Fréttablaðið - 26.02.2014, Page 4

Fréttablaðið - 26.02.2014, Page 4
26. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Áætlað er að samanlagt 100 þúsund ferðamenn skoði náttúruperlur í landi Reykjahlíðar árlega en ekki 300 þúsund eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. VELFERÐARMÁL Eftir dvöl í Kvennaathvarfinu fóru 27 prósent kvennanna aftur heim í óbreytt- ar aðstæður, samkvæmt nýrri skýrslu frá Kvennaathvarfinu fyrir árið 2013. „Það vantar brú fyrir þessar konur, eitthvað sem styður þær á þessu erfiða tímabili,“ segir Sig- þrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Samtaka um kvenna- athvarf. „Þær sækja um skilnað en mennirnir geta dregið það ferli á langinn. Á meðan fá þær engan stuðning í kerfinu og eru í miklu óvissuástandi. Þá gefast þær oft upp og fara aftur heim.“ Fleiri fóru þó heim í óbreytt ástand árið 2012, eða 34 prósent. „Það kemur mér ánægjulega á óvart að konum sem fara aftur heim til ofbeldismannsins fer fækkandi. Það eru góðu fréttirn- ar,“ segir Sigþrúður. Athygli vekur að 51 pró- sent kvennanna nefnir líkam- legt ofbeldi sem ástæðu komu í Kvennaathvarfið. Hærra hlutfall, eða 64 prósent kvennanna, segj- ast hafa hlotið líkamlega áverka í sambandinu. „Konurnar búa með og eiga í nánum samskiptum við ofbeldis- manninn sem veldur því að hann yfirtekur skilgreiningarnar í sam- bandinu. Hann kannski hrindir konunni og hún fær mar, en hann skilgreinir fyrir þau að þetta hafi ekki verið ofbeldi og hans skýring- ar gilda.“ Sigþrúður segir þó opnari umræðu um ofbeldi, og þá sérstak- lega kynferðislegt ofbeldi, hjálpa konunum að skilgreina og segja frá ofbeldi. Til dæmis nefni fleiri konur en áður kynferðislegt ofbeldi sem ástæðu komu í athvarfið. „Það þýðir ekki endilega að fleiri verði fyrir kynferðislegu ofbeldi, þær segja bara frekar frá því, sem er gott.“ erlabjorg@frettabladid.is Tæpur þriðjungur fer aftur heim til ofbeldismannsins Í nýrri skýrslu frá Kvennaathvarfinu kemur fram að íbúum athvarfsins hefur fjölgað milli ára. Framkvæmda- stýra athvarfsins segir jákvæðu fréttirnar vera að færri konur fari aftur heim í óbreytt ástand en árið 2012. ÍBÚAR KVENNAATHVARFSINS ÁRIÐ 2013 Ástæður komu í Kvennaathvarfið ➜ Börnin voru frá því að vera nýfædd til 16 ára gömul 37 ár er meðalaldur kvennanna 41 ár er meðalaldur karlanna 27% kvennanna fóru heim í óbreyttar aðstæður en 18% fóru heim í breyttar aðstæður Ekki er vitað um afdrif 15% kvennanna 15% fóru í tímabundna dvöl til ættingja eða vina 30% fóru í annað athvarf, á sjúkra- stofnun eða úr landi 13% fóru í nýtt húsnæði 46% ofbeldismanna voru eiginmenn eða sambýlismenn 18% voru fyrrverandi eiginmenn eða sambýlismenn 16% voru fyrrverandi kærastar 6% voru kærastar 125 konur og í Kvennaathvarfinu Íbúum fjölgaði um frá árinu 2012 97 börn dvöldu 22 íbúar voru að meðal- tali í athvarfinu á degi hverjum 11 17 dagar er meðaldvöl hjá konum 90% andlegt ofbeldi 14% morðhótun 18% ofbeldi gegn börnum 51% líkamlegt ofbeldi 9% höfðu kært ofbeldi til lögreglu 16% ofsóknir fyrrverandi maka 21% voru með áverka við komu 25% kynferðislegt ofbeldi Þá gefast þær oft upp og fara aftur heim.