Morgunblaðið - 02.09.2019, Page 6

Morgunblaðið - 02.09.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Íslendingar eru framsýnir og voru flestum þjóðum fljótari að til- einka sér flugið. Aðeins liðu sextán ár frá því að vél Wright-bræðra hóf sig á loft í Bandaríkjunum uns fyrsta flugvélin kom hingað til lands og tók flugið úr Vatnsmýr- inni. Það eru tímamótin sem við hyggjumst nú minnast og sömu- leiðis frumkvöðlanna; fólks með stórar hugmyndir sem sá tækifæri í því mikla ævintýri sem flugið er,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, for- seti Flugmálafélags Íslands. Fyrsta lággjaldaflugfélagið Í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi stendur Flugmálafélag Ís- lands fyrir móttöku á Reykja- víkurflugvelli á morgun, 3. sept- ember, kl. 16.15. Þar verður þess minnst að þennan dag er öld síðan flugvél fór fyrst í loftið á Íslandi. Meðal annars verður afhjúpað módel af Avro 504K, en fyrsta flugvélin á Íslandi var einmitt þeirrar gerðar. Af þessu tilefni stendur Flugsafn Íslands fyrir sögutengdri sýningu á sama tíma og efnt verður til samkomu sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, mun ávarpa. „Fyrir sextíu árum eða svo hófu Loftleiðir lággjaldaflug yfir Atlantshafið, milli Lúxemborgar og New York, sem þá var algjört nýmæli. Fargjöldin voru lág og því á færi almennings að fljúga álfa á milli með tengingu í gegnum Ís- land. Í því lá galdurinn hjá frum- kvöðlunum og kannski áttu þeir stóran þátt í því að skapa þann mikla áhuga á flugi sem liggur djúpt í þjóðarsálinni,“ segir Matt- hías og heldur áfram: „Auðvitað hefur flugrekstur á Íslandi síðustu öldina átt misjafna tíma. Flugfélag Íslands hið fyrsta, sem var stofnað árið 1919, varð gjaldþrota eftir tveggja ára starf- semi og ótalmörg fleiri fyrirtæki í flugrekstri hafa farið sömu leið. Alltaf hefur þó komið eitthvað nýtt og sterkara í staðinn, þá jafnan einkarekstur.“ Á ýmsu hefur svo gengið í flugi á Íslandi á þessu ári. Í sumar urðu tvö flugslys þar sem samtals fjórir létust, WOWair varð gjald- þrota í mars og viðsjár hafa verið uppi í rekstri Icelandair. Þá berast ýmsar fregnir af vanda innan- landsflugsins sem gert er út frá Reykjavíkurflugvelli, sem margir vilja burt. „Já, það hefur vissulega verið ókyrrð í lofti síðustu misserin. Svona sveiflur hafa þó oft komið áður í aldarsögu flugs á Íslandi,“ segir Matthías. „Skilaboðin sem flugslysum í ár fylgja eru að aldrei sé of varlega farið og að öryggis- málin þurfa alltaf að vera í for- gangi nú sem endranær. Um önnur málefni verður að segjast að nei- kvæð afstaða meirihlutans í borgarstjórn gegn Reykjavíkur- flugvelli og flugi almennt er hneisa.“ Rafmagnsflugvélar senn Nú um stundir er horft til grænna lausna í flugi, enda er út- blástur flugvéla sem fara hátt í himinhvolfinu mengunarvaldur. Um þetta segir Matthías að halda verði til haga að flug skapi aðeins 2-3% af losun gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum, þó á Íslandi sé hlutfallið rétt rúmlega um 6%. Allt flug íslenskra véla um loftin blá sé í þeirri tölu. „Það er ekki langt í að flug- vélar knúnar rafmagni komist í notkun. Vestanhafs eru nú þegar komnar rafmagnsvélar með um klukkustunda flugþol, sem nær í tvo til þrjá tíma eftir örfá ár. Í dag vinna verkfræðingar í að um það bil 100 verkefnum í sambandi við rafknúnar flugvélar og ýmislegt spennandi mun væntanlega koma út úr þeirri vinnu. Að fljúga og reka rafknúnar eða tvinnflugvélar kostar aðeins um 20% af því sem gerist með vélar knúnar jarð- efnaeldsneyti. Á næstu fimm til tíu árum trúi ég því að komnar verði tvinnflugvélar sem gætu hentað í öllu innanlandsflugi á Íslandi.“ Aldarafmælis flugs á Íslandi minnst með hátíð á morgun, 3. september Morgunblaðið/Eggert Flugmaður Fólk með stórar hugmyndir sá tækifæri í fluginu, segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í viðtalinu. Flugið og þjóðarsálin  Matthías Sveinbjörnsson er fæddur 1974. Hann hefur tekið virkan þátt í grasrótarstarfi flugs en auk þess starfað sem forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair og er nú flug- maður hjá félaginu. Matthías, sem er verkfræðingur að mennt, hefur jafnframt starfað víða í nefndum og ráðum í flug- tengdum málum.  