Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 35

Morgunblaðið - 02.09.2019, Side 35
byrða 3:1 sigur gegn nýliðum HK þegar liðin áttust við í Kórnum í gær. Víkingar voru betri aðilinn lungann úr leiknum og lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar fóru langt með að kveðja falldrauginn og eiga mögu- leika á að ná Evrópusæti, hvort sem það verður í gegnum Pepsi Max- deildina eða Mjólkurbikarkeppnina, en Víkingur mætir FH í úrslitaleik bikarkeppninnar 14. þessa mánaðar. Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason var svo sannarlega maður leiksins í Kórnum í gær. Kári opn- aði markareikning sinn í efstu deild hér á landi en hann skoraði tvö fyrstu mörk sinna manna, sem komu eftir hornspyrnur. Hinn ungi og efnilegi Valgeir Valgeirsson jafnaði metin á milli marka Kára og það var síðan Guðmundur Andri Tryggvason sem innsiglaði sigur Víkinga með sjötta marki sínu í deildinni í sumar. Þetta var annar sigur Víkinga í röð og með honum eru þeir nú sjö stigum frá fallsæti og eiga mögu- leika á að klifra ofar á töfluna. Það var góður bragur á leik Víkinga og hvergi veikan hlekk að finna, þar sem Kári Árnason átti afbragðsleik. Liðið tók völdin frá upphafsflauti og hélt HK gjörsamlega í skefjum. HK-ingar, sem hafa komið svo skemmtilega á óvart í sumar, áttu dapran dag að þessu sinni. Liðið náði engum dampi og tapaði verðskuldað öðrum leik sínum í röð. HK er eins og Víkingur með 25 stig og sæti í deild þeirra bestu ætti að vera nokk- uð tryggt, sem fæstir reiknuðu með hjá Kópavogsliðinu fyrir tímabilið. gummih@mbl.is Martin hélt ekki aftur af sér ÍBV, sem þegar er fallið, vann af- ar óvæntan sigur á Íslandsmeist- urum Vals 2:1. Valsmenn byrjuðu með látum og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir 90 sekúndur. Eyja- menn virtust átta sig á að leikurinn væri byrjaður þegar þeir tóku miðj- una og jöfnuðu á 11. mínútu. Vals- menn komust aðeins inn í leikinn eft- ir jöfnunarmarkið en skópu enga hættu það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks. Gary Martin, maður leiksins, skoraði annað mark sitt í leiknum og þar með sigurmarkið þegar 58 mín- útur voru liðnar af leiknum. Gary hélt ekki aftur af sér í fögnuði marka sinna. Í seinna markinu virtist hann ná beittu augnsambandi við fyrrver- andi þjálfara sinn, Óla Jó, en sá síðarnefndi gat ekki notað Gary í leikskipulagi Valsmanna. Valsliðið átti góða spretti undir lok leiksins en ÍBV hélt haus, með Telmo fastan fyrir á miðjunni, hann keyrði liðið áfram og ÍBV sigldi sigr- inum heim. Margir ungir, efnilegir leikmenn hafa fengið tækifæri í sum- ar og það er vert að minnast á Tóm- as Bent Magnússon, sem var í fyrsta skiptið í byrjunarliði ÍBV í dag. Hann skilaði góðu dagsverki, var duglegur, skóp nokkur færi og lét finna fyrir sér. sport@mbl.is Þrenna í síðari hálfleik Daninn Morten Beck Guldsmed sló í gegn í Garðabænum á laugar- dagskvöldið og skoraði þrennu í síð- ari hálfleik þegar FH sneri við leikn- um gegn Stjörnunni og sigraði 3:1 eftir að hafa verið 1:0 undir að lokn- um fyrri hálfleik. Sigurinn var mikilvægur fyrir FH í baráttunni um Evrópusæti því liðin voru með jafn mörg stig fyrir leik- inn. FH er nú með 31 stig og kom sér fyrir í 3. sæti. Stjarnan er þremur stigum á eftir en liðin þar fyrir neð- an, HK og Valur, töpuðu bæði. Útlit- ið er því nokkuð gott hjá FH, sem á auk þess aðra möguleika til að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. Fram undan hjá lið- inu er bikarúrslitaleikur gegn Vík- ingi, en sigur í þeirri keppni gefur sæti í Evrópudeildinni. Guldsmed heillaði mig ekki sér- staklega þegar hann lék síðast hér- lendis með KR en hann var flug- beittur í Garðabænum. Tvö síðustu mörk hans voru mjög vel afgreidd en um leið voru varnartilburðir Garð- bæinga á lágu plani. Þorsteinn Már Ragnarsson hefði getað skorað þrennu fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik. Skoraði eitt en Guð- mundur Kristjánsson kom í veg fyrir hin tvö mörkin á síðustu stundu. kris@mbl.is Taflan laug ekki í Grindavík KA er svo gott sem öruggt með sæti sitt í efstu deild eftir torsóttan 2:0-sigur gegn Grindavík á Mustad- vellinum í Grindavík á laugardaginn. Að sama skapi eru Grindvíkingar svo gott sem fallnir, en þeir eru nú sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Akureyringar voru sterkari aðil- inn í leiknum, án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri. KA- menn þurftu tvær vítaspyrnur til þess að skora og það tókst að lokum. Grindvíkingar vörðust ágætlega framan af en einstaklingsmistök kostuðu liðið að lokum. Annars var sóknarleikur Grindvíkinga hreinasta hörmung og liðið hefði getað spilað samfleytt út vikuna án þess að skora. Taflan laug engu í Grindavík í gær og það var ljóst frá fyrstu mínútu að þarna voru tvö af þremur slökustu liðum deildarinnar að mætast. Gæðin voru engin og Akureyringum til happs sendu Eyjamenn yfir- burðalélegt lið til keppni á þessari leiktíð. Grindvíkingar virtust ekki hafa neinn áhuga á því að skora mörk í allt sumar og það varð liðinu að falli. Þjálfari liðsins, Srdjan Tu- fegdzic, hljóp heldur betur á sig þeg- ar hann líkti liði sínu við Atlético Ma- drid og hann ætti kannski að horfa á fleiri leiki með Diego Simeone og lærisveinum hans í vetur enda Atlé- tico Madrid fullfært um að bæði verjast og sækja. