Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Ný netverslun! www.listverslun.is Við höfum opnað nýja netverslun með vinsælustu myndlistarvörum okkar. Sendum um land allt – frí heimsending fyrir 10.000 kr. eða meira. Kynntu þér vöruúrvalið á www.listverslun.is Smáratorgi 1 | 201 Kópavogur | vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Til hamingju með daginn 60 ára Sía er Reykvík- ingur en býr á Akur- eyri. Hún er hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir að mennt og er doktor í heilbrigð- isfræðum. Hún er lekt- or við Háskólann á Akureyri. Maki: Birgir Karl Knútsson, f. 1960, við- skiptafræðingur. Börn: Gunnar Ingi Hrafnsson, f. 1984, Stefán Oddur Hrafnsson, f. 1994, og stjúpsonur er Ævarr Freyr Birgisson, f. 1996. Barnabarn er Rebekka Rán Gunnarsdóttir, f. 2019. Foreldrar: Jón Aðalsteinn Jónsson, f. 1920, d. 2006, orðabókarstjóri, og Vil- borg Guðjónsdóttir, f. 1924, d. 2015, skrifstofumaður hjá Orðabók HÍ. Sigríður Sía Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir að fara með löndum í dag, því þú ert illa undir það búinn að lenda í einhverju orðaskaki við vinnufélaga. Stattu fast á þínu og treystu eigin dómgreind. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur smekk heimsmannsins, og vilt njóta fagurra hluta með öðrum. Það er gaman að njóta augnabliksins þegar allar aðstæður eru réttar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt ekki að eiga í erfiðleikum með að sinna þeim sérstöku verkefnum sem þér hafa verið falin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Finnist þér að gengið hafi verið á rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut. Aðalmálið er að vita hvar þú hefur aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er auðvelt að ruglast í sam- skiptum. Búast má við töfum eða von- brigðum og allt eins líklegt að einhver ná- kominn skipti algerlega um skoðun. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að koma þér upp dagbók og skipuleggja tíma þinn betur. Taktu lítið skref í áttina að því sem þú vilt í lífinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt ekki að vera í neinum vandræð- um með að inna af hendi þau verkefni sem þér hafa verið falin þótt flókin séu. Stund- um er ánægja næg ástæða til að gera eitt- hvað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sýndu skilning þegar náinn vinur færist undan að svara spurningum þínum. Réttlætiskennd þín er gott vega- nesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú reynir að stytta þér leið í ákvarðanatöku áttu á hættu að gera af- drifarík mistök. Það er hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt mikið fjör ríki þessa stund- ina og gaman sé að taka þátt í því máttu ekki gleyma alvöru lífsins. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt allir megi eitthvað til mál- anna leggja er lokaákvörðunin þín og einskis annars. Best er að treysta eðlis- ávísuninni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leggðu þitt af mörkum í félags- lífinu. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig. lagði upp með þegar ég bauð mig fram.“ Theodóra er núna verkefnastjóri hjá Isavia í tengslum við framtíðar- uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég byrjaði þar í september 2018 og er að vinna líka í stefnumótun hjá Isavia og með nærsamfélaginu á Suðurnesjum. Mér líkar mjög vel í þessu starfi og þar eru áhugaverð verkefni fram undan.“ Mikla athygli vöktu dómsmálin sem Theodóra höfðaði fyrir hönd föð- ur síns og sjálfrar sín gegn Lands- bankanum. Hún vann bæði málin, sem voru fordæmisgefandi, og var Bjartrar framtíðar og síðan BF Við- reisnar og var formaður bæjarráðs og skipulagsráðs til 2018. Hún var al- þingismaður fyrir Bjarta framtíð 2016-2017. „Ég hef mjög mikla ánægju af sveitarstjórnarmálum og þurfti að velja þarna á milli. Eftir að ég var kosin inn á Alþingi ætlaði ég alltaf að hætta sem bæjarfulltrúi í lok tímabilsins, sem var nokkrum mán- uðum seinna, en fannst ég þurfa að velja strax annað hvort. Ég valdi frekar bæjarmálin því ég hef bæði meiri ánægju og meiri áhrif á sam- félagið mitt sem bæjarfulltrúi og var langt komin með þau verkefni sem ég T heodóra Sigurlaug Þor- steinsdóttir fæddist 2. september 1969 að Ás- braut 17 í Kópavogi. „Foreldrar mínir voru nýfluttir þangað frá Melgerði 1, húsi sem föðurafi minn byggði.