Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 32

Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr 18.890 Verð kr 49.920 Verð kr. 35.850 Verð kr. 15.960 England Everton – Wolves..................................... 3:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn og átti stoðsendingu. Burnley – Liverpool ................................ 0:3  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með vegna meiðsla. Southampton – Manchester United ....... 1:1 Chelsea – Sheffield United.......................2:2 Crystal Palace – Aston Villa.................... 1:0 Leicester City – Bournemouth ............... 3:1 Manchester City – Brighton ................... 4:0 Newcastle – Watford ............................... 1:1 West Ham – Norwich............................... 2:0 Staðan: Liverpool 4 4 0 0 12:3 12 Manch.City 4 3 1 0 14:3 10 Leicester 4 2 2 0 6:3 8 Crystal Palace 4 2 1 1 3:2 7 Arsenal 4 2 1 1 6:6 7 Everton 4 2 1 1 4:4 7 West Ham 4 2 1 1 6:7 7 Manch.Utd 4 1 2 1 7:4 5 Tottenham 4 1 2 1 7:6 5 Sheffield Utd 4 1 2 1 5:5 5 Chelsea 4 1 2 1 6:9 5 Burnley 4 1 1 2 5:6 4 Southampton 4 1 1 2 4:6 4 Newcastle 4 1 1 2 3:5 4 Bournemouth 4 1 1 2 5:8 4 Brighton 4 1 1 2 4:7 4 Wolves 4 0 3 1 4:5 3 Aston Villa 4 1 0 3 4:6 3 Norwich 4 1 0 3 6:10 3 Watford 4 0 1 3 2:8 1 B-deild: Millwall – Hull...........................................1:1  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Millwall. Brentford – Derby................................... 3:0  Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford. Þýskaland Werder Bremen – Augsburg.................. 3:2  Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs- burg eftir 73 mínútur. Spánn B-deild: Fuenlabrada – Real Oviedo.................... 2:1  Diego Jóhannesson lék allan leikinn með Real Oviedo. Frakkland Angers – Dijon ..........................................2:0  Rúnar A. Rúnarsson varði mark Dijon. Rússland Lokomotic Moskva – Rostov ...................1:2  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópnum. Arsenal Tula – CSKA Moskva................ 1:2  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA en Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum. Rubin Kazan – Sochi ................................0:3  Viðar Örn Kjartansson kom inn á hjá Rubin Kazan á 55. mínútu. Ural – Krasnodar..................................... 2:4  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Krasnodar. KNATTSPYRNA Á ÁSVÖLLUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Haukar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Tékklandi næstkomandi laugardag eftir 20:25-tap fyrir Tékklandsmeisturum Talent Plzen í fyrri leik liðanna í 1. umferð EHF-bikars karla í handbolta á Ásvöllum í gærkvöldi. Tékkarnir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og náðu Haukar aðeins að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálf- leik. Tékkneska liðið er ekki endilega betra en Haukar, heldur var þetta einfaldlega dagur Tékkanna. Þeir nýttu sér sofandahátt í Haukalið- inu í byrjun leiks og eftir það voru liðin jöfn. Í hvert skipti sem Haukarnir hótuðu að gera leikinn mjög spennandi duttu hlutirnir svolítið með Talent Plzen. Var það til skiptis Haukar að fara illa með góð færi, gestirnir að skora úr verri færum eða furðulegir dómar hjá þeim þýsku Maike Merz og Tönju Schilha. Að vera fimm mörkum undir eftir heimaleik er langt frá því að vera óskastaða, en möguleikarnir eru fyrir hendi. Haukar geta spil- að mikið betur en þeir gerðu í gærkvöldi. Adam Haukur Baum- ruk lék ágætlega í seinni hálfleik eftir erfiðan fyrri hálfleik og Hall- dór Ingi Jónasson kom með góðan kraft í