Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 78
Fólkið á Finnbogastöðum, Þorsteinn Guðmundsson, Guðmundur Þorsteinsson og Linda Guðmundsdóttir, ásamt hundunum Rex og Perlu. með hægð. „Þetta er dálítið átak en maður er búinn að hafa ár til að melta það. Þorsteinn var fluttur að heiman en kom aftur eftir hrunið. Ég bauð honum að prufa að taka við búinu og við skiptum því til helm- inga fyrsta árið, svo tók hann alveg við. Ég fékk að vera í horninu hjá honum en hann sá um öll verk, ég greip bara í að gefa ef hann var í öðru. En nú finnst honum þetta ekki lífvænlegt lengur, hann er yngsti bóndinn í sveitinni og er einn. Ég álasa honum ekki þó hann vilji fara.“ Guðmundur kveðst verða að vera heima í vetur. „Ég hef ekki efni á að gera neinar ráðstafanir fyrr en ég get selt. Að hafa þetta fyrir sumarhús og svo heimili annars staðar er ekki inni í myndinni. Ég var að spá í að hafa fáeinar kindur sem ég gæti séð um mér til dundurs. En ég hætti við það og við heyjuðum ekkert í sumar. Ef kindurnar eiga að ná að hita húsin nægilega upp til að halda vatninu rennandi þyrfti ég að hafa 30 til 50. Það er of margt. Ég er orðinn gigtveikur og get ekki klippt, bólusett og annað slíkt og þyrfti þá að leita til annarra. Það er ekki hægt að búa upp á það.“ En gætir þú hugsað þér að eiga heima annars staðar? spyr ég. – Þögn. – Linda kemur honum til hjálpar. „Í kirkjugarðinum kannski.“ „Já, við látum það svar gilda,“ segir Guðmundur kankvís. Elskar kindurnar Linda er búsett í Reykjavík, vinnur í Þjóðminjasafninu og hjá Bílastæðasjóði auk þess að læra söng í FÍH. Hún er ein þeirra sem koma heim til að rétta. Þetta haust er það átakan- legt þar sem hún þarf að sjá á eftir öllum kindunum til slátr- unar, nema tveimur sem Sara í kaffihúsinu ætlar að bjarga frá aflífun. „Ég elska kindurnar,“ segir Linda. Hún kveðst hafa tekið allt sumarfríið sitt á vorin til að koma heim í sauðburð. „Ég var á næturvöktum í vor. Það er best í heimi. Sólsetrið hérna og sólarupprásin er líka sjónarspil. Sólin siglir niður með Krossnesfjallinu, syndir eftir haffletinum og rennir sér svo upp með Hyrnunni. Ótrúlega magnað.“ Henni finnst atgerfisflóttinn úr sveitinni ömurlegur. „Íbúum hefur farið fækkandi hér alla mína ævi og lengur. Síðasta veturinn minn í skóla hér vorum við krakkarnir níu, það fólk er allt farið. Svona er þetta, maður breytir því ekki. Ég get alveg skilið Þorstein bróður minn. Hér er svo fátt ungt fólk og erfitt að vera einn að basla. Sauðfjárbúskapur er svo mikil vinna og maður þarf að hafa svo gífurlegan áhuga til að standa í honum. Hann er líka hugsjónastarf því menn lifa ekki á honum, eins sorglegt og það er.“ Hallar sér fram á eldhúsbekkinn og horfir út á víkina. „En þetta verður alltaf heim, það tekur enginn frá mér, þó jörðin seljist kannski og hingað komi nýtt fólk. Ég get alltaf gengið um fjörurnar og farið upp í fjall. Þetta verður alltaf sveitin mín.“ Færri að tala við Hjónin Bjarnheiður Júlía Fossdal, kölluð Bodda, og Björn Torfason hafa búið á Melum 1 í 41 ár. Þó unga fólkinu fækki í sveitinni og blikur séu á lofti ætla þau að halda ótrauð áfram. „Við erum þrárri þessi gömlu,“ segir Bodda glettin en hefur samt áhyggjur af þróuninni. „Það verður ýmislegt erfiðara, til dæmis að smala heima- löndin og ef eitthvað kemur upp á. – Já, og svo bara færri að tala við,“ nefnir Björn. Börnin fimm eru flogin úr hreiðrinu en koma á anna- tímum með fjölskyldur sínar. Barnabörnin hafa hlutverkum að gegna í réttunum, þá hjálpast allir að. Melaféð skilaði sér margt um síðustu helgi. Björn saknar samt kinda af afréttunum sem gengnir voru. „Óþekku rollurnar eru eftir. Þær koma seinna með bestu lömbin!“ Lindu finnst átakanlegt að sjá á eftir kindunum í sláturhús FRéttabLaðið/stEFán kaRLsson ↣ Hætta á hnignun Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga, fyrr-um oddviti og kaupfélagsstjóri, segir hættu á hnignun í byggðarlaginu þegar unga fólkið fari. Hann býst við að erfitt verði að manna snjómokstur í vetur bæði á vegum og flugvellinum sem ungu bændurnir í Bæ og á Finnbogastöðum hafa sinnt. Þegar hann var sex ára voru 524 íbúar skráðir í Árneshreppi. Nú verða þeir milli 40 og 50 og sumir að heim- an, að minnsta kosti yfir veturinn. Það segir sig því sjálft að Gunnsteinn hefur áður upplifað fólksflótta og erfiðleika. Hann man 7. áratuginn, mikið harðindatímabil þegar hafís var fyrir landi ár hvert og gras- brestur vegna kulda. „Það kostaði mikla vinnu og fjárútlát að ná í fóður handa skepnunum því það sem fékkst heima dugði engan veginn. Upp úr 1970 fluttu margir úr hreppnum, til dæmis fólk frá Eyri í Ingólfsfirði og Dröngum, Melum og Kjörvogi,“ rifjar hann upp. „Staðan var samt gerólík því sem hún er nú, því þá voru hér miklu fleiri íbúar og það var ekki eins til- finnanleg fækkun á börnum og núna. En ég er ekkert hissa þó ungt fólk fari því þessi staður býður ekki upp á nógu mikið eins og er.“ En ég Er EkkErt hissa þó ungt fólk fari því þEssi staður býður Ekki upp á nógu mikið Eins og Er. Gunnsteinn hefur átt heima í árneshreppi alla tíð og man tímana tvenna. Hjónin á Melum 1, bjarnheiður Júlía og björn G. torfason ásamt harðsnúnu liði barnabarna. Þau heita Lárus Guðni svavarsson, brynja Dröfn ásgeirs- dóttir, Ólafur bjarkarson, kristófer Logi bjarkarson og alexander Freyr bjarkarson. Tónlistarnámskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra Nú í haust býður Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til þriggja ára. Á námskeiðinu verða kennd barnalög og kvæði, leikið, dansað og notið samverunnar. Kennari notar m.a. kennsluefni og hugmyndafræði Su- zukiaðferðarinnar til grundvallar námskeiðinu og foreldrar læra leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Kennari er Diljá Sigursveinsdóttir, suzukifiðlukennari við skólann, sem einnig er menntuð söngkona og söngkennari og hefur margra ára reynslu sem kennari ungra barna. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. október nk. og er kennt vikulega í 8. vikur. Námskeið ætlað börnum á aldrinum eins árs til þriggja ára er kennt frá kl. 09:00 til 10:00. Námskeið ætlað börnum á aldrinum þriggja mánaða til eins árs er kennt frá kl. 10:00 til 11:00 Verð kr. 25.000 Skráning er á netfanginu postur@suzukitonlist.is ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r34 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.