Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 15

Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Í vinnunni Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, var önnum kafinn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit við á Alþingi á hinum svokallaða tveggja daga þingstubbi í síðustu viku. Kristinn Magnússon Miðlægir kjarasamningar eru mikilvægur þáttur í norræna vinnumarkaðslíkaninu. Á grund- velli kjarasamninga standa launa- fólki til boða góð og viðeigandi starfskjör. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að gerðir séu kjara- samningar við atvinnurekendur vegna vinnu sem unnin er gegnum netvanga. Kjarasamningar eru í eðli sínu sveigjanlegir og nú blasir við það verkefni að laga þá að nýj- um aðstæðum. Ábyrgðin á þessu verkefni liggur jafnt hjá stéttar- félögum sem fyrirtækjum. Stéttarfélögin þurfa einnig að hugsa upp nýjar leiðir til að ná til þeirra félagsmanna sem starfa gegnum netvanga. Við þurfum að sætta okkur við að netvangar verði notaðir til að lækka laun eða skerða kjör og réttindi félagsmanna okkar á annan hátt. Hvernig eiga þá stéttarfélög há- skólafólks að bregðast við þessum breyttu aðstæðum? lítur það jákvæðum augum að geta starfað undir öðrum formerkjum en hefðbundnu ráðningarsam- bandi. Það er ábyrgð stjórnmálamanna að tryggja að lagaumhverfi vinnu- markaðar taki mið af tækni- framförum og að einstaklingum séu tryggð réttindi óháð ráðning- arformi. Enn fremur er mikilvægt að löggjöf og reglur um persónu- vernd fylgi þróun tækninnar. Netvangar eru kærkomin leið til nýsköpunar, sveigjanleika, hag- vaxtar og fjölgunar starfa fyrir há- skólamenntað fólk, svo fremi sem félagsmönnum okkar eru boðin góð kjör og leikreglum vinnumarkaðar- ins er fylgt. Við munum aldrei Fyrirtækið Sam- funnsøkonomisk Ana- lyse (SØA) í Noregi hefur, að tilstuðlan bandalaga háskóla- fólks á Norðurlöndum, gert úttekt á vaxtar- möguleikum svokall- aðra „netvanga“ en það eru vefsíður sem hafa milligöngu um kaup og sölu á þjónustu. Skýrsla úttektarinnar verður kynnt á samnorrænni ráð- stefnu í Malmö í dag. Skýrslan leiðir í ljós að umsvif slíkra netvanga eru ekki ýkja mikil enn sem komið er. En það er sann- færing þeirra sem úttektina unnu að framundan sé vöxtur á þessu sviði og því er nauðsynlegt fyrir stéttarfélög að fylgjast vel með þróuninni. Fram kemur að hér er ekki ein- ungis um að ræða þjónustu eins og Airbnb heldur munu netvangar einnig ná til starfa margs konar sérfræðinga, s.s. þýðenda, sálfræð- inga, verkfræðinga, lögfræðinga og hagfræðinga. Margt háskólafólk höfða til alls háskólamenntaðs fólks, óháð því hvernig sambandi þess við atvinnurekendur er háttað. Aðildarfélög okkar, sem miða félagsaðild við tiltekna menntun eða starfsgrein, búa yfir mikilli reynslu í þessum efnum og ættu auðveldlega að geta höfðað til fólks í föstu ráðningarsambandi jafnt sem sjálfstætt starfandi fólks. Við verðum að tryggja viss rétt- indi fyrir alla okkar félagsmenn. Við höfum mikilvægum skyldum að gegna gagnvart þeim, óháð því hvar og hvernig þeir vinna. Við þurfum að geta útskýrt fyrir þeim hvaða áhrif mismunandi vinnufyr- irkomulag hefur á stöðu þeirra og ýmis réttindi, s.s. lífeyrisréttindi og atvinnuleysistryggingar. Markmið okkar er að félagsmenn geti tekið upplýstar ákvarðanir í þessu sam- bandi. Við viljum vinna að því að allir félagsmenn búi við sambæri- leg starfskjör og réttindi, óháð því hvernig tengslum þeirra við at- vinnurekanda er háttað. Eftir Göran Arrius, Kari Sollien, Lars Qvistgaard, Sture Fjäder og Þórunni Sveinbjarnardóttur »Við viljum vinna að því að allir félags- menn búi við sambærileg starfskjör og réttindi, óháð því hvernig tengslum þeirra við at- vinnurekanda er háttað. Göran Arrius Göran Arrius er formaður Saco, Svíþjóð; Kari Sollien er formaður Akademikerne, Noregi; Lars Qvistgaard er formaður AC, Danmörku; Sture Fjäder er formaður Akava, Finnlandi; Þórunn Svein- bjarnardóttir er formaður BHM. tsv@bhm.is Kari Sollien Lars Qvistgaard Þórunn Sveinbjarnardóttir Sture Fjäder Frá Airbnb til netvanga fyrir háskólamenntað fólk Í dag fer fram at- kvæðagreiðsla á Al- þingi um þriðju orku- tilskipun Evrópu- sambandsins. Stjórnin og stjórnarsamstaðan virðast vera staðráðin í því að samþykkja