Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 59
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 24. september 2016 19
www.vedur.is
522 6000
Snjóathuganamaður
á Tálknafirði
Gildi Veðurstofunnar eru þekking,
áreiðanleiki, framsækni og samvinna.
Ráðningar hjá stofnuninni munu taka
mið af þessum gildum.
Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins
og viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veita
Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár
(harpa@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson,
mannauðsstjóri (borgar@vedur.is),
í síma 522 6000
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að
sækja um starfið á www.starfatorg.is.
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjó
athugunarmann til starfa á Tálknafirði. Einnig
kemur til greina að viðkomandi sé staðsettur á
Patreksfirði. Um er að ræða hlutastarf í tíma
vinnu, sem alla jafna er unnið á tímabilinu
15. Október til 15. Maí.
Snjóathugunarmaður fylgist með snjóalögum
og veðri í nágrenni við sitt byggðalag og
aðstoðar við að meta yfirvofandi hættu á
snjóflóðum. Einnig sinnir snjóathugunarmaður
reglulegum mælingum á snjó, mælir snjóflóð
sem falla og skrifar um þau skýrslur.
Umsækjandi verður að þekkja vel til veður og
snjóaðstæðna á svæðinu. Hann verður að geta
gert snjóathuganir til fjalla, jafnvel við erfiðar
aðstæður, og starfað undir miklu álagi þegar
hættuástand skapast. Viðkomandi þarf að
vera áreiðanlegur, nákvæmur og hafa góða
samskiptahæfileika. Nýr starfsmaður mun fá
þjálfun í öryggisatriðum sem tengjast starfinu
og mati á snjóflóðahættu. Æskilegt er að við
komandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur til og með 10. október nk.
Móttökuritari
Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · Reykjavík · sími 5197000
www.klinikin.is · mottaka@klinikin.is
Klíníkin Ármúla leitar að öflugum
einstaklingi með ríka þjónustulund.
Starfið felst fyrst og fremst í
• Tímabókunum og móttöku sjúklinga.
• Símsvörun og almennri upplýsingagjöf.
• Reikningagerð og uppgjöri.
Reynsla og hæfni
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Rík hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæði
í vinnu.
Vinnutími er frá kl. 08:00 – 16:00 alla virka daga.
Umsóknarfrestur er til 8. október, 2016. Nánari
upplýsingar veitir Ingibjörg Eyþórsdóttir, í síma
7797001. Umsóknir sendist á mottaka@klinikin.is
Klíníkin Ármúla er
nútímaleg sérhæfð
lækninga – og heilsu-
miðstöð þar sem starfa
læknar og hjúkrunar-
fræðingar á ýmsum
sérsviðum.
Ertu að leita að talent?
Við finnum starfsmanninn fyrir þig
www.talent.is | talent@talent.islind@talent.is bryndis@talent.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is