikur
fer fram í grafarvoginum á sunnu-
daginn þar sem fjölnir tekur á móti
stjörnunni. garðbæingar eru, með
tveimur sigrum í röð, aftur komnir
í evrópuséns og komast upp fyrir
fjölnismenn með sigri. Þá yrðu evr-
ópudraumar grafarvogsliðsins ekki
lengur í þess höndum. Það er því
óhætt að fullyrða að leikur fjölnis
og stjörnunnar er mikilvægasti
leikur í stuttri sögu fjölnis. liðið
fékk tvö tækifæri 2007 og 2008 til
að komast í evrópukeppni sem
bikarmeistari en tapaði tveimur
úrslitaleikjum í röð. nú hefur fjöln-
ir unnið fyrir sínu allt tímabilið og
yrði sárt fyrir þá gulu að horfa á
eftir flugvélinni til meginlandsins í
síðustu tveimur umferðunum.
Tveir leikir á sex dögum
og tugir milljóna króna í boði
Evrópubaráttan fer á flug í Pepsi-deild karla um helgina en tvær umferðir eru eftir og eru fjögur lið í bar-
áttunni um tvö sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fjölnir er eina nýja nafnið í baráttunni um milljóna-
tugina sem skipta félögin svo miklu máli. Blikar eru í bílstjórasætinu en KR gæti komist inn bakdyramegin.
Ágúst Gylfason er með Fjölnisliðið í fínni stöðu og á mikilvæga leiki fyrir höndum á næstu sex dögum í Evrópubaráttunni. FréTTaBlaðið/Hanna
Evrópubaráttan
Staðan
2. Breiðablik 35 +11
3. Fjölnir 34 +15
4. Stjarnan 33 +8
5. Valur 32 +16
6. KR 32 +5
leikir liðanna
21. umf:
ÍA - Breiðablik
Fjölnir - Stjarnan
Víkingur Ó. - KR
22. umf
KR - Fylkir
Stjarnan - Víkingur Ó.
Breiðablik - Fjölnir
Það helsta á Sportstöðvunum
l11.20 Man Utd - leicester Sport
l12.50 Þór - Ka Sport4
l13.30 augsburg - Darmst. Sport3
l13.50 liverpool - Hull Sport
l14.00 Tour Champion. Golfstöðin
l14.10 Sporting - Barcelona Sport2
l16.00 arsenal - Chelsea Sport
l16.20 a. Villa - newcastle Sport2
l18.40 las Palmas - real M. Sport3
S13.30 Fylkir - Þróttur Sport2
S13.30 Fjölnir - Stjarnan Sport
S13.50 Vík Ó. - Kr Sport3
S14.50 West Ham - S’oton Sport4
S16.00 Tour Champion Golfstöðin
S20.00 Pepsi-mörkin Sport
S20.20 Kansas - nY Jets Sport2
Frumsýningar á leikjum
l16.15 Swansea - Man. City Sport4
l18.00 Stoke - WBa Sport4
l18.30 MBoro - Tottenham Sport2
l18.45 Bournm. - Everton Sport
l20.10 Sunderl. - C. Palace Sport2
Pepsi-deild karla
S14.00 Fylkir - Þróttur Flórídanav.
S14.00 Fjölnir - Stjarnan Fjölnisv.
S14.00 Víkingur - FH Víkin
S14.00 Ía - Breiðablik Norðurálsv.
S14.00 Vík. Ó - Kr Ólafsvíkurv.
S14.00 ÍBV - Valur Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna
l14.00 FH - ÍBV Kaplakriki
l16.00 Breiðablik - Ía Kópavogsv.
l16.00 Kr - Stjarnan Alvogenv.
l16.00 Þór/Ka - Fylkir Þórsvöllur
l16.00 Selfoss - Valur JÁVERKv.
inkasso-deildin
l13.00 HK - leiknir F. Kórinn
l13.00 Selfoss - Huginn JÁVERKv.
l13.00 Þór - Ka Þórsvöllur
l13.00 Grindavík - Fram Grindavík
l13.00 leiknir - Keflavík Leiknisv.
l13.00 Fjarðab. - Haukar Eskjuv.
Olísdeild kvenna
l13.30 ÍBV - Fylkir Fylkishöll
l14.00 Selfoss - Valur Selfossi
l14.00 Stjarnan - Grótta TM-höll
l16.00 Haukar - Fram Schekerh.
Olísdeild karla
S16.00 FH - ÍBV Kaplakriki
S16.00 Stjarnan - Grótta TM-höll
Tómas Þór
Þórðarson
tom@frettabladid.is
2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 l A U G A r D A G U r22 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
sport