“ Theodóra var tvö fyrstu árin í Kárs- nesskóla en flutti svo í Mosfellssveit- ina og gekk í Varmárskóla. „Það var gott að alast upp í Mosfellssveit og þar eignaðist ég dýrmætar vinkonur. Ég æfði handbolta, fótbolta og skíði og lærði á trompet. Við áttum hesta og gátum ferðast um á vélsleða, sem var eitt af áhugamálum foreldra minna. Ég fór í MS og eignaðist þar góðar vinkonur en útskrifaðist svo frá Verzl- unarskóla Íslands. Ég fór m.a. til Frakklands í nám, stundaði við- skiptafræði í HÍ en útskrifaðist síðan úr lögfræði frá Háskólanum í Reykja- vík 2012.“ Theodóra vann hjá BYKO 1989- 1998, meðal annars sem innkaupa- stjóri, var innkaupastjóri hjá Mjólkur- samsölunni 2000-2001, markaðsstjóri og þjónustustjóri hjá Smáralind 2001- 2007, auk þess að vera upplýsinga- fulltrúi fyrir leigutaka og hönnuði á byggingartíma Smáralindar. Árin 2008-2014 var Theodóra sjálfstætt starfandi meðfram námi og kom m.a. á Markaðsstofu Kópavogs. Theodóra hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá 2014, fyrst sem oddviti fjallað um mál föður hennar í heim- ildarmyndinni Ránsfengur. „Mínu máli lauk í upphafi árs 2017 og var ég þá búin að vera í þessari baráttu í átta ár.“ Theodóra hefur mest gaman af því að vera í góðra vina hópi og njóta samveru með fjölskyldu, vinum, ná- grönnum og góðum félögum í pólitík- inni. „Fjölskyldan ferðast töluvert saman, við förum í ferðalög innan- lands, siglingar, á skíði erlendis og nú um jólin ætlum við öll að fara saman til Flórída og verja jólunum saman þar. Þar ætlum við að halda upp á ýmis tímamót, ég ætla að halda upp á 50 árin, maðurinn minn verður 60 ára í febrúar og svo eigum við 20 ára brúðkaupsafmæli.“ Fjölskylda Eiginmaður Theodóru er Ólafur Agnar Viggósson, f. 5.2. 1960, verk- taki. Foreldrar hans voru hjónin Val- gerður Sóley Ólafsdóttir, f. 26.3. 1913, d. 8.2. 2009, verkakona, og Viggó F. Sigurðsson, f. 21.9. 1915, d. 12.7. 1975, verkamaður. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi Börn Theodóru og Ólafs eru 1) Eydís María Ólafsdóttir, f. 16.9. 1994, vinnur í markaðsmálum en unnusti hennar er Sveinn Ævar Sveinsson, f. 6.3. 1988, múrari og lögfræðingur, búsett í Kópavogi; 2) Stefán Bjarki Ólafsson, f. 31.7. 1998, nemi, búsettur Theodóra S. Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Isavia og bæjarfulltrúi – 50 ára Fjölskyldan Theodóra og Ólafur ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum í Þórsmörk árið 2018. Valdi frekar bæjarmálin Fyrir utan Þerney Samstarfsfólk Theo- dóru í bæjarpólitíkinni í Kópavogi. Vinkonur Theodóra ásamt Helgu Sigrúnu Harðardóttur. 40 ára Lúðvík er Kópavogsbúi og hefur búið þar alla tíð fyrir utan tvö ár í Wales. Hann er sölumaður hjá heildsölunni Járn og gler og hefur unnið þar síðastliðin 13 ár. Maki: Lis Ruth Klörudóttir, f. 1979, kenn- ari í Laugalækjarskóla. Börn: Karen Lind Lúðvíksdóttir, f. 2007, og Aron Logi Lúðvíksson, f. 2010. Foreldrar: Kristján Þór Valdimarsson, f. 1955, vinnur hjá innkaupadeild Landspít- alans, bús. í Mosfellsbæ, og Berglind Lúðvíksdóttir, f. 1960, heimavinnandi. Stjúpfaðir er Björn Pálsson, f. 1961, vinn- ur í framleiðslustýringu hjá Marel. Þau eru bús. í Kópavogi. Stjúpmóðir var Íris Jónsdóttir, f. 1962, d. 2012. Lúðvík Aron Kristjánsson Þessar duglegu stúlkur, Alexandra Kolka Stelly Eydal og Íris Ósk Sverris- dóttir, héldu tombólu við Nettó, Hrísalundi á Akureyri, og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 5.320 krón- ur. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir. Tombóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.