Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Diklofenak Apofri hlaup, 11,6 mg/g, inniheldur diclofenac tvíetýlamín
sem er bólgueyðandi og dregur úr verk. Diklofenak Apofri er notað til
meðferðar á staðbundnum verk í tengslum við meiðsli í vöðva eða lið.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu
og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
DIKLOFENAK APOFRI HLAUP
- BÓLGUEYÐANDI OG DREGUR ÚR VERK -
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, pír-ati og formaður skipulagsráðs
Reykjavíkur, segir vel koma til
greina að breyta akreinum í for-
gangsakreinar fyrir strætó á há-
annatímum. Þetta
gæti orðið strax á
næsta ári. Þetta kom
fram í frétt Ríkis-
útvarpsins og er til-
efnið mikill um-
ferðarþungi á
morgnana og síð-
degis eftir að sumar-
fríum lauk. Fram
kemur að fólk sé allt að klukkustund
að aka leið sem yfir sumartímann
tekur aðeins nokkrar mínútur.
Umferðarþunginn í borginni hef-ur verið að aukast árum saman
og „lausn“ borgaryfirvalda hefur
verið að leggja reiðhjólastíga og
ausa milljörðum í strætó, með aðstoð
ríkissjóðs, auk þess að þrengja götur
og hafna mislægum gatnamótum
eða öðru sem myndi bæta flæði um-
ferðar.
Og nú er lausnin sem sagt aðþrengja enn frekar að þeim um
það bil 90% sem kjósa að ferðast um
í eigin bíl með því að taka af þeim
akreinar.
Þetta segir Sigurborg að snúistum að „þora“ að taka svona
ákvarðanir. En til að leysa um-
ferðarvandann í Reykjavík þarf ekki
einhverja hetjulega baráttu öfga-
manna gegn einkabílnum. Vandinn
verður aðeins leystur með því að
greiða fyrir umferðinni, til dæmis
með því að breikka götur þar sem
það er hægt í stað þess að þrengja
þær og að koma fyrir mislægum
gatnamótum sem víðast.
Leið meirihluta borgarstjórnarhefur misheppnast rækilega og
viðbrögðin við því mega ekki vera
að ganga enn lengra.
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Ganga lengra í
sömu ógæfuátt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Virðisaukaskattur sem lagður hef-
ur verið á tíðavörur og getnaðar-
varnir og kallaður hefur verið
„bleiki skatturinn“ lækkaði úr 24%
og er 11% frá og með deginum í
gær.
Þetta gerðist í kjölfar frumvarps
sem samþykkt var á Alþingi í júní
síðastliðnum. Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir, þingmaður Pírata,
var fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins en að því stóðu einnig
þingmenn Miðflokks, Samfylkingar
og Flokks fólksins.
Þórhildur Sunna sagði lagabreyt-
inguna nauðsynlegt skref til að
jafna bilið á milli kynjanna þegar
kæmi að nauðsynlegum hreinlætis-
vörum og getnaðarvörnum.
Um er að ræða einnota og marg-
nota tíðavörur, þar með talin dömu-
bindi, tíðatappa og álfabikara
ásamt öllum tegundum getnaðar-
varna. Markmiðið er að stuðla að
bættri lýðheilsu og færa Ísland nær
þeirri þróun sem orðið hefur í öðr-
um löndum með tilliti til aðgengis
að nauðsynlegum hreinlætisvörum
og getnaðarvörnum á undan-
förnum árum, eins og segir í texta
frumvarpsins.
Þar segir að enginn kostnaður sé
áætlaður vegna þessara breytinga,
en áætlað tekjutap vegna virðis-
aukaskatts sé rúmar 40 milljónir á
ári.
Bleiki skatturinn var afnuminn í gær
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, bet-
ur þekkt sem GDRN, er bæjarlista-
maður Mosfellsbæjar árið 2019. Val-
ið var tilkynnt á sérstakri hátíðar-
dagskrá í lok bæjarhátíðarinnar Í
túninu heima sem var haldin í Mos-
fellsbæ um helgina.
Guðrún Ýr er uppalin í Mosfells-
bæ. Hún hóf fiðlunám í Tónlistar-
skóla Mosfellsbæjar fimm ára,
stundaði síðan nám í Suzuki skól-
anum í 11 ár og lærði djasssöng og
djasspíanó í FÍH meðfram námi í
menntaskóla.
Hún gaf út sína fyrstu tónlist árið
2017 og sló í gegn með laginu Lætur
mig sumarið 2018. Á Íslensku tón-
listarverðlaununum fyrr á þessu ári
hlaut Guðrún fern verðlaun. Plata
hennar Hvað ef var valin poppplata
ársins og lagið Lætur mig var valið
popplag ársins. Að auki var hún val-
in söngkona ársins í flokki popp-,
rokk-, raf- og hipphopptónlistar og
hlaut verðlaun fyrir tónlistarmynd-
band ársins.
Í rökstuðningi menningar og ný-
sköpunarnefndar Mosfellsbæjar
segir: „Guðrún Ýr er fyrirmynd og
innblástur fyrir konur í tónlist, upp-
rennandi stjarna og magnaður mos-
fellskur listamaður.“
GDRN tileinkaði verðlaunin öllu
því tónlistarfólki og tónlistarkenn-
urum sem hefðu miðlað af reynslu
sinni til hennar í gegnum árin.
Magnaður mosfellskur listamaður
Söngkonan GDRN var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar um helgina
GDRN Hún var valin bæjarlista-
maður Mosfellsbæjar 2019.
Kona sem óskar þess á rétt á
þungunarrofi fram að lokum 22.
viku þungunar frá og með deg-
inum í gær, en þá tóku gildi ný
lög um þungunarrof. Þar með
voru leiddar í lög reglur sem
mikið var tekist á um á Alþingi í
vor.
Markmið laganna er að tryggja
að sjálfsforræði kvenna sem óska
eftir þungunarrofi sé virt með
því að veita þeim öruggan að-
gang að heilbrigðisþjónustu, eins
og segir í 1. málsgrein 1. greinar
laganna.
Frumvarpið var samþykkt um
miðjan maímánuð. 40 þingmenn
greiddu atkvæði með því, 18 voru
á móti og þrír greiddu ekki at-
kvæði. Tveir þingmenn voru fjar-
verandi.
Ofannefnt ákvæði, þ.e. 1. mgr.
4. gr. nýju laganna, var sá hluti
þess sem helst var tekist á um og
komu mörg sjónarmið fram. Páll
Magnússon, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, lagði til að mark-
ið yrði sett við 20. viku þungunar
en ekki 22. en Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra sagði að
sjálf hefði hún viljað ganga
lengra og treysta konum til fulls
með því að hafa engin tímamörk
á þungunarrofi.
Ný lög um þungunarrof tóku gildi í gær