þetta regluverk í trássi við vilja meirihluta lands- manna. Nýtt uppi á borðinu Mikil umræða fór fram í vor á Al- þingi og tókst þingmönnum Mið- flokksins að fá málinu frestað fram á haustið. Enginn vafi er á því að það var fallið til þess að auka almennar umræður um málið og draga fram nýjar staðreyndir og sjónarmið. Nú ber svo við að fylgjendur orkupakk- ans hafa það eitt fram að færa að end- urtaka í sífellu að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu. Þeirra vegna er vert að rifja upp hvað hefur breyst í málinu í sumar og hvaða nýjar upp- lýsingar liggja fyrir sem ekki lágu fyrir í vor. Einskis nýtir fyrirvarar Berlega hefur komið í ljós að lagalegir fyrir- varar ríkisstjórnarinnar hafa ekkert þjóðréttar- legt gildi. Varla fyrir- finnst lengur nokkur maður sem gerir tilraun til að halda öðru fram og hefur farið grunsamlega lítið fyrir þeim sem héldu fyrirvaranum á lofti í vor. Þannig hefur and- stæðingum málsins tekist að leiða fram þá staðreynd að fyrirvararnir, sem voru forsenda þess að málið rann í gegnum þingflokka stjórnarflokk- anna, hafa ekkert gildi að þjóðarétti. Lítil þolinmæði fyrir slælegri innleiðingu Nýleg ákvörðun Evrópusambands- ins um að draga Belgíu fyrir Evrópu- dómstólinn í samningsbrotamáli fær- ir okkur heim sanninn um að við Íslendingar verðum ekki teknir nein- um vettlingatökum ef sambandið tel- ur að við höfum ekki innleitt þriðja orkupakkann réttilega. Fjórði orkupakkinn Í þriðja lagi hefur fjórði orkupakk- inn litið dagsins ljós eftir staðfestingu æðstu stofnana í Evrópusambandinu. Greinilegt er, af fréttum af innihaldi hans, að þar er að finna fjölmörg álitaefni, sem eru alls órædd í tengslum við það sem liggur fyrir að greiða atkvæði um á Alþingi. Aug- ljóst er að brýn þörf er að ræða þessi mál saman enda er hér um að ræða samfellu í löggjöf á sviði raforkumála á öllu Evrópusvæðinu. Ósammála óbreyttri tillögu Fram kom tillaga frá einum stjórnarþingmanni í sumar þess efnis að setja inn ákvæði samhliða orku- pakkanum um þjóðaratkvæði komi til þess að ósk berist um tengingu með sæstreng hingað til lands. Undir þessa tillögu þingmannsins hafa nokkrir aðrir stjórnarþingmenn tek- ið. Er varla við því að búast að þessir þingmenn geti samþykkt orkupakka- málið óbreytt. Ekki nægileg lagastoð fyrir reglugerð ráðherra Væntanleg er reglugerð iðnaðar- ráðherra sem ætlað er að innleiða hina mjög svo umdeildu reglugerð EB 713/2009, þar sem Orkustofnun Evrópu (ACER) er falið víðtækt valdsvið á sviði raforkumála. Ætlan ráðherra er að styðja útgáfu reglu- gerðarinnar við 45. grein raforkulaga sem heimilar ráðherra að gefa út reglugerðir um framkvæmd raf- orkulaga! Fræðimenn hefur greint á um hvort einstök ákvæði ofan- greindrar reglugerðar (EB 713/2009) stangist á við ákvæði stjórnarskrár, sem feli í sér framsal á ríkisvaldi til evrópskrar stofnunar. Af hálfu Mið- flokksins hefur verið bent á að inn- leiðing svo víðtækrar löggjafar Evr- ópusambandsins, með reglugerð ráðherra sem styðst ekki við merki- legri lagaákvæði en hér var nefnt, geti engan veginn staðist. Engar hamfarir Formaður, varaformaður og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa, á síðustu dögum, látið uppi þá skoðun sína að þeir telji engin vandkvæði al- mennt á að nýta rétt okkar skv. 102. gr. samningsins til að fara með mál fyrir sameiginlegu EES-nefndina og óska undanþágu, en sjá þó ekki þörf- ina á slíku í þessu máli. Þannig hafa þeir skilið utanríkisráðherra einan eftir með hamfaralýsingar sínar um viðbrögð Evrópusambandsins við slíkri beiðni. Hafa ekki getað útskýrt þörfina Fyrir utan ofangreinda ágalla hyggjast fylgismenn orkupakkans innleiða regluverkið þrátt fyrir aug- ljósa andstöðu meirihluta lands- manna. Ríkisstjórninni er fyrirmunað að útskýra þörfina á að nauðsynlegt sé að samþykkja þriðju orkutilskip- unina. Allt lítur út fyrir að þingmeiri- hluti ætli að samþykkja tillöguna. Þeir þingmenn gera það með galopin augu. Eftir Karl Gauta Hjaltason » Allt lítur út fyrir að þingmeirihluti ætli að samþykkja tillöguna. Þeir þing- menn gera það með galopin augu. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Miðflokksins. kgauti@althingi.is Með galopin augu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.