Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Ég hef nú orðið fyr-
ir sárum vonbrigðum
með mína eigin flokks-
menn, þ.e. þessa, sem
ég vil kalla orku-
pakkasjálfstæðismenn,
því þeir virðast ekki
kæra sig lengur um
sjálfstæði þjóðarinnar
né framtíð hennar.
Mér finnst að þeir geti
ekki lengur kallað sig
sjálfstæðismenn; þeir
eru að eyðileggja Sjálfstæðisflokk-
inn og ættu að fara eitthvert annað.
Mér er óskiljanlegt hvers vegna
þörf er á að innleiða þennan þriðja
orkupakka hér á landi. Ef afþökkun
hans veldur einhverju uppnámi
gagnvart EES-samningnum, liggur
þá ekki beint við að endurskoða
hann? Hann getur ekki verið neitt
óumbreytanlegt eilífðarplagg. Hvað
gengur þessu fólki eiginlega til? Er
meiningin að einkavæða Lands-
virkjun og selja hana
svo? Maka svo krókinn
með sæstreng? Hefur
þetta fólk einhverra
persónulegra hags-
muna að gæta? Að
skara eld að eigin
köku?
Þann 10. apríl sl. rit-
aði ég ofanskráð orð á
fésbókina og deildi
þeim; opið að mig
minnir. Þann tíma sem
liðinn er síðan hef ég
fylgst með umræðu og
annarri umfjöllun um
orkupakka 3, í þeim tilgangi að
reyna að öðlast skilning á þessu
máli og jafnvel fá svör við ein-
hverjum af spurningunum, sem ég
setti fram. Smámsaman held ég að
svörin hafi verið að koma. Ekki þó
frá forkólfum pakkans; þeir hafa
aldrei sagt neitt að gagni um inni-
hald hans, aðeins hvað ekki væri í
honum. Aldrei sagt hreinskilnislega
nokkuð um leyndarmálið, raunveru-
legan tilgang innleiðingar pakkans
Nú finnst mér það loks, nærri fimm
mánuðum seinna koma berlega í
ljós.
Ég er smeykur um að svarið við
hverri áðurnefndra spurninga
minna sé: já. Er ekki meiningin að
selja „mjólkurkúna“, Landsvirkjun,
sem þó greiddi þjóðinni 4,25 millj-
arða króna í arð fyrir sl. ár 2018?
Mun ekki Alþingi samþykkja lagn-
ingu sæstrengs til landsins þegar
það hefur innleitt O3, sem allt
bendir til að gert verði í byrjun
september nk.? Enda tvö sæ-
strengsverkefni í startholunum og
bíða samþykkis orkupakkans. Hafa
ekki einhverjir peningamenn, jafn-
vel þingmenn og ráðherrar, verið
að kaupa jarðir víðsvegar um landið
með vatnsréttindum, jarðvarma eða
möguleika á gerð vindmyllugarða?
Það mun líka vera búið að veita
leyfi fyrir 28 smávirkjunum fyrir
utan áform um stærri virkjanir
Landsvirkjunar eða annarra.
Ég leyfi mér nú hér með að vitna
í skrif Arnhildar Ásdísar Kolbeins í
Fréttatímanum um orkumál. Hún
skrifar m.a.: „Eitt meginstefnumið
orkupakka 3 er að útrýma hindr-
unum á tengingum við hinn svokall-
aða innriorkumarkað. Orkupakki 4,
sem ESB kynnti á dögunum og tek-
ur við af O3, felur í sér nokkuð af-
dráttarlausa kröfu um tengingar
allra aðildarríkja yfir landamæri
auk verulega aukins valds og mið-
stýringar sambandsins í orku-
málum ...
Við höfum full not fyrir raforku
okkar innanlands og við eigum að
nýta hana skynsamlega til hagsbóta
fyrir íslenskt samfélag. Sú raforka
sem við höfum tök á að framleiða er
aðeins dropi í hafið þegar litið er til
hinnar miklu þarfar sem er til stað-
ar í Evrópu fyrir vistvæna orku...
Hinsvegar myndi innleiðing O3
og O4 geta þjónað gróðasjónar-
miðum ýmissa aðila vel sem sæju
hag sinn í að leggja sæstreng til
landsins til að selja vistvæna raf-
orku erlendis. ...
