Fréttablaðið - 26.02.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 26.02.2014, Síða 24
KYNNING − AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen, ivarorn@365.is, s. 512-5429 Ábyrgð- armaður: Jón Laufdal. Gró Einarsdóttir, rannsakandi við sálfræðideild Háskólans í Gauta- borg, átti nýlega þátt í því að landa rúmlega 100 milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarverkefni við háskólann. Sjálfbær hagvöxtur „Við erum fimm fræðimenn sem stöndum að þessu verkefni og sótt- um um styrk fyrir rannsókn sem miðar að því að skoða skilyrði fyrir hagvöxt í framtíðinni sem tekur mið af bæði umhverfis-, félags- og efnahagslegum takmörkunum með það að markmiði að reyna að ná sjálfbærni. Þetta verður dokt- orsverkefnið mitt og áætlum við að verkefnið í heild taki um fimm ár en minn hluti tekur líklega þrjú ár,“ segir Gró. Einblínt á skammtímalausnir Með verkefninu vonast Gró til að hægt sé að varpa ljósi á hvort upp- lifun á skorti hafi ákveðið hegð- unarmynstur í för með sér. „Við munum skoða hvernig fólk lítur á bjargir sínar, það er efnahags-, fé- lags- og tilfinningalegar auðlindir. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það hvernig fólk upplifir bjarg- ir sínar og hvort að það sé skort- ur á þessum björgum hafi áhrif á ákvarðanatöku og hegðun. Upp- lifuð vöntun getur haft það í för með sér að einblínt er á skamm- tímalausnir á kostnað langtíma- lausna.“ Nýtist fræðasamfélaginu Niðurstöðurnar á svo að vera hægt að nota í framtíðinni við stefnu- mótun og ákvarðanatöku, bæði í fyrirtækjum og í stjórnmálum. Markmiðið er að þetta nýtist bæði fræðasamfélaginu og almenningi. Ekkert gert án styrkja Styrkurinn hljóðar upp á um sjö milljónir sænskra króna eða ríf- lega hundrað og tuttugu millj- ónir íslenskra króna. „Þetta er grunnurinn að því að ég geti ein- beitt mér að mínu doktorsnámi, að verkefninu og rannsóknunum. Án styrkveitinga er ekki hægt að gera neitt. Þetta þykir ansi stór styrkur innan félagssálfræðinnar og hefur sviðið fengið aukna athygli í kjöl- farið. Fólk hefur stöðvað okkur á göngunum til að óska okkur til hamingju og þykir þetta spenn- andi,“ segir Gró. Mikil vinna að fá styrk Gró segir mikla vinnu liggja að baki því að fá styrk og til að landa svona styrk þurfi bæði að hafa þekkingu á sviðinu og á sama tíma að þora að fara ótroðnar slóðir. „Ég stefni að því að halda rannsóknum áfram eftir þetta verkefni en ég, eins og aðrir rann- sakendur, er háð fjárveitingum. Það þarf að berjast fyrir þeim en ég kvíði því ekki. Ég verð bara að hafa trú á sjálfri mér.Maður kemst ekkert áfram án þess að reyna.” Fengu milljóna styrk Gró Einarsdóttir fékk ásamt fimm fræðimönnum við sálfræðideild Háskólans í Gautaborg rúmlega hundrað milljóna króna styrk til að gera rannsókn sem miðar að því að skoða skilyrði fyrir sjálfbæran hagvöxt í framtíðinni. Gró Einarsdóttir, rannsakandi við sál- fræðideild Háskólans í Gautaborg. Velkomin í Háskólann á Bifröst Háskóladagurinn verður haldinn laugardaginn 1. mars kl. 12-16 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Komdu og kynntu þér grunnnám, meistaranám og nám í Háskólagátt við Háskólann á Bifröst. Sjáumst á háskóladeginum! – hvar sem þú ert!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.