sóknarleik Hauka í seinni hálfleik. Grétar Ari Guðjónsson var ágætur í markinu og Vignir Svavarsson sterkur í vörn. Liðið í heild á samt sem áður mikið inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Betri staða grannanna Staða grannanna í FH er öllu betri eftir 27:27-jafntefli við Hc Vise Bm frá Belgíu á útivelli. FH var undir nánast allan leikinn en náði að knýja fram jafntefli með góðum kafla í seinni hálfleik. Fyrirliðinn Ásbjörn Friðriksson skoraði sex mörk fyrir FH og Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þjóðverjinn Phil Döhler varði 16 skot í markinu. FH mætir Íslandsmeisturum Sel- foss í Meistarakeppni HSÍ á mið- vikudag og fer síðari leikurinn við Hc Vise Bm fram í Kaplakrika næsta laugardag. Brött brekka bíður Hauka í Tékklandi  Fimm marka heimatap Haukamanna Morgunblaðið/Hari Markahæstur Adam Haukur Baumruk skoraði sex mörk fyrir Hauka. Aron Pálmarsson og samherjar hans hjá Barcelona eru heimsbikar- meistarar félagsliða í handknatt- leik eftir 34:32-sigur á Kiel í úrslita- leik í Sádi-Arabíu. Staðan í hálfleik var 17:15, Kiel í vil, og var leikur- inn jafn og spennandi. Aron átti mjög góðan leik hjá Barcelona, skoraði sjö mörk úr níu skotum og var næstmarkahæstur á eftir Luca Cindric sem skoraði ell- efu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel en Niclas Ek- berg skoraði sjö mörk. Bikar í skápinn hjá Barcelona IHF Góður Aron Pálmarsson skoraði 7 mörk í úrslitaleiknum. Oddur Gretarsson var markahæstur hjá Balingen með sex mörk í 25:23- heimasigri gegn Geir Sveinssyni og lærisveinum hans í Nordhorn í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær. Balingen er með tvö stig eftir tvo leiki en Nordhorn án stiga. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk og var markahæstur hjá Lemgo í 24:32- tapi fyrir Magdeburg á heimavelli. Lemgo er einnig með tvö stig. Aðal- steinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen máttu þola 23:30- tap fyrir Füchse Berlín á útivelli. Erlangen er með tvö stig. Íslendingarnir röð- uðu inn mörkum Heimasíða Balingen Mörk Oddur Gretarsson var marka- hæstur í sigri á lærisveinum Geirs. Ásvellir, EHF-bikar karla, fyrri leikur, sunnudaginn 1. september 2019. Gangur leiksins: 0:3, 2:5, 2:6, 3:9, 5:10, 7:13, 9:14, 10:17, 13:19, 15:20, 19:22, 20:25. Mörk Haukar: Adam Haukur Baum- ruk 6, Halldór Ingi Jónasson 3, Ás- geir Örn Hallgrímsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Vignir Svavarsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1/1, Einar Pétur Pétursson 1, Grétar Ari Guðjónsson 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 8, Haukar – Talent Plzen 20:25 Andri Sigmarsson Scheving 3/2. Utan vallar: 10 mínútur Mörk Talent Plzen: Jakub Tonar 7/4, Jakub Douda 4/1, Petr Vinkel- hofer 3, Jakub Sindelar 2, Ondrej Safanek 2, Jan Chmelik 2, Tim Bogd- anic 2, Milan Ivancev 1, Tomas Nejdl 1, Simon Mahác 1. Varin skot: Karel Smid 12. Utan vallar: 12 mínútur Dómarar: Maike Merz og Tanja Schilha, Þýskalandi Áhorfendur: 700. Guðmundur Ágúst Krist- jánsson, Íslandsmeistari í golfi, lauk keppni á KPMG- mótinu í Belgíu á samtals ell- efu höggum undir pari. Mót- ið er hluti af Áskorenda- mótaröð Evrópu en Guð- mundur fékk þar keppnisrétt fyrr á þessu ári vegna ár- angurs síns á Nordic-móta- röðinni. Skorið í mótinu var mjög lágt og þessi fína spila- mennska Guðmundar skilaði honum því þó ekki nema í 53. sæti. Guðmundur lék fyrsta hringinn í mótinu á átta undir pari. sport@mbl.is Lék á ellefu undir pari Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsmeistari Guðmundur Ágúst reynir að fóta sig á nýrri mótaröð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.