Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 4

Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 4
Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 107.900 kr. Á mann m.v. 2 í herbergi á Diamante**** í 7 nætur með morgunmat. Alicante Tilboð 3. og 7. júní fyrir tvo! VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Kjaramál Mánaðarlaun Arn- órs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunar, nema alls 1.125.701 krónu, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í mánuðinum. Ákvörðunin er afturvirk og gildir frá 1. október í fyrra. Menntamálastofnun tók form- lega til starfa 1. október síðast- liðinn, en hún tók þá yfir verkefni Námsmatsstofnunar og Náms- gagnastofnunar. Í ákvörðun Kjara- ráðs segir að hliðsjón hafi verið höfð af launum forstjóra stofn- ananna sem lagðar voru niður. Heildarlaun forstjóra Námsmats- stofnunar voru tæp 907 þúsund á mánuði og tæp 952 þúsund hjá forstjóra Námsgagnastofnunar. Laun Arnórs eru því frá rúmlega 18 til rúmlega 24 prósentum hærri en hjá forverum hans. Þá hefur Kjararáð nýverið fært laun Guðjóns Brjánssonar, for- stjóra Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands (HSV), í sama launaflokk og kollega hans hjá heilbrigðisstofn- unum Norðurlands og Suðurlands. Ráðið segir það gert til að gæta jafnræðis í ákvörðunum. H e i l d a r l a u n f o r s t j ó r a h e i l - brigðis- s t o f n - ana eru 1.143.569, rúmum fimm p r ó s e n t u m hærri en þau voru hjá HSV. Ákvörðunin er afturvirk frá og með 1. október 2014. Forstjóri HSV og forstjóri Menntamálastofnunar eru í sama launaflokki, en sá fyrrnefndi fær greiddar 28 yfirvinnueiningar á mánuði meðan hinn fær greiddar 26. Hver yfirvinnueining er 8.934 krónur. – óká Laun forstjóra leiðrétt afturvirkt Arnór Guðmundsson, umhverfismál „Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæj- arfulltrúi og varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, um þingsálykt- unartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun. Tillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með full- tingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arn- dís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfis- stjóri hótelsins, til þess að dreif- ingarkerfi vöru á milli framleið- enda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrir- tæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælafram- leiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hags- munaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- samband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillag- an hafi aldrei vakið athygli stjórn- valda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunar- tillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpóli- tísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja. svavar@frettabladid.is Stjórnvöld dofin fyrir vanda vegna umbúða og sóunar Þingmál sem tengjast lausnum til að draga úr umbúðanotkun og sóun virðast vekja takmarkaðan áhuga stjórnvalda. Þverpólitísk samstaða er um að taka á vandanum en málum er ekki fylgt eftir með aðgerðum. Ekkert bólar á aðgerðaáætlun sem átti að liggja fyrir í fyrra, segir varaþingmaður Samfylkingarinnar. Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein – lítið er þó gert til að sporna við umbúðanotkun. FréttAblAðið/VAlli Tölur viKunnar 22.05.2016 Til 28.05.2015 17.500 krónur kostar hver hjónavígsla og 6.000 krónur hver skírn sem ekki er í messu. 19% munaði á hæsta og lægsta tilboði í útboði Hafnarfjarðarbæjar á raf- magnskaupum sínum. 142 er fjöldi ríkisstofnana, en utanríkis- ráðuneytið var í 137. sæti í starfs- ánægjukönnun SFR, neðst allra ráðuneyta. 250 kílómetrar voru eftir af 765 kíló- metra göngu pars með tveggja ára barn í byrjun vikunnar. Þau ganga Jakobsveginn á Spáni. 40 milljarðar króna eru skuldir Reykjanesbæjar. Halli hefur verið á reglulegri starfsemi bæjarins í 13 af síðustu 15 árum. 20.000 krónur fékk heyrnarlaus kona, sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals, greiddar í laun á tæpum þremur mánuðum. 6,1% mældist fylgi Samfylkingarinnar í nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða helmingur kjörfylgis flokksins. 257 milljóna króna halli var á rekstri sjö framhaldsskóla um áramót. Þeir fengu 100 milljóna viðbótarframlag frá ríkinu í vikunni. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi Seðla- bankastjóri, segist ekki vita til þess að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur við kaupin á Bún- aðarbankanum árið 2003. Málið er til komið vegna þess að umboðs- maður Alþingis sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að sér hefðu borist nýjar upplýsingar sem gætu varpað ljósi á sölu eignarhluta ríkisins í bank- anum. Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um að rannsókn skuli fara fram á sölunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra lét það koma sér á óvart hversu illa utanríkisráðu- neytið kemur út úr starfs- ánægjukönnun SFR, Stofnun ársins. Utanríkisráðuneytið hafnaði neðst allra ráðuneyta, eða í 137. sæti könnunarinnar. Laun þar þykja léleg, ímynd stofnunarinnar afleit og stjórnun og jafnrétti skora lágt. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, hafnaði því í Frétta- blaðinu að mansal liðist við fjáröflun hjá félaginu. Lög- reglan hefur meint mansal til rannsóknar og kona sem starfaði á vegum félagsins dvelur í Kvennaathvarfinu eftir sölu á happdrættismiðum fyrir félagið. Heimildir Fréttablaðsins herma að hún hafi fengið samtals 20 þúsund krónur í laun fyrir þriggja mánaða vinnu. Þrjú í fréttum Starfsóánægja, banki og mansal Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönn- um allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnisstjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Laun Arnórs eru 18-24% hærri en hjá forverum hans. 2 8 . m a í 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.