Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 74
Mér finnst að við ættum að geta verið sund­þjóð rétt eins og handboltaþjóð. Öll börn á Íslandi eru skyldug til að læra að synda í skóla­ sundi. Hér kunna nánast allir að synda og við erum alltaf í vatninu. Ég myndi segja að við værum mikil sundþjóð.“ Þetta segir sunddrottningin Hrafn­ hildur Lúthersdóttir, nýkomin upp úr Ásvallalaug, hárið enn hálfblautt og hún töluvert ferskari en flestir um hádegisbil. Það liggur vel á henni enda skyldi ekki nokkurn mann undra, hún skráði sig jú í sögubækurnar í síðustu viku með vasklegri framgöngu sinni á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fór í London. Hrafnhildur náði sumsé besta árangri sem nokkur íslenskur bringu­ sundsmaður hefur náð í fimmtíu metra laug. Hún lét sér ekki nægja eitt silfur í ferðinni heldur tók með sér annað fyrir hundrað metra bringu­ sund og svo brons fyrir tvö hundruð metra í sama sundi í sömu keppnis­ ferðinni. Þarf að vera best „Ég var dálítið sein, svona miðað við aðra afreksmenn í sundi. Flestir byrja á bilinu fimm til sex ára en ég var tíu ára þegar ég skráði mig fyrst í félag. Þá var ég búin að prófa allar aðrar íþróttir og var ekkert góð í þeim. Og mér fannst þær ekkert spes vegna þess að ég var ekki best í þeim,“ segir Hrafnhildur og skellir upp úr, spurð um upphaf sundferilsins. „Ég er svo rosaleg keppnismann­ eskja. Ég var sett í byrjendahóp með krökkum sem voru yngri en ég til að byrja með. Jafnöldrum bróður míns, sem er tveimur árum yngri en ég. Mér fannst það agalegt. Það leið samt ekki á löngu þar til ég var færð upp um hóp og svo aftur og aftur. Á einu ári hafði ég verið færð tíu sinnum upp um hóp. Þá fann ég mig vel í sundinu.“ Gallharður Gaflari Hrafnhildur er fædd í Hafnarfirði árið 1991. Hún hefur sterkar taugar til bæjarins og segist vera harðkjarna Gaflari þó að hún hafi alla tíð verið með annan fótinn í Bandaríkjunum. „Ég flutti til Bandaríkjanna þegar ég var nánast nýfædd vegna þess að pabbi fór þangað í nám í meltingar­ fræðum. Við bjuggum þar þangað til ég varð átta ára og fluttum þá aftur til Íslands. En ég var alltaf viss um að ég vildi flytja aftur út,“ segir hún og bætir við: „ Frá því að ég kom heim og fór að synda hef ég alltaf verið í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Byrjaði í Suðurbæjar­ lauginni og gömlu Sundhöllinni. Við vorum ekki með fimmtíu metra laug svo við fórum yfir í Kópavog til að æfa. Það gat tekið á. Að vera mættur þangað klukkan sex á morgnana, ekki með bílpróf, svo foreldrarnir voru dregnir á fætur fyrir allar aldir,“ segir hún glottandi. Rúðustrikaður raunveruleiki Stíf dagskrá og þétt skipulag hefur verið raunveruleiki Hrafnhildar allar götur síðan hún var þrettán ára gömul og komst fyrst að í landsliðinu. „Dag­ urinn minn samanstóð af æfingu frá sex til átta á morgnana, skóla frá átta til fjögur og svo aftur æfingu milli sex og átta á kvöldin. Þetta er bara svona. Maður þarf að fórna miklu ef mann langar að standa sig vel og ná langt. Þegar ég lít til baka, þá er þetta þess virði. En á þeim tíma þegar maður var að missa af skólaböllum og svona, þá var það ferlega leiðinlegt,“ segir hún og viðurkennir að stundum hafi uppreisnarseggurinn skotið upp koll­ inum. „Þá sagði ég að mér væri alveg sama um þetta allt og fór á ball. Það má alveg gera það öðru hvoru. Það hjálpaði mér þó mikið að flestir vinir mínir voru í sundi og deildu þannig skilningi á þessu. Enda hefur maður eiginlega engan tíma til að umgangast aðra en þá sem eru í sundinu. Maður kemst ekkert frá lauginni þó að maður sé kannski kominn upp úr henni. En þetta hefur alltaf verið stór partur af mínu og lífi er enn þá,“ bendir hún á. „Þegar ég og herbergisfélagi minn komum af æfingum, þá er haldið áfram að tala um æfinguna. Hvernig gekk, hvað var að gerast og dramað innan sundliðsins. Maður er bara alveg í þessum heimi.