Niðurstaða innleiðingar orku-
pakka 3 væri óhjákvæmilega sú að
raforkuverð myndi hækka og
ákvörðunarvald í orkumálum hyrfi
úr landi. Það er ekki glæsileg fram-
tíðarsýn.“
Þetta eru brot úr ágætri grein
Arnhildar og finnst mér þau renna
stoðum undir mína sýn á málið. Ég
hef verið sjálfstæðismaður frá ung-
lingsárum mínum og ég er sár-
hryggur yfir því hvernig komið er
fyrir mínum gamla flokki; að hann
skuli fara svona að ráði sínu einsog
allt bendir til að hann geri. Hann
get ég ekki kosið meðan þessi for-
ysta er í fararbroddi. En ég er og
verð sjálfstæðismaður; þess vegna
hafna ég orkupökkum ESB.
Eftir Knút Hauk-
stein Ólafsson » Aldrei er nokkuðsagt hreinskilnislega
um leyndarmálið,
raunverulegan tilgang
innleiðingar pakkans.
Knútur Haukstein
Ólafsson
Höfunfur er eldri borgari og
sjálfstæðismaður.
knuturo@kkgallery.net
Sannleikurinn um nauðsyn innleiðingar orkupakka 3?
Á dögunum rakst ég
á viðtal á mbl.is við
mann að nafni dr.
Munib Younan en hann
er víst biskup frá Pal-
estínu og fyrrverandi
forseti Lútherska
heimssambandsins. Ef
ég skil þetta rétt var
hann staddur hér á
landi til að halda fyrir-
lestur á Skálholtshátíð
í samvinnu við Stofnun
dr. Sigurbjörns Einarssonar. Rétt er
að geta þess að ég átti ekki kost á því
að hlýða á fyrirlesturinn og veit því
ekki efni hans. Það var einkum
þrennt sem stakk mig í augu við
lestur viðtalsins.
Átökin í Mið-Austurlöndum
Í viðtalinu segir biskup, „Megin-
vandamál Mið-Austurlanda eru átök-
in í Ísrael. Ef þau verða leyst verður
friður í öllum Mið-Austurlöndum“.
Þetta varð ég að lesa nokkuð oft yfir
og spurði ég mig í hvert sinn eftir
lesturinn hvort maðurinn vissi ekki
hvað gengið hefur á í Mið-Austur-
löndum undanfarin ár. Veit hann ekki
að það logar allt í átökum í araba-
heiminum í Mið-Austurlöndum, ekki
Ísrael? Veit maðurinn ekki af borg-
arastríðinu í Sýrlandi? Hrottaskap og
fjöldamorðum ISIS-liða? Veit maður-
inn ekkert um styrjöldina í Jemen
þar sem Íranar eru með sínar klær og
Sádi-Arabar berjast á móti? Veit
maðurinn ekkert um að Íranar hafa
dælt peningum í Hezbolla sem ráða
Suður-Líbanon og eru hermdar-
verkasamtök sem Íranar nota sem
málaliða, meðal annars í Sýrlandi?
Veit hann ekkert um Hamas á Gasa-
ströndinni sem stjórna Gasa á sama
hátt og vinur þeirra stjórnar Norður-
Kóreu? Veit maðurinn ekkert af
áhyggjum hins frjálsa heims að Ír-
anar eru nú leynt og ljóst að koma sér
upp kjarnavopnum og ógna meir og
meir heimsfriðnum? Samkvæmt við-
talinu við biskupinn er þetta allt Ísr-
ael að kenna! Hvernig má það vera?
Ánægður með að kristnir séu
einungis 2% Palestínumanna
Af viðtalinu má ekki annað skilja
en að biskupinn sé bara nokkuð
ánægður með að einungis 2% þeirra
sem kalla sig Palestínuaraba séu
kristnir en segist að sama skapi ekki
vilja kalla þá minnihluta! Við lauslega
athugun á íbúafjölda í Mið-Austur-
löndum kemur í ljós að í helstu ríkj-
um araba, meðal annars þeirra sem
umlykja Ísrael, búa um
300 milljónir manna.
96% þeirra eru músl-
imar en aðeins um 4%
kristnir og annarrar trú-
ar. Kristnum hefur
fækkað jafnt og þétt
undanfarin hundruð ár
og eftir einhver ár verða
engir kristnir menn til í
þessum löndum ef fram
heldur sem horfir. Í
Ísrael, sem biskupnum
var nokkuð tíðrætt um í
viðtalinu, búa 8,5 milljón
manna, 75% eru gyðingar, 20% eru
múslimar og 5% eru annarrar trúar.
Ja so!