“ Sigþrúður Guðmunds- dóttir, fram- kvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stýra Samtaka um kvennaathvarf 185 býli höfðu tekjur af ferðaþjónustu árið 2010 meðfram landbúnaði eða 7,1%. Önnur 1,2% framleiddu græna orku og fullvinnslu var að finna á 2,4% íslenskra býla. Skógrækt var stunduð á 3,3% býla. ATVINNUMÁL Þungar áhyggjur af Hrísey Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af ótryggu atvinnuástandi í Hrísey eftir að Útgerðarfélagið Hvammur sagði upp öllu starfsfólki. Mikilvægt sé að grípa til bráðaaðgerða og afar brýnt sé að halda áfram markvissri vinnu til að tryggja blómlegt mannlíf í eynni til lengri tíma. Leiðir til að fjölga konum á fag- sviðum þar sem karlar hafa verið í meirihluta verða ræddar á fundi í dag. Þar mun meðal annars Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, fjalla um hvað virki best til að jafna kynjahlutfall í verk- fræði og náttúruvísindum. „Einhverjir hafa haldið því fram, að ekki eigi að grípa inn í því það geti minnkað hæfni innan sviðsins. En það er svo röng hugs- un. Ójafnt kynjahlutfall í fagi, sviði eða starfi þýðir að ekki er aðgangur að öllum þeim hæfi- leikum sem því ætti að standa til boða,“ segir Hilmar Bragi. Hann segir að þetta gerist ekki af sjálfu sér. „Það sem þarf að gera er að breyta ásýnd og innihaldi náms- ins. Þá eykst fjölbreytni nemenda og þar af leiðandi kynjahlutföllin.“ Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launa- jafnrétti kynja stendur fyrir fund- inum. - ebg Ræða leiðir til að fjölga konum á fagsviðum með körlum í meirihluta: Konur í hefðbundin karlastörf TÉKKLAND Dómur tveggja íslenskra stúlkna í Tékklandi hefur verið styttur í fjögur og hálft ár. Upphaflega fengu þær sjö og hálfs árs dóm fyrir fíkniefna- smygl, en áfrýjuðu dómnum og nú er endanleg niðurstaða fengin. „Dómarinn tók tillit til þess hversu ungar þær eru og að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir því hvað þær voru að gera. Þessi dómari var mun tillitssamari en fyrri dómari,“ segir Þórir Gunn- arsson, aðalræðismaður Íslands í Tékklandi. Þær Aðalsteina Líf Kjartans- dóttir og Gunnhildur Svava Guð- mundsdóttir, sem eru 20 ára, verða hér eftir í sama fangelsi. „Nú fara þær í að sækja um flutn- ing til Íslands og það þurfa þær að gera sjálfar,“ segir Þórir. - sks Dómur styttur í Tékklandi: Tillit var tekið til ungs aldurs HILMAR BRAGI JANUSSON segir að breyta þurfi ásýnd og innihaldi náms- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur Víða hægur vindur, síst NV-til. LÍFSEIG NA-ÁTT Í dag og næstu daga ríkir NA-átt, hvassast verður norðvestantil en á morgun og föstudag verður yfirleitt hægur vindur í öðrum landshlutum. Yfirleitt úrkomulítið sunnan- og vestantil en einhver úrkoma norðan- og austanlands. 0° 11 m/s 1° 9 m/s 3° 5 m/s 6° 8 m/s Á morgun 10-15 m/s NV-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 2° -1° 3° -1° 0° Alicante Aþena Basel 19° 14° 7° Berlín Billund Frankfurt 12° 10° 11° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 10° 7° 7° Las Palmas London Mallorca 21° 11° 17° New York Orlando Ósló -2° 23° 3° París San Francisco Stokkhólmur 12° 15° 4° 4° 3 m/s 6° 8 m/s 3° 5 m/s 3° 5 m/s 2° 4 m/s 3° 9 m/s -3° 6 m/s 5° 1° 5° 4° 3° SKIPULAGSMÁL „Þetta er mikill og stór áfangi þar sem það hefur verið deilt um ýmislegt. Við höfum unnið þvert á flokka en ég held að það sé breið samstaða á bakvið niðurstöðuna,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um nýtt aðalskipu- lag fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áhersla er á breytta ásýnd. „Þetta er mjög græn stefna. Við viljum hafa matjurtagarða og kaupmanninn á horninu í öllum hverfum,“ segir Dagur. - þþ Nýtt aðalskipulag staðfest: Öll hverfi með sína kaupmenn FRÁ PRAG Stúlkurnar voru handteknar vegna fíkniefnasmygls. NORDICPHOTOS/AFP Gefum 80.000 kr. af eldsneyti dagana 25-28. febrúar! www.lodur.is - Sími 544 4540 Vertu vinur okkar á Facebook og þú gætir unnið!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.