“ Ísland kannski seinna Hrafnhildur lét sumsé verða af því að flytjast aftur til Bandaríkjanna þegar hún var nítján ára gömul er henni gafst færi á fullum skólastyrk við Flórídaháskóla. Hún útskrifaðist nýverið þaðan með gráðu í almanna­ tengslum. Hrafnhildur gerir ráð fyrir að skjóta frekari rótum í Bandaríkj­ unum þar sem hún á þar kærasta og góða vini. Hún reiknar þó með að hún muni enda á Íslandi sé horft dálítið rúmlega inn í framtíðna. Eins og staðan er núna mun gráðan góða þó koma til með að safna ryki fyrst um sinn. „Nú er ég á þeim stað að ég er búin að útskrifast og er bara að synda. Þá stend ég allt í einu frammi fyrir því að ég hef auka tíma sem ég hef ekki niðurnegldan í neitt. Og mér finnst þetta svo mikill tími. Ég velti mikið fyrir mér hvernig venjulegt fólk, sem ekki er afreksfólk í íþróttum, getur kvartað yfir að hafa ekki tíma til að gera hitt og þetta vegna þess að það sé svo mikið í skólanum. Ég næ þessu ekki. Ég var að gera þetta allt og svo nú þegar ég hef ekki skólann veit ég ekkert hvað ég á að gera,“ segir hún brosmild og bætir við að allur sá tími, sem hún hafi fengið aukalega eftir að náminu lauk, fari í að gera það sem hana hefur alltaf langað til. Að mæta á aukaæfingar og iðka jóga. Hætti ekki á meðan ég bæti mig „Það er full vinna að vera afrekskona í íþróttum. Ég veit ekki hvað ég geri við gráðuna. Mig langar alveg að fá vinnu á endanum. Ég hef reyndar aldrei haldið vinnu, sem er einmitt málið þegar maður er í svona dæmi. Ég hef nánast enga reynslu á vinnu­ markaði. Hins vegar reyni ég að horfa á þetta þannig að ég verði að spila úr reynslunni sem ég hef fengið út úr sundinu. Þar hef ég þurft að nota mikla skipulagshæfni, ögun og markmiðasetningu sem margir fá ekki endilega frá vinnumarkaðinum. Sundið hefur kennt mér mikið og ég get notað ýmislegt úr því svona almennt í lífinu.“ Hrafnhildur er gríðarlega hjátrúar­ full og hefur þurft að taka slaginn við frammistöðukvíða í sundinu. „Maður setur alltaf pressu á sig um að gera vel. Ég var þannig að ég hugsaði alltaf um alla aðra en mig. Hugsaði með mér að mamma og pabbi yrðu fyrir vonbrigðum. Amma og afi væru komin til að sjá mig, þau yrðu senni­ lega svekkt. Maður á ekki að gera það. Mamma og pabbi eru alltaf sátt sama hvernig fer. Ég fór til íþróttasálfræð­ ings, og þó að ekkert væri í rauninni að, þá er gott að fá smá hjálp við að átta sig. Það er ekki allt búið þótt eitt­ hvað gangi ekki alveg upp. Ég hef líka hugsað mikið hvað ég ætli að gera eftir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. Sundið hefur alltaf verið lífið mitt, hvað geri ég eftir það? Það er gott að fá smá aðstoð við að finna lausnirnar sjálf,“ segir hún og er einlæg. „Ég held að þetta hafi hjálpað mér og tel að það hafi verið aðalástæðan fyrir þeim árangri sem ég er að ná í sundinu núna. Hausinn skiptir svo miklu máli og ég held að íþróttamenn gætu verið duglegri við þetta.“ Gott að blómstra seint Hrafnhildur er tuttugu og fimm ára, sem þykir nokkuð hár aldur í sport­ inu. „Undanfarið hafa það verið sex­ tán ára stelpur sem eru að toppa. Ég tók einmitt eftir því í einum riðlinum á EM, að ég var sjö árum eldri en ein þeirra sem ég var að keppa við,“ segir hún og glennir upp augun áður en hún heldur áfram. „Ég hugsaði þetta einmitt þannig fyrir tveimur árum, að ég yrði búin eftir þessa Ólympíu­ leika. Yrði orðin of gömul og færi að vinna. Búa til líf. En á þessu ári hefur mér gengið svo vel. Margar þessara sextán ára stelpna sem toppa brenna fljótt út vegna álagsins. Þær höndla það ekki. Ég held að fyrir mig hafi því verið gott að vera sein í þessu. Sumir blómstra seinna en aðrir og það getur verið fínt. Ég get allavega ekki farið að hætta á meðan ég er enn að bæta mig. Það verður ekki fyrr en ég verð orðin langseinust og hætt að bæta mig sem ég get gert það. Eins og staðan er núna veit ég ekkert hvenær það verður. Mér finnst sundið, sérstaklega bringu­ sundið, svolítið vera að breytast. Fólk á þrítugsaldri er enn að synda og gera góða hluti,“ segir hún og brosir enn og aftur breitt að lokum. Hrafnhildur er Gaflari í húð og hár þó að annar fóturinn hafi alltaf verið í Bandaríkjunum þar sem hún býr. FRéttaBlaðið/anton BRink Á einu Ári hafði ég verið færð tíu sinnum upp um hóp. ÞÁ fann ég mig vel í sundinu. Fínt að blómstra svolítið seint Hrafnhildur Lúthersdóttir bókstaflega lifir og hrærist í sundlauginni og uppsker eftir því. Með glæsilegum árangri á EM afsannar hún að tuttugu og fimm sé gamalt í sportinu. Hún segist aldrei raunverulega komast frá lauginni. Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is 2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R34 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.