Fréttablaðið - 28.05.2016, Síða 12

Fréttablaðið - 28.05.2016, Síða 12
StjórnSýSla Hagmunasamtök fyrir- tækja í atvinnulífinu sem skilað hafa greinargerð við frumvarp um breyt- ingar á lögum um opinber innkaup leggjast öll gegn afnámi sérstaks samkeppnismats sem samkvæmt gildandi lögum þarf að eiga sér stað áður en opinber fyrirtæki fá heimild til útboðs innan Evrópska efnahags- svæðisins (EES). Með breytingunni er tekið tillit til Evróputilskipunar sem tekur fyrir að aðildarríki geti hindrað „samn- ingsyfirvald“ í að nýta sér þjónustu miðlægrar innkaupastofnunar í öðru aðildarríki Evrópska efnahags- svæðisins. Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) segir hins vegar að ákvæði um samkeppnismat í gildandi lögum, sem fellur út í þeim nýju, komi ekki í veg fyrir þátttöku í útboðum. Bent er á að heildarinnkaup ríkisins séu rúmlega 140 milljarðar króna á ári og tilfærsla viðskipta til annarra ríkja komi til með að hafa gríðarleg áhrif á fyrirtæki hér á landi. Í umsögn Viðskiptaráðs á þriðju- dag segir líka að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildar- áhrifa útboða. Liggja þurfi fyrir að neikvæð áhrif á innlendan markað vegi ekki þyngra en ávinningur af lægra vöruverði. Viðskiptaráð leggur til að sam- keppnismat verði notað áfram þótt þátttaka opinberra fyrirtækja í útboðum verði ekki háð samþykki Samkeppniseftirlitsins á matinu. Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja vilja að samkeppnismatið haldi sér eða að heimild til þátttöku í útboði verði bundin samþykki Samkeppniseftirlits. Í sama streng taka Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Á hinum vængnum er Land- spítalinn (LSH), en í umsögn hans er breytingunni fagnað. Ákvæði um samkeppnismat hafi hamlað möguleikum LSH við að ná fram hagkvæmari innkaupum á lyfjum. Á Norðurlöndum nái heilbrigðis- stofnanir fram afslætti frá skráðu verði lyfja, en hér skili fyrirtæki, sem séu í eiginlegri einokunarað- stöðu, í síauknum mæli tilboðum með engum afslætti. „Enda vita þau sem er að hér er um að ræða lyf sem LSH er nauðsynlegt að kaupa vegna þeirra sjúklinga sem til meðferðar eru, ekki eru til önnur lyf sem komið geti í staðinn, og/eða ekki er unnt að skipta um lyf í miðri meðferð.“ Í umsögn velferðarráðuneytisins eru sögð nýleg dæmi um að norsk sjúkrahús hafi náð að kaupa inn lyf á um 72 prósentum lægra verði í útboðum en boðist hafi hér á landi. „Um er að ræða lyf sem keypt eru fyrir um einn milljarð króna á ári.“ Nýja frumvarpið taki af allan vafa um heimildir undirstofnana ráðu- neytisins til innkaupa á aðföngum í sameiginlegum útboðum erlendis. olikr@frettabladid.is Vilja ekki að viðskiptin hverfi úr landi Velferðarráðuneytið segir norsk sjúkrahús hafa í útboði fengið keypt lyf á 72 prósentum lægra verði en bjóðist hér. Breytingar á lögum um opinber innkaup miða að því að auðvelda þátttöku í útboðum innan EES. Hagsmunasamtök vara við áhrifum á samkeppni hér. Ríkiskaup vilja vera til ráðgjafar Samkeppniseftirlitið hefur bent á að fái hið opinbera ótakmarkaða heimild til að færa viðskipti til útlanda komi mörg lítil og meðalstór fyrirtæki sem tekið hafi þátt í opinberum útboðum til með eð eiga mjög erfitt uppdráttar. Fréttablaðið/Vilhelm Eftirlitsstofnanir ríkisins, utan Samkeppnis- eftirlitsins, taka ekki afstöðu til ágætis ákvæðis um samkeppnismat í lögum um opinber innkaup. Lyfjastofnun áréttar að ákvæði lyfjalaga gildi hér, burtséð frá þátt- töku í útboðum innan EES. Ríkiskaup leggja til að óánægju með brottfall ákvæðis um samkeppnismat verði mætt með því að gera aðstoð Ríkiskaupa að skyldu taki stofnanir þátt í útboðum í öðru ríki EES. Samkeppniseftirlitið segist í umsögn 19. maí þurfa að móta verklag tengt nýju lögunum, enda hafi stofnunin í þeim engar heimildir til íhlutunar. Í umsögn í janúarlok varar Samkeppniseftirlitið hins vegar við ráðgerðum breytingum. Ákvæði um sam- keppnismat var tekið inn í lögin að beiðni stofnunarinnar, því innkaup í öðru landi gætu í einhverjum tilvikum raskað sam- keppni hér. Smæð íslenskra fyrirtækja geti útilokað þau frá viðskiptunum, vegna um- fangs þeirra þegar þau ná til fleiri ríkja. Nánari upplýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir. Til hamingju! Gagarín hefur hlotið gullverðlaun European Design Awards 2016 fyrir stafræna hönnun orkusýningar Landsvirkjunar, Orka til framtíðar, í Ljósafossstöð. Á sýningunni gefst gestum á öllum aldri kostur á að kynnast eðli raforkunnar og hvernig krafti endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatn, jarðvarma og vind er umbreytt í rafmagn. Við þökkum Gagarín og þeim fjölmörgu sem komu að sýningunni fyrir samstarfið og hvetjum fólk á öllum aldri til að líta við í Ljósafossstöð. Sýningin er opin alla daga kl. 10-17. milljarðar króna eru heildarinn- kaup ríkis- ins á ári. 140 2 8 . m a í 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.