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Í Garðabæ Morten Beck Guldsmed í baráttunni en hann skoraði þrennu. ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Arvada flísjakki • 100% prjónað pólýester • Einstaklega þægilegir og flottir flísjakkar með hettu og vösum • Til í gulum og bláum lit • Stærðir: XS - 3XL Vnr: 1899 312 Verð: 8.900 kr. 1:0 Þorsteinn Már Ragnarsson 45. 1:1 Morten Beck Guldsmed 61. 1:2 Morten Beck Guldsmed 72. 1:3 Morten Beck Guldsmed 82. I Gul spjöldÞorri Geir Rúnarsson, Þor- steinn Már Ragnarsson og Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörnunni). Björn Daníel Sverrisson, Brandur Ol- sen og Halldór Orri Björnsson (FH). Dómari: Erlendur Eiríksson, 7. STJARNAN – FH 1:3 Áhorfendur: 1.109. MM Morten Beck Guldsmed (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) M Sölvi Guðbjargarson (Stjörnunni) Nimo Gribenco (Stjörnunni) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörnunni) Daði Freyr Arnarsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Steven Lennon (FH). 0:1 Kári Árnason 24. 1:1 Valgeir Valgeirsson 48. 1:2 Kári Árnason 53. 1:3 Guðmundur A. Tryggvason 59. I Gul spjöldBirnir Snær Ingason (HK), Guðmundur Andri Tryggvason, Kwame Quee, Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi). I Rauð spjöldEngin. HK – VÍKINGUR R. 1:3 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þór- arinsson, 8. Áhorfendur: 1.050. MM Kári Árnason (Víkingi) M Atli Arnarson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Guðm. A. Tryggvason (Víkingi) 3. deild karla Skallagrímur – Höttur/Huginn.............. 1:4 Einherji – KH .......................................... 1:1 Sindri – KV............................................... 0:4 KF – Kórdrengir ..................................... 1:2 Staðan: Kórdrengir 19 15 3 1 49:20 48 KF 19 14 2 3 50:22 44 KV 19 12 2 5 46:25 38 Reynir S. 19 10 5 4 37:32 35 Vængir Júpiters 18 11 1 6 33:25 34 Einherji 19 6 6 7 24:24 24 Höttur/Huginn 19 5 6 8 34:32 21 Sindri 19 6 3 10 38:52 21 Álftanes 19 5 4 10 34:36 19 KH 19 5 2 12 27:44 17 Augnablik 18 3 4 11 23:39 13 Skallagrímur 19 2 0 17 22:66 6 Holland Vitesse – AZ Alkmaar.............................2:1  Albert Guðmundsson kom inn á hjá AZ á 78. mínútu. Belgía Kortrijk – Oostende ............................... 2:2  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn og skoraði jöfnunarmark Oostende. B-deild: Roeselare – Lommel ................................1:1  Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare.  Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 82 mín- úturnar með Lommel. Stefán Gíslason þjálfar liðið. Danmörk Midtjylland – Bröndby ........................... 1:0  Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 69. mínúturnar hjá Bröndby.  Mikael Anderson lék fyrstu 71 mín- útuna hjá Midtjylland. Horsens – Lyngby................................... 2:1 Frederik Schram var ónotaður varamaður hjá Lyngby. AGF– Esbjerg.......................................... 1:0  Jón Dagur Þorsteinsson var á vara- mannabekknum hjá AGF. Svíþjóð Kalmar – Malmö ..................................... 0:5  Arnór Ingvi Traustason lék allan leik- inn með Malmö og skoraði fjórða mark liðsins. AIK – Djurgården................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 62. mín- úturnar hjá AIK. Norrköping – Hammarby...................... 2:0  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með Norrköping.  Aron Jóhannsson kom inn á sem vara- maður á 19. mínútu hjá Hammarby. Noregur Lilleström – Brann ................................. 1:3  Arnór Smárason lék allan leikinn með Lilleström. Sarpsborg –Viking ................................. 2:2  Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu hjá Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. KNATTSPYRNA 1:0 Óskar Örn Hauksson 35. 2:0 Kristinn Jónsson 87. I Gul spjöldSkúli Jón Friðgeirsson (KR). Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA). I Rauð spjöldEngin. Dómari: Einar Ingi Jóhannsson, 7. KR – ÍA 2:0 Áhorfendur: 1.643. MM Kristinn Jónsson (KR) M Óskar Örn Hauksson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Kennie Chopart (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Einar Logi Einarson (ÍA) Marcus Johansson (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.