Morgunblaðið - 02.09.2019, Síða 1
M Á N U D A G U R 2. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 205. tölublað 107. árgangur
FRAMSÝNIR
FRUMKVÖÐLAR
Í FLUGI
ALLAR ERU
TILBÚNAR
Í SLAGINN
SKÝ Á SÍÐKVÖLDI
ÝTTU HONUM
ÚT Í SKRIFTIR
UNDANKEPPNI EM 2021 36 GRÁSKINNA ARNGRÍMS 36FLOGIÐ Í HEILA ÖLD 6
Stórsöngvarinn Raggi Bjarna kvaddi stóra
sviðið með stórtónleikum í Eldborgarsal
Hörpu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi aðdá-
enda. Fjöldi söngvara lagði Ragga lið, þeirra
á meðal Katrín Halldóra Sigurðardóttir,
söng- og leikkona, sem sést hér í miðri sveiflu
með honum.
Fyrir tónleikana sagði Raggi að helst vildi
hann þakka Guði fyrir að röddin héldist þrátt
fyrir að annað sem við kæmi skrokknum væri
farið að segja til sín. „Röddin heldur. Svo
lengi sem hún gerir það syng ég,“ sagði hann.
Raggi verður áttatíu og fimm ára síðar í mán-
uðinum. Hann var fimmtán ára þegar hann
kom fyrst fram og spannar því ferillinn sjötíu
ár. »4
Með sjötíu ár að baki kvaddi Raggi Bjarna stóra sviðið
Morgunblaðið/Eggert
Með því að taka
upp nýtt ljósa-
stýringarkerfi er
hægt að flýta um-
ferð einkabíla um
15% og draga úr
tafatíma við ljós
um 50%. Þetta
segir Ólafur Kr.
Guðmundsson, umferðarsérfræð-
ingur og varaborgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Borgarfulltrúar flokksins munu á
morgun leggja fram tillögu á fundi
borgarstjórnar um að innleiða nýja
tækni í umferðarstýringu. »11
Flýta mætti umferð-
inni um 15% með
nýju ljósakerfi
Bílar Ljósastýring-
ar gætu flýtt för.
Færst hefur í aukana að fólk
komi með ílát í verslanir á borð við
fisk- og ísbúðir og komist þannig
hjá því að fá matvöruna í einnota
plastumbúðum. Með árvekniátak-
inu Plastlaus september er vakin
athygli á þeim umhverfisskaða sem
notkun einnota plasts veldur og
hvatt til að draga úr plastnotkun.
Aron Elí Helgason, verslunar-
stjóri í fiskverslun Hafsins, segir að
talsvert sé um að fólk komi með eld-
föst mót og potta í verslunina þegar
það kaupir fisk „Okkur finnst þetta
frábært,“ segir hann. »14
Margir koma með
pott í fiskbúðina
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fulltrúar Orkunnar okkar munu í
dag afhenda forseta Alþingis undir-
skriftir við áskorun félagsins um að
hafna þriðja orkupakkanum, að sögn
Frosta Sigurjónssonar, eins tals-
manna Orkunnar okkar. Atkvæða-
greiðsla um orkupakkann fer fram í
dag en fundur þingforseta og Ork-
unnar okkar verður áður en at-
kvæðagreiðslan hefst.
Þingflokksformenn sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær áttu sumir
hverjir von á því að atkvæðagreiðsl-
an gæti tekið nokkurn tíma. Margir
þeirra töldu málið útrætt, en deilt
hefur verið um hvort nokkuð nýtt
hafi komið fram í málinu á sumar-
þinginu sem nú lýkur senn.
16.700 skrifað undir
Líklegt má telja að þriðji orku-
pakkinn verði samþykktur í dag.
Frosti segir að barátta Orkunnar
okkar haldi áfram, fari svo. „Barátt-
an fyrir fullu forræði Íslendinga yfir
eigin orkumálum heldur áfram,“
segir hann. „Orkupakkinn tekur
ekki gildi nema forsetinn samþykki
hann. Forsetinn gerir samninga við
erlend ríki samkvæmt 21. gr. stjórn-
arskrárinnar. Við munum skora á
forsetann að fallast ekki á þetta og
höfum birt honum slíka áskorun. Það
er næsta skref,“ segir Frosti. Verði
forsetinn ekki við þessu verði skorað
á hann að samþykkja ekki þau frum-
vörp sem leiða af orkupakkanum,
t.d. um breytingar á lögum um orku-
stofnun o.fl.
„Ef allt þetta bregst heldur bar-
áttan áfram, það kemur orkupakki
fjögur, kosningar og síðan næstu
kosningar. Þá munum við biðja alla
stjórnmálaflokka að gefa upp hver
afstaða þeirra er til orkumála svo að
kjósendur geti valið flokka. Þetta er
sannarlega eitt mikilvægasta hags-
munamál þjóðarinnar. Engin þjóð á
meira undir raforkumálum en Ís-
lendingar. Við erum tvöfalt meiri
raforkuþjóð en Norðmenn miðað við
íbúafjölda,“ segir Frosti, en sem fyrr
segir mun Orkan okkar afhenda
þingmönnum áskorun um að hafna
orkupakkanum. „Um miðjan dag í
dag [í gær] höfðu rúmlega 16.700
einstaklingar tekið undir þessa
áskorun, bæði skriflega og á netinu,“
segir Frosti. „Klukkan 10.30, þegar
atkvæðagreiðsla fer að hefjast um
orkupakkann, hafa þingmenn fengið
þessar áskoranir í hendurnar,“ segir
hann.
Skora á þingheim
að hafna pakkanum
Atkvæði greidd um OP3 í dag „Baráttan heldur áfram“
MOP3 á síðustu metrunum »10
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Orkupakkinn klárast með
atkvæðagreiðslu í þinginu í dag.
Fellibylurinn Dorian gekk á land á
Bahamaeyjum í gær. Vindhraði
hans mældist 82 m/s sem gerir hann
kröfugasta fellibyl svæðisins til að
ganga á land síðan mælingar hófust.
„Við erum að kljást við fellibyl ólík-
an öllum öðrum sem við höfum séð í
sögu Bahamaeyja,“ sagði Hubert
Minnis, forsætisráðherra Bahama-
eyja, á blaðamannafundi. „Ég vona
bara að allir hafi hlustað á ráð yfir-
valda og haldið sig innandyra,“ seg-
ir Svíinn Magnus Alnebeck, hótel-
stjóri Pelican Bay á Grand Bahama,
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Hann og eiginkona hans
ætla að sitja af sér fellibylinn á
hótelinu. »13
AFP
Strönd Sjávarflóð fylgir Dorian.
Dorian
gekk á land
Fellibylur skekur
Bahamaeyjar