Í stjórn Flugmálafélagsins frá 2003 og forseti frá 2014. Hver er hann? Ekki liggur fyrir hvort Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, munu hittast þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Eins og komið hefur fram verður Katrín erlendis vegna þings Norrænu verkalýðssamtakanna en kemur til baka á miðvikudaginn. Sagði hún í gær að í skoðun væri hvort möguleiki væri á að hún og Pence hittust þegar hann væri að fara og hún að koma. Ekki fengust frekari upplýsingar um mögulegan fund þeirra tveggja hjá utanríkisráðuneytinu. Í Morgunblaðinu á laugardag var greint frá því að Bandaríkjamenn hefðu farið fram á götulokanir í Reykjavík meðan á heimsókn Pence stæði. Ekki fengust upplýs- ingar um hvort orðið yrði við þess- um óskum þegar leitað var eftir því hjá lögreglu í gær. Fundur Katrínar og Pence ekki út af borðinu AFP Gesturinn Von er á varaforsetanum Mike Pence hingað til lands á miðvikudag. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrstu réttir haustsins voru um helgina og sláturhúsin eru að hefja sauðfjárslátrun. Stjórnendur slátur- húsa sem byrjuð eru að slátra láta vel af lömbunum en segja það mismun- andi eftir svæðum hvernig bændur lýsi stöðunni. Meðalfallþungi er þó væntanlega ekki jafn mikill og á síð- asta ári, en þá var hann með því besta sem sést hefur. Réttað var á stöku stað á Norður- landi um helgina, aðallega í Mývatns- sveit og Bárðardal. Fyrsta stóra rétta- helgin verður um komandi helgi, eins og sjá má á réttalista sem birtur er á vef Bændablaðsins, bbl.is, en þá verð- ur réttað í flestum héruðum norðan- lands. Stóru fjárréttirnar á Suðurlandi verða síðan um miðjan mánuðinn. Stóðréttir verða seinnihluta mán- aðarins og fram í október. Frægasta stóðréttin, Laufskálarétt í Skagafirði, verður 28. september. Illa gekk að fá lömb Svokölluð sumarslátrun hefur ver- ið í gangi hjá einhverjum sláturhús- um og regluleg slátrun er hafin hjá Norðlenska á Húsavík. Flest stóru sláturhúsin hefja daglega slátrun í þessari viku. „Það hefur ekki gengið nógu vel að fá fé. Við höfum þurft að fella niður slátrun. En það er aðeins að rofa til núna,“ segir Davíð Gestsson, fram- kvæmdastjóri Sláturhúss KVH á Hvammstanga. Þar hefur í mörg ár verið slátrað fé fyrir reglulega slátur- tíð til að flytja ferskt kjöt til Banda- ríkjanna. Sá markaður lokaðist raun- ar í ár en ætlunin var þó að slátra átta þúsund fjár fyrir innanlandsmarkað og eftir atvikum útflutning. Davíð segir útlit fyrir að aðeins helmingur af þeim fjölda náist. „Menn segjast vera í heyskap og telja að verðið fyrir inn- leggið sé ekki nógu hátt, svo að ekki borgi sig að koma með lömbin svona snemma,“ segir Davíð. Hann segir að lömbin séu góð, fyrstu dagana hafi meðalfallþunginn verið rétt rúm 15 kg og farið upp í rúm 17 kg. Það sé svipað og undanfarin ár, jafnvel betra. Lömbin í betra lagi „Lömbin í réttinni eru mjög fín en það er aðeins mismunandi eftir svæð- um hvernig bændur bera sig. Víða virðast þau vera í betra lagi,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslu- stjóri Norðlenska á Húsavík, en þar hófst sauðfjárslátrun á fimmtudag. Reiknað er með aukningu í slátrun á Húsavík, þar sem Norðlenska hættir slátrun á Höfn í Hornafirði og stór hluti viðskiptavina færir sig til Húsa- víkur. Sigmundur býst við yfir 100 þús- und fjár, sem yrði mesta slátrun í því húsi. Vel hefur gengið að ráða starfsfólk. Koma um 100 manns af 12 þjóðernum til starfa í sláturtíð og bætast við þann fjölþjóðlega hóp sem fyrir er. „Við fáum mikið af sama fólkinu ár eftir ár. Það skiptir sköpum,“ segir Sigmundur. Lömbin koma væn úr fjallhögum  Fyrstu réttir voru um helgina  Stóru réttadagarnir eru um næstu og þarnæstu helgi  Sauðfjár- slátrun að síga í gang  Norðlenska hóf slátrun fyrir helgi og önnur sláturhús hefja starfsemi í vikunni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Réttir Fjársafnið af Austurfjöllum var rekið vestur yfir Námafjall til Hlíðaréttar við Reykjahlíð í Mývatnssveit í gær. Stemning var meðal fólks og fjár, einstaka kindum lá svo á að komast inn í réttina að þær stukku yfir hópinn. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina er 20 ára! 20% afsláttur af öllum mottum í september Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ! • FLOTTUSTU BÚNINGARNIR. • ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR. • 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS TIL MERKINGA EÐA EKKI. SÍÐAN 1969

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.