Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 72
Svavar Halldórssonar er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts. Mynd/gva Markaðsráð kindakjöts vinnur um þessar mundir að tveimur afar þörfum verkefnum í samvinnu við íslenska sauðfjárbændur. Annars vegar er það verkefni er snýr að markaðssetningu íslenskra sauð- fjárafurða undir einu merki til er- lendra ferðamanna hér á landi. Hins vegar er unnið hörðum hönd- um að því að fá ýmsar alþjóðlegar vottanir á sérstöðu, sjálfbærni og hreinleika íslensku sauðkindarinn- ar og afurðanna. Að sögn Svavars Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra Markaðs- ráðs kindakjöts, eru mörg tækifæri fram undan í greininni og eiga þau bæði við sölu ýmissa afurða hér landi og á erlendum mörkuðum. „Átakið varðandi erlenda ferða- menn hér á landi hófst þannig að við gerðum ítarlegar rannsóknir og greiningar á því hvernig til hefði tekist víða erlendis varðandi mark- aðssetningu ýmissa afurða sem eru með einhverja sérstöðu. Þar má t.d. nefna ítölsk vín, franska osta og fleiri dæmi. Í kjölfarið létum við útbúa merki sem vísar til sérstöðu íslensku kindarinnar sem notað er til að merkja ýmsar sauðfjárafurð- ir og þau fyrirtæki sem bjóða upp á þær.“ Góður árangur Í upphafi var unnið með um 60 veit- ingastöðum og nokkrum af stærstu ullarvörufyrirtækjum landsins. „Þá eru ullarpeysur og aðrar skyld- ar afurðir merktar þessu merki og skilti fest utan á þá veitinga- staði sem eru með í átakinu. Sala á lambakjöti á þeim stöðum sem taka LocaL Food FeStivaL Kynningarblað 24. september 20166 Fjöldi veitingastaða er í samstarfi við Markaðsráðið og salan hefur aukist. Ýmsar ullarafurðir eru merktar merkinu góða sem vísar til sérstöðu íslensku kindarinnar. Hrein náttúra á sinn þátt í því hvað kjötið er bragðgott. Íslensk sauðfjárrækt er í úrvalsdeild Tvö mikilvæg verkefni eru í vinnslu hjá Markaðsráði kindakjöts um þessar mundir í samvinnu við íslenska sauðfjárbændur. Annars vegar markaðssetning sauðfjárafurða til erlendra ferðamanna sem hefur gengið vel og hins vegar undirbúningur vegna alþjóðlegrar vottunar. þátt hefur greinilega aukist og sama má segja um ýmsar ullar afurðir í verslun- um. Átak- ið hefur því skilað strax góðum ár- angri og má segja að það sé sólar- geislinn í lífi bænda þetta sumarið.“ En þetta er bara upphafið því átakið er til þriggja og hálfs árs að sögn Svav- ars. „Við stefnum á samstarf við um 300 veitingastaði og að merkja allar afurðir úr lopa og gærur sem sannarlega eru íslenskar afurð- ir. Auk þess ætlum við að merkja sauðfjárbúin þannig að erlendir ferðamenn geti þekkt þau.“ Samhliða þessu er verið að vinna í að koma upp sameiginlegri sam- starfsgátt fyrir alla aðila í útflutn- ingi á lambakjöti, þá helst til að samræma skilaboðin út á við. Vantar vottanir Varðandi ýmsar vottanir segir Svavar að búið sé að skoða ís- lenska sauðfjárrækt í alþjóðleg- um samanburði. „Við erum í úr- valsdeild varðandi alla þætti er snerta hreinleika og umhverfis- þætti. Okkur vantar hins vegar alþjóðlegar vottanir á það sem við erum að gera vel. Í fyrra var ís- lenska sauðkindin skráð í Bragð- örk hinna alþjóðlegu Slow Food samtaka sem er mik- ill heiður. Nú er að detta á bann v ið notk- un á erfða- breyttu fó ðr i í grein- inni, sem við erum búin að vera að berjast við að fá í gegn í nokkur misseri. Notkunin er hverf- andi en við viljum hreinsa greinina algerlega af erfðabreyttu fóðri og fá það vottað. Við erum einnig að láta taka út kolefnis- fótspor greinarinnar og eftir það förum við eftir áætlun sem miðar að því að íslensk sauðfjárrækt verði kolefnisjöfnuð.“ Einnig er verið að skoða vottan- ir varðandi dýravelferð þótt vitað sé mætavel að hlutirnir séu þar í sérlega góðu lagi, að sögn Svavars. „Við teljum einfaldlega að allt þetta hjálpi til við að segja þá sögu sem við viljum segja í ferðaþjónustu hér á landi og í útflutningi á afurð- um sauðfjárræktarinnar. Grunn- hugsunin með þessu öllu saman er þó ekki að auka framleiðsluna heldur að auka virði varanna. Því þótt afurðirnar sjálfar séu í efsta gæðaflokki og búskaparhættirnir siðlegir og umhverfisvænir í öllu alþjóðlegu tilliti eru íslenskir sauð- fjárbændur enn með eitt lægsta af- urðaverðið í álfunni. Því viljum við breyta á næstu árum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.