Tveggja ríkja lausn
Biskupinn minnist í viðtalinu á hina
svokölluðu tveggja ríkja lausn. Hann
minnist aftur á móti ekkert á það að
Palestínuarabar hafa nokkrum sinn-
um hafnað þeirri lausn sjálfir, meðal
annars í september 1993 þó að búið
hafi verið að semja um slíkt. Þá
guggnaði Yasser Arafat. Tveggja
ríkja lausn getur aldrei orðið á meðan
Palestínuarabar eru klofnir í tvær
andstæðar fylkingar; þá sem fylgja
Hamas og þá sem fylgja Fata. Hamas
og Fata hata hvor annan meira en
Ísraela.
Biskupinn segir að ástandið í Pal-
estínu sé slæmt, að fjöldi ungs fólks
sé atvinnulaus og margir reyni að
yfirgefa svæðið. Þetta er alkunna því
Gasa og Vesturbakkanum stjórna
hreinræktaðar glæpaklíkur sem stela
öllu því fé sem almenningi er ætlað,
bæði skattfé og styrktarfé sem
Bandaríkin og önnur vestræn ríki
dæla inn á svæðið. Biskupinn gleymir
að geta þess að engin arabalönd vilja
taka við þessu unga fólki, hvorki
Sádi-Arabía, Íran, Jórdanía, Líbanon,
Katar, Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin eða Egyptaland, svo einhver
arabalönd séu nefnd. Hverju skyldi
það sæta?
Skálholtshátíð –
dr. Munib Younan
Eftir Magnús
Magnússon
Magnús Ægir
Magnússon
» Það er alkunna að
Gasa og Vestur-
bakkanum stjórna
hreinræktaðar glæpa-
klíkur sem stela öllu
því fé sem almenningi
er ætlað, skattfé sem
og styrktarfé.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og friðarsinni.
Próf. Stefán Már
Stefánsson, helzti sér-
fræðingur í ESB-rétti,
segir að það „væri rétta
lögfræðilega leiðin“ að
senda orkupakkamálið
með ósk um undanþágu
til sameiginlegu EES-
nefndarinnar, „þar sem
gert væri ráð fyrir því í
EES-samningnum“ (í
forsíðufrétt í Fréttabl.
7. maí).
Þetta heykist ríkisstjórnin á að
gera, þykist örugg með sína óljósu
„fyrirvara“, þótt slíkir hafi ekki haldið
gagnvart ESB í hliðstæðu efni. Í stað-
inn vill hún keypt lögfræðiálit (margt
fæst fyrir fé) sem gera mikið úr pólit-
ískri áhættu við að biðja um það sem
við eigum þó fullan rétt á.
Undir forystu Bjarna Ben. brást
þorri þingmanna Sjálfstæðisflokks Ís-
landi í Icesave-málinu, eins og þeim
ætlar að takast nú í Op.3-málinu,
þjóðinni til armæðu.
Annar ráðherra, Ásmundur Einar,
áður samherji minn gegn Icesave-
samningum og ESB-umsókn, fjárfesti
75 milljónir í jörðum í Dölum, að sögn
með lánum frá ESB. Stórfelld vind-
mylluáform hans eru ótrúleg, afköst
verða 375 MW (en Búrfellsvirkjunar
370 MW), hæð spaða í efstu stöðu 175
m, 100 m hærri en rellur sem LV
reisti ofan við Búrfell, en steypan sem
flytja þarf upp á Laxárdalsheiði hátt í
200.000 tonn! Hver spaði, sem flytja
þarf inn erlendis frá, kemur í heilu
lagi, 68 m að lengd, 81 stk.! (Gunnar
Heiðarsson: Ráðherrann og vifturnar
hans, noldrarinn.blog.is/blog/
noldrarinn/entry/2239256/)
Nú eyða vindmyllur nálægt Búr-
fellsvirkjun fjölda gæsa, en vindmyll-
ur sínar (og erlendra fjárfesta)
hyggst ÁED reisa nálægt útbreiðslu-
svæðum arnarstofnsins, sem má ekki
við afföllum, en stórir fuglar jafnt sem
smærri lenda í spöð-
unum: facebook.com/
watch/
?v=2226037754326363
Ráðherrann á að
skoða hug sinn á ný; vill
hann hafa það á sam-
vizkunni að útrýma síð-
asta erni á Íslandi?
Að samþykkt pakk-
ans feli í sér opið sam-
þykki við sæstreng ligg-
ur fyrir í Op.3,
markmiðslýsingu hans
og í ákvæðum um að
ekki megi hindra raforkuflutning yfir
landamæri. Átt er við raflínur milli
landa. Ef um lönd er að ræða sem að-
skilin eru með hafi eru þær í formi
sæstrengs.
Skúli Magnússon héraðsdómari
hafnar því að lagning sæstrengs
tengist Op.3, gengur þar fram hjá
upphafsorðum 1. gr. rglg. ESB-
þingsins og Ráðsins nr. 714/2009:
„Markmiðið með þessari reglugerð er
að: a) setja sanngjarnar reglur um
raforkuviðskipti yfir landamæri og
auka þannig samkeppni á innri mark-
aðinum með raforku“ og í 19. gr.:
„eftirlitsyfirvöld skulu vinna saman
og með framkvæmdastjórninni og
stofnuninni til að uppfylla markmið
þessarar reglugerðar“ og í 21. gr.:
„skulu aðildarríkin setja reglur um
viðurlög við brotum gegn ákvæðum
þessarar reglugerðar og gera allar
nauðsynl. ráðstafanir til að tryggja að
þeim ákvæðum sé beitt....“ Og í I. við-
auka við reglugerðina: „Flutnings-
kerfisstjórar skulu leitast við að sam-
þykkja öll viðskipti, þ.m.t. þau sem
tengjast viðskiptum yfir landamæri.“
Kýs Skúli að vera blindur á þessar
staðreyndir í þeim pakka sem þing-
menn eru narraðir til að samþykkja?
Augljóslega eru þar ákvæði sem
mæla fyrir um raforkuviðskipti yfir
landamæri, sem í tilfelli eylandsins
hljóta að verða í formi sæstrengs.
Allar fullyrðingar um að Op.3 feli
ekki í sér sæstrengi eru því rakin lygi
sem enginn á að leggja nafn sitt við,
hve mikið sem boðið kann að vera í
þóknun fyrir sérálit sem gangi í þessa
röngu átt.
Í reglugerð ESB nr. 702/2009, um
að koma á fót Samstarfsstofnun eftir-
litsaðila á orkumarkaði, segir í 5. lið:
„Aðildarríkin skulu vinna náið saman
og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta
með raforku og jarðgas yfir landa-
mæri í því skyni að ná fram mark-
miðum Bandalagsins á sviði orku.“
Ljóst er að með Op.3 er öllum að-
ilum hans gert skylt að fylgja eftir því
markmiði að fjarlægja hindranir í
vegi viðskipta með raforku yfir landa-
mæri í því skyni að ná fram mark-
miðum ESB (ekki okkar!). Eru þeir
stjórnmálamenn læsir, sem sjá þetta
ekki?
Þetta merkir ekki skyldu ríkisins
að kosta og leggja sæstreng, heldur
að bannað sé að hindra viðskipti með
raforku um sæstreng. Ríkið yrði aðili
að þessum reglum, verði Op.3 sam-
þykktur 2. september. Stjórnvöld
geta þá ekki undanþegið sig frá
skyldunni að sjá til þess að engar
hindranir verði settar í veg fyrir lagn-
ingu og starfrækslu sæstrengs.
Hrikalegar afleiðingar
Jafnvel í greinargerð Guðlaugs
Þórs með Op.3 segir í 7. k.: „sæ-
strengur myndi leiða til hækkunar á
raforkuverði innanlands vegna teng-
ingar við innri raforkumarkað ESB
og þar með evrópskt raforkuverð.“
Það getur hækkað tvisvar allt að
þrisvar sinnum, til heimila, fyrir-
tækja og stofnana, markaðsverð eitt
mun gilda, ekki má mismuna öðrum í
þágu Íslendinga skv. þessu kerfi
Op.3. Samfélagslegir stórnotendur,
m.a. Landspítalinn og Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, yrðu, til að fá sitt raf-
magn, að yfirbjóða með hæsta verði
erlend fyrirtæki eins og þýzka ríkis-
spítala eða flugstöðvar. Kostnaðar-
auki fyrirtækja hlýzt af þessu, fer út í
verðlag, eykur verðbólgu og verð-
tryggðar skuldir, m.a. íbúðalána,
flestum til óþurftar. Önnur fyrirtæki
gætu hrunið, t.d. garðyrkjubænda,
enda bannað að niðurgreiða rekstur
þeirra í samkeppni við innflutning.
Hverjum er þetta vonarefni?
Margur verður af aurum
api í orkupakkamáli
Eftir Jón Val
Jensson » Allar fullyrðingar
um að Op.3 feli
ekki í sér sæstreng
eru rakin lygi.
Jón Valur Jensson
Höfundur er guðfræðingur
og rithöfundur.
jvj@simnet.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?