Fréttablaðið - 28.05.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 28.05.2016, Síða 10
Japan Barack Obama Bandaríkja­ forseti segir að minningin um kjarn­ orkusprenginguna í Hiroshima megi aldrei hverfa. Hann kom til Hiroshima í gær, fyrstur Bandaríkja­ forseta í embætti. Tveir aðrir Bandaríkjaforsetar hafa þó komið til Hiroshima, en það voru þeir Jimmy Carter sem kom þangað löngu eftir að hafa látið af embætti og Richard Nixon sem kom þangað nokkrum árum áður en hann varð forseti. Obama baðst ekki afsökunar fyrir hönd Bandaríkjanna, en heim­ sóknin þykir engu að síður marka tímamót. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á þann lærdóm, sem draga þyrfti af hörmungunum í Hiroshima og Nagasaki. „Við komum hingað til að syrgja hina látnu,“ sagði hann. „Sálir þeirra tala til okkar. Þær segja okkur að líta í eigin barm og átta okkur á því hver við erum.“ Kjarnorkusprengjurnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiro sh­ ima og Nagasaki kostuðu líklega vel yfir 200 þúsund manns lífið og tugir þúsunda þjáðust árum og áratugum saman af afleiðingum sprengjanna. „Það er mikilvægara að styrkja þann alþjóðlega skrið sem kominn er á að losa heiminn við kjarnorku­ vopn með því að fá hann til að skilja hve hryllilegar kjarnorkusprengjur eru, frekar en að óska eftir afsök­ unarbeiðni frá honum,“ hefur jap­ anska dagblaðið Asahi Shimbun eftir Kunihiko Lida, 73 ára manni sem lifði af hildarleikinn í Hiro sh­ ima þann 6. ágúst árið 1945. Blaðið spurði alla þá sem lifðu kjarnorkuhamfarirnar af hvað þeim þætti um heimsókn Obama. Níutíu prósent þeirra voru ánægð með að Obama kæmi til Hiroshima og aðeins þriðjungur sagði nauð­ synlegt að fá frá honum afsökunar­ beiðni. „Einhvers staðar í huga mér er mér enn illa við Bandaríkin og vil afsökunarbeiðni frá þeim, en tím­ inn er að renna mér úr greipum,“ sagði Lida í sams konar könnun blaðsins á síðasta ári, en blaðið gerir reglulega skoðanakönnun meðal þeirra sem lifðu af kjarn­ orkusprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki. Margir Japanir bíða þó enn eftir afsökunarbeiðni frá Bandaríkj­ unum. „Við Japanir gerðum hræði­ lega hluti úti um alla Asíu,“ hefur bandaríska fréttastofan AP eftir Han Jeong­soon, 58 ára konu, en faðir hennar missti foreldra sína í hildarleiknum árið 1945. „Og við Japanir ættum að biðj­ ast afsökunar vegna þess að við skömmumst okkar svo mikið, og við höfum ekki af einlægni beðið öll þessi Asíulönd afsökunar. En að varpa kjarnorkusprengjunni var hin fullkomna illska.“ gudsteinn@frettabladid.is Baðst ekki afsökunar fyrir hönd lands síns Barack Obama er fyrsti forseti Bandaríkjanna í embætti sem heimsækir Hirosh­ ima. Hann baðst ekki afsökunar fyrir hönd Bandaríkjanna á kjarnorkuspreng­ ingunni árið 1945 en sagði þó nauðsynlegt að draga lærdóm af sögunni. Barack Obama í Hiroshima ásamt Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. NOrdicpHOtOS/AFp Einhvers staðar í huga mér er mér enn illa við Bandaríkin og vil afsökunarbeiðni frá þeim, en tíminn er að renna mér úr greipum. Kunihiko Lida, 73 ára Japani sem lifði af sprengjuna í Hiroshima 40-80 þúsund létu lífið í Nagasaki vegna kjarnorkusprenging- arinnar 9. ágúst 1945. 70-146 þúsund létu lífið í Hiroshima vegna kjarnorkusprenging- arinnar 6. ágúst 1945. Íslensk-kínverska viðskiptaráðið heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 31. maí næstkomandi. Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hefjast heldur Ragnar Baldursson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Peking, erindi undir yfirskriftinni „Framtíð Kína í fortíðarljósi“. Ragnar kynnir meðal annars nýútkomna bók sína, Nineteen Seventy-Six, Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla. Fundurinn hefst kl. 8.30 með erindi Ragnars, sem er öllum opið. Að því loknu verða fyrirspurnir og umræður. Um kl. 9.30 hefjast venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunverður er í boði á fundinum. Skráning á vef Félags atvinnurekenda, www.atvinnurekendur.is. PI PA R\ TB W A Morgunverðarerindi og aðalfundur ÍKV: FRAMTÍÐ KÍNA Í FORTÍÐARLJÓSI Samgöngustofa auglýsir laust til umsóknar 1 leyfi til leiguaksturs á Akureyri og 1 leyfi í Árborg. Þeir einir geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og reglugerðar nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfa fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 397/2003. Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu Samgöngustofu, Ármúla 2 í Reykjavík eða á www.samgongustofa.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní nk. Sími: 480 6000 . www.samgongustofa.is AUGLÝSING VEGNA ÚTHLUTUNAR ATVINNULEYFA TIL AKSTURS LEIGUBIFREIÐA Samgöngustofa MenntaMál Vextir námslána hækka úr 1 % í 2,5 % ef nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra nær fram að ganga. Frumvarpið var samþykkt úr ríkisstjórn á þriðjudag og miðar að því að námsmenn með fulla námsframvindu geti fengið styrk allt að 65 þúsund krónur á mánuði í samtals fimm skólaár. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, styrk og lán eða jafn­ vel lán að hluta. Um er að ræða náms­ lánakerfi að norrænni fyrirmynd. Heildarstyrkur getur numið allt að tæpum þremur milljónum króna miðað við fulla námsframvindu og heildarlán miðast við fimmtán millj­ ónir á hvern námsmann. Heildarað­ stoð getur því numið tæpum átján milljónum króna, en yfir 99 prósent nemenda falla undir það viðmið. Á móti kemur að aðstoð verður aðeins veitt til sjö ára sem áður voru 8 ár. Til samanburðar veitir Noregur námsaðstoð í 8 ár, Danmörk og Sví­ þjóð í 6 ár og Finnland í 5 ár. Upp­ greiðslu lána skal lokið fyrir 67 ára aldur en 60 ára eða eldri eiga ekki rétt á námsstyrk eða námsláni. – sg, snæ Vextir hækka hjá Lánasjóði námsmanna illugi fékk frumvarpið samþykkt á þriðjudag. FréttABlAðið/ANtON BriNk Námsmenn munu fá 65.000 krónur á mánuði í fimm skólaár. 2 8 . M a í 2 0 1 6 l a U G a R D a G U R10 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.