Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 6
Nýbýlavegur 8, 2. hæð • 200 Kópavogur • domusnova@domusnova.is • S 527 1717 Guðný Ösp Ragnarsdóttir Lögfræðingur. Lögg. fasteignsali sími 665 8909 go@domusnova.is Barónsstígur 27 101 Reykjavík. Opið hús sunnudaginn 29. maí, kl. 17:00 - 18:00. Björt og falleg 2ja herbergja 64,3fm íbúð á 2. hæð í miðbænum. Mikið endurnýjuð, sér geymsla, góð sameign. Snýr að Grettisgötu, hljóðlátur reitur miðsvæðis. Nýtist bæði sem ein íbúð eða sem tvö aðskilin herbergi, hentugt t.d. fyrir útleigu Verð 29,9 millj. OPIÐ HÚS Kjaramál Flugumferðarstjórar hafa hafnað tilboði sem svarar til 25 pró- senta hækkunar launa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að því gefnu að heildarlaun flug- umferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu með- talinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði. Fram kom í tilkynningu sem Flug- stoðir (forveri Isavia ohf.) sendu frá sér þegar yfir stóðu samningar við flugumferðarstjóra snemma árs 2010 að þá hefðu heildarmánaðar- laun flugumferðarstjóra numið ríf- lega 900 þúsund krónum. Þá voru laun 59 ára gamals flugumferðar- stjóra, án yfirvinnu og annarra aukagreiðslna, rúmar 800 þúsund krónur. Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Sam- taka atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, hafa staðið frá því í nóvem- ber. Síðasti fundur í deilunni var 20. maí hjá ríkissáttasemjara. Boða verður til nýs fundar fyrir 3. júní næstkomandi. Yfirvinnubann flugumferðar- stjóra hefur staðið frá 6. apríl og valdið nokkurri röskun á flugi til og frá landinu. Í leiðara fréttabréfs SA segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýr- keypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki hefðbundið íslenskt höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall að lokum til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Þorsteinn segir mikið í húfi að launadeilan við flugumferðarstjóra verði ekki til að stefna stöðugleika á vinnumarkaði í voða, en hún gæti líka dregið dilk á eftir sér. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfald- ar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbilgjarnar verk- fallsaðgerðir þessa fámenna starfs- hóps myndu hrekja þjónustuna frá Íslandi.“ olikr@frettabladid.is Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðar- stjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. ÞýsKaland Meðlimir Pegida-hreyf- ingarinnar í Þýskalandi, sem berst gegn innflytjendum, mótmæla því að pakkningar Kinder-súkkulaðsins prýða nú börn sem virðast vera af afrískum og mið-austurlenskum uppruna. Liðsmenn samtakanna virðast ekki hafa áttað sig á því að myndirn- ar eru af landsliðsmönnum karla liðs Þýskalands í knattspyrnu þegar þeir voru börn. Pakkningarnar prýða myndir af þeim Ilkay Gündogan og Jérôme Boateng sem báðir eru fæddir í Þýskalandi. Meðlimum samtakanna hefur einnig verið bent á að Kinder- súkkulaðið sé framleitt af ítalska sælgætisfyrirtækinu Ferrero en ekki framleitt í Þýskalandi. – srs Pegida berst gegn Kinder-eggjum leiðrétt Í mynd með frétt um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í gær sagði að Samfylkingin fengi líklegast 2 menn kjörna á þing í Norðausturkjördæmi, yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt skoðanakönnuninni. Hið rétta er að flokkurinn fengi líklegast engan mann í kjördæminu. Hátíðarhöld að hindúasið Börnin á pakkningunum eru þýskir knattspyrnumenn. Nordicphotos/AFp Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA sveitarstjórnarmál Kópavogsbær og Reebok Fitness hafa skrifað undir samning um rekstur líkamsræktar- stöðva í sundlaugum Kópavogs, Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Samningurinn er til fimm ára með möguleika á þriggja ára fram- lengingu, að því er fram kemur í til- kynningu. „Samningurinn gerir ráð fyrir að boðið verði upp á árskort fullorð- inna fyrir 39.990 og eldri borgara og öryrkja fyrir 25.000 og gilda kortin í líkamsrækt og sund,“ segir þar jafn- framt. Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafs- syni, bæjarstjóra Kópavogs, að hag- stæð líkamsrækt við sundlaugar í bænum sé í anda markmiða bæjar- ins við gerð nýrrar lýðheilsustefnu. Stefnt er að opnun líkamsræktar- stöðvanna í september. – óká Samið um líkamsrækt í Kópavogi Indland Þessi Indverji fórnaði fótunum fyrir gyðjuna Adi-Para Shakti í gær með því að ganga á brennandi heitum kolum. Fjöldi fólks kom saman í Bangalore til að tilbiðja gyðjuna og margir gengu á heitum kolunum í þeirri von að eldurinn myndi færa þeim blessun gyðjunnar. FréttABlAðið/EpA 2 8 . m a í 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.