Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 58
Kraftvélar óska eftir að ráða öfluga starfsmenn
Áhugasamir sendi umsókn fyrir 3. júní á netfangið dora@kraftvelar.is, merkt því starfi sem sótt er um.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sölufulltrúi vinnuvéla og byggingakrana
Um er að ræða krefjandi starf sem felur í sér sölu á vinnuvélum og
byggingakrönum, heimsóknir til viðskiptavina um land allt ásamt samninga- og
tilboðsgerð. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af sölustörfum og væri æskilegt ef
grunnþekking á vinnuvélum væri til staðar. Umsækjandi þarf að vera framsækinn,
áreiðanlegur, ósérhlífinn og hafa getu til að skipuleggja starf sitt og vinna sjálfstætt.
Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli.
Innkaupastjóri í varahlutaverslun
Óskum eftir innkaupastjóra í varahlutaverslun. Umsækjandi þarf að hafa ríka
þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera jákvæður, áhugasamur
og hafa metnað fyrir starfinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfsreynslu af
sambærilegu starfi og sé einnig með gott vald á íslensku og ensku í rituðu og
töluðu máli.
Viðgerðarmenn á verkstæði
Óskum eftir vönum viðgerðarmönnum í viðgerðir og þjónustu tækja.
Umsækjandi þarf að hafa ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum
og vera vanur almennum viðgerðum. Kraftvélar þjónusta fjölbreytt úrval
tækja og leitumst eftir fleiri en einum umsækjanda á þjónustuverkstæði
okkar. Óskum eftir vélvirkjum, bifvélavirkjum, rafvirkjum eða annari
sambærilegri menntun.
Ábyrgðarfulltrúi (Claim)
Óskum eftir ábyrgðarfulltrúa til þess að halda utan um ábyrgðarmál
vörumerkjanna okkar. Umsækjandi þarf að hafa grunnþekkingu á viðgerðum
og vera vel að sér í notkun tölvukerfa. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á
íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli.
Bókari
Óskum eftir löggildum bókara í almenn bókunarstörf og afstemmingar.
Í boði er bæði hlutastarf eða fullt starf.
Markaðsfulltrúi í hlutastarf
Óskum eftir markaðsfulltrúa í hlutastarf – áhugarvert starf fyrir námsmenn.
Um er að ræða hlutastarf með sveigjanlegum vinnutímum. Markaðsfulltrúi
heyrir beint undir markaðsstjóra og aðstoðar við hönnun auglýsinga, efni á
heimasíðu fyrirtækisins og efni á samfélagsmiðla.
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500
Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526
www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
Til hvers að auglýsa ?
Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma
í úrvinnslu innsendra umsókna.
Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að
þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni.
Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar
fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum.
STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031
stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is.
Með starf
fyrir þig
Starfsemi STRÁ ehf. býr að
aldarfjórðungs reynslu og
þekkingu á sviði starfs-
manna- og ráðningarmála
en stofan hefur unnið fyrir
mörg helstu og leiðandi
fyrirtæki landsins um
árabil.
Rík áhersla er lögð á trúnað
varðandi vörslu gagna og
upplýsinga bæði gagnvart
umsækjendum, sem og
vinnuveitendum.
Ánægðir viðskiptavinir til
margra ára hafa notið
þjónustu STRÁ, en stofan
hefur jafnframt umsjón
með ráðningum í sérfræði-
og stjórnunarstöður